Bjóði hreinar nálar ókeypis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. ágúst 2016 06:00 Starfshópur leggur til að aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Ríkislögreglustjóri gagnrýnir tillögu um afnám fangelsisrefsingar. Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Skýrslu starfshóps heilbrigðisráðherra um mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu var dreift á Alþingi í gær. Nái tillögur starfshópsins fram að ganga mun aðgengi að hreinum sprautubúnaði og nálaskiptaþjónustu verða aukið. Hópurinn telur að tryggja þurfi einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Heilsufarsvandi þeirra sem sprauta sig sé í flestum tilvikum rakinn til sýkinga eða smits sem þeir verða fyrir af völdum óhreins eða sýkts sprautubúnaðar. Fréttablaðið sagði í gær frá þeirri tillögu starfshópsins að refsing fyrir vörslu og meðferð á neysluskömmtum ólöglegra vímuefna yrði bundin við sektir. Í dag er gert ráð fyrir því í lögum að hægt sé að dæma í fangelsi fyrir vörslu ávana- og fíkniefna.Borgar Þór Einarsson lögfræðingurÍ áliti Embættis ríkislögreglustjóra um þá tillögu segir að skilyrðislaust fráhvarf frá fangelsisrefsingu minnki áhættu viðkomandi einstaklings eða hóps við að stunda slíka brotastarfsemi. Einstaklingur sem ber á sér neysluskammt fíkniefna geti búið yfir upplýsingum um eða jafnvel verið þátttakandi í umfangsmiklum fíkniefnaviðskiptum. Breytingin kynni að leiða til þess að smásölum á sviði fíkniefnaviðskipta fjölgi. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og formaður starfshópsins, segir allar tillögurnar í skýrslunni vera málamiðlun. „Þeir sem vilja mest frjálsræði vilja ganga lengst og aðrir kannski aðeins skemmra. Það sem gefur tillögunum hins vegar mest vægi er sú samstaða sem náðist þar um,“ segir Borgar Þór og bætir við að þegar ólíkir aðilar komi saman að tillögum sem þessum sé eðlilega mismunandi afstaða til einstakra þátta.Hópurinn telur að tryggja þurfti einstaklingum sem sprauta vímuefnum í æð aðgang að gjaldfrjálsri nálaskiptaþjónustu. Vísir/AntonBrinkRauði krossinn og Embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra eiga fulltrúa í starfshópnum. „Varðandi þingið eru eflaust margir sem vilja sjá róttækari breytingar en sumir hræðast allar breytingar. Ég hef enga ástæðu til að ætla að einhverjir setji sig sérstaklega upp á móti tillögunum en það þarf auðvitað að útfæra nokkur atriði betur,“ segir Borgar. Hópurinn telur að með auknu aðgengi að hreinum sprautubúnaði megi takmarka þann skaða sem einstaklingar verða fyrir. Kostnaður vegna hreinna nála og þjónustunnar sé hverfandi í samanburði við þann kostnað sem heilbrigðiskerfið ber vegna þeirra sem sýkjast vegna sprautunotkunar. Í sértækri nálaskiptaþjónustu munu einstaklingar geta komið og sótt sér hreinar nálar, sprautur, sprittklúta fyrir stungustað og annan sprautubúnað sem þarf til þess að draga úr líkum á smiti og sýkingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira