Vill leyfa „að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna“ Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2016 18:54 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari. Vísir/GVA Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að réttast væri að „leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna.“ Hann segir skelfilegt að sjá hvernig þjóðir heimsins hafi fengist við þann vanda sem vissulega fylgi notkun manna á fíkniefnum í áratugi. Hins vegar fylgi margskonar böl opinberri bannstefnu gegn fíkniefnunum. „Haldið er lífi í undirheimum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður ekkert við. Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna. Þau fjármagna neysluna með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þessari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yfirvöldin ráða ekkert við vandann,“ skrifar Jón Steinar í grein á vef Pressunnar. Hann segir frá því að hann hafi að undanförnu verið að horfa á þættina Narcos, sem eru leiknir þættir um raunverulega framvindu mála í Kólumbíu. Jón Steinar sá einnig Eiðinn nýverið. „Í henni er dregin upp sannferðug mynd af því brjálæði sem bannstefnan leiðir af sér. Óhætt er að hvetja fólk til að sjá þessa kvikmynd. Síðan ætti það að velta því fyrir sér hvort svona atburðir sem lýst er í myndinni myndu gerast í annars konar lagaumhverfi.“ Jón Steinar er þeirrar skoðunar að þjóðir heimsins ættu að breyta „þeirri stefnu mannfórna sem þær flestar fylgja í þessum málaflokki“. Réttar væri að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. „Efnin yrðu þá framleidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið. Það er líka löngu sannað að þeir sem lenda í erfiðleikum vegna neyslu efnanna eiga sér miklu meiri von um bata með samskonar aðferðum og dugað hafa áfengissjúklingum, það er að fara í meðferð til að læra að skilja vanmátt sinn gagnvart þessum efnum og læra að taka ábyrgð á eigin lífi.“ Þá myndi breytt stefna kippa fótunum undan starfsemi glæpamanna sem nærist á banninu og undirheimagróskunni sem það leiði af sér. „Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, segir að réttast væri að „leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna.“ Hann segir skelfilegt að sjá hvernig þjóðir heimsins hafi fengist við þann vanda sem vissulega fylgi notkun manna á fíkniefnum í áratugi. Hins vegar fylgi margskonar böl opinberri bannstefnu gegn fíkniefnunum. „Haldið er lífi í undirheimum þar sem glæpir þrífast og löggæslan ræður ekkert við. Ungmenni sem leiðast út í neyslu verða fórnarlömb glæpamanna. Þau fjármagna neysluna með glæpum og vændi. Efnin sem dreift er geta verið stórhættuleg meðal annars vegna þess að stundum er reynt að drýgja þau með íblöndun annarra efna. Og árangurinn af þessari skelfilegu stefnu er auðvitað enginn. Efnin flæða yfir á Vesturlöndum sem aldrei fyrr og yfirvöldin ráða ekkert við vandann,“ skrifar Jón Steinar í grein á vef Pressunnar. Hann segir frá því að hann hafi að undanförnu verið að horfa á þættina Narcos, sem eru leiknir þættir um raunverulega framvindu mála í Kólumbíu. Jón Steinar sá einnig Eiðinn nýverið. „Í henni er dregin upp sannferðug mynd af því brjálæði sem bannstefnan leiðir af sér. Óhætt er að hvetja fólk til að sjá þessa kvikmynd. Síðan ætti það að velta því fyrir sér hvort svona atburðir sem lýst er í myndinni myndu gerast í annars konar lagaumhverfi.“ Jón Steinar er þeirrar skoðunar að þjóðir heimsins ættu að breyta „þeirri stefnu mannfórna sem þær flestar fylgja í þessum málaflokki“. Réttar væri að leyfa að minnsta kosti flestar tegundir fíkniefna. „Efnin yrðu þá framleidd undir vörumerkjum og dreift á almennum markaði eins og áfengið. Það er líka löngu sannað að þeir sem lenda í erfiðleikum vegna neyslu efnanna eiga sér miklu meiri von um bata með samskonar aðferðum og dugað hafa áfengissjúklingum, það er að fara í meðferð til að læra að skilja vanmátt sinn gagnvart þessum efnum og læra að taka ábyrgð á eigin lífi.“ Þá myndi breytt stefna kippa fótunum undan starfsemi glæpamanna sem nærist á banninu og undirheimagróskunni sem það leiði af sér. „Það er löngu kominn tími til að þjóðir heims vakni og átti sig á því að stefnan sem fylgt hefur verið á þessu sviði er bara eins konar helstefna með glæpum og mannfórnum sem unnt er að draga úr svo um munar.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Fleiri fréttir Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Skautafjör á Laugarvatni í dag „Biðröðin er löng“ Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira