Umboðsmaður Alþingis segir Árna Sigfússon hafa verið vanhæfan Birgir Olgeirsson skrifar 7. mars 2016 16:28 Árni Sigfússon. Vísir/GVA Árni Sigfússon var vanhæfur til að veita styrk úr Orkusjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þar sem bróðir hans, Þorsteinn Ingi Sigfússon, er forstjóri. Þetta er mat umboðsmanns Alþingis.Fréttablaðið fjallaði um málið í október síðastliðnum en Orkusjóður er í eigu ríkisins og sér ráðgjafarnefnd Orkusjóðs um að skila tillögum til iðnaðarráðherra um einstakar greiðslur úr sjóðnum. Árni Sigfússon er formaður ráðgjafanefndar Orkusjóðs en hann vék ekki þegar styrkveitingin til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var samþykkt í stjórn sjóðsins. Umboðsmaður tekur fram að hann hafi ekki fallist á þær skýringar ráðuneytisins að þáttur Árna hafi verið lítilfjörlegur í merkingu laganna og ylli þar með ekki vanhæfi að félli undir undantekningar frá hæfisreglunum að öðru leyti. Niðurstaða umboðsmanns var því sú að Árni hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins og að hann hefði ekki mátt taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Þar sem fyrir lá að hann tók þátt í undirbúningi tillagnanna og sat fund þar sem þær voru afgreiddar taldi umboðsmaður að meðferð málsins hefði ekki verið í samræmi við lög. Nýsköpunarfyrirtækið Valorka gerði athugasemd við styrkveitinguna til Nýsköpunarmiðstöðvar en eftir að fyrstu fregnir bárust um málið kom tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem upplýst var um opinbera styrki til Valorku án þess að birtar væru upplýsingar um sambærilegar styrkveitingar til annarra aðila sem störfuðu að verkefnum á sama sviði. Umboðsmaður tók þessa tilkynningu til skoðunar og fékk ekki séð að hún hefði verið í nægjanlegu samhengi við frétt Fréttablaðsins um vensl Árna Sigfússonar og bróður hans sem átti að vera tilefni hennar og aðra gagnrýni fyrirsvarsmanna Valorku. Í áliti umboðsmanns kemur fram að efni tilkynningarinnar hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og beindi því til ráðuneytisins að hafa það sjónarmið í huga framvegis í störfum sínum. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Árni Sigfússon var vanhæfur til að veita styrk úr Orkusjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þar sem bróðir hans, Þorsteinn Ingi Sigfússon, er forstjóri. Þetta er mat umboðsmanns Alþingis.Fréttablaðið fjallaði um málið í október síðastliðnum en Orkusjóður er í eigu ríkisins og sér ráðgjafarnefnd Orkusjóðs um að skila tillögum til iðnaðarráðherra um einstakar greiðslur úr sjóðnum. Árni Sigfússon er formaður ráðgjafanefndar Orkusjóðs en hann vék ekki þegar styrkveitingin til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands var samþykkt í stjórn sjóðsins. Umboðsmaður tekur fram að hann hafi ekki fallist á þær skýringar ráðuneytisins að þáttur Árna hafi verið lítilfjörlegur í merkingu laganna og ylli þar með ekki vanhæfi að félli undir undantekningar frá hæfisreglunum að öðru leyti. Niðurstaða umboðsmanns var því sú að Árni hafi verið vanhæfur til meðferðar málsins og að hann hefði ekki mátt taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn þess. Þar sem fyrir lá að hann tók þátt í undirbúningi tillagnanna og sat fund þar sem þær voru afgreiddar taldi umboðsmaður að meðferð málsins hefði ekki verið í samræmi við lög. Nýsköpunarfyrirtækið Valorka gerði athugasemd við styrkveitinguna til Nýsköpunarmiðstöðvar en eftir að fyrstu fregnir bárust um málið kom tilkynning frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem upplýst var um opinbera styrki til Valorku án þess að birtar væru upplýsingar um sambærilegar styrkveitingar til annarra aðila sem störfuðu að verkefnum á sama sviði. Umboðsmaður tók þessa tilkynningu til skoðunar og fékk ekki séð að hún hefði verið í nægjanlegu samhengi við frétt Fréttablaðsins um vensl Árna Sigfússonar og bróður hans sem átti að vera tilefni hennar og aðra gagnrýni fyrirsvarsmanna Valorku. Í áliti umboðsmanns kemur fram að efni tilkynningarinnar hefði ekki verið í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti og beindi því til ráðuneytisins að hafa það sjónarmið í huga framvegis í störfum sínum.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira