Óttarr segir forsætisráðherra rúinn trausti Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2016 18:30 Formaður Bjatrar framtíðar segir augljóst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ákveðið að halda mjög mikilvægum hagsmunum leyndum fyrir þjóðinni og samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn. Hann sé rúinn trausti og því nauðsynlegt að kanna stuðning þingmanna við hann. Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttum Stöðvar tvö í gær eftir ríkisstjórnarfund; þegar hann var spurður hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stóra fjármuni á Tortola, hafa vakið mikla athygli. En þar sagði ráðherrann þetta: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ sagði Sigurður Ingi. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir þetta vera dæmalaus ummæli. „Ég hef svo sem ekki mikla reynslu af því að eiga mikla peninga á Íslandi. En manni heyrist nú að það sé kannski erfiðara að eiga ekki peninga á Íslandi en að eiga of mikla peninga á Íslandi,“ segir Óttarr. Ráðherrann sé væntanlega að vísa í tiltekið ástand í þjóðfélaginu eftir hrun þar sem sumir geti átt fjármuni í aflandsfélögum eftir leiðum sem standi almenningi ekki til boða. „Það er þessi aðstöðumunur sem fer svona öfugt ofan í fólk. Þegar kemur í ljós að kjörnir fulltrúar eru í þessum hópi þá náttúrlega skil ég mjög vel að fólk sé hlessa og slegið,“ segir Óttarr. Það sé dæmalaust að menn átti sig ekki á ábyrgð sinni sem kjörnir fulltúar um að hagsmunaskráning þeirra sé í lagi. Hann sé verulega sleginn yfir þessari stöðu. Það hafi átt sér stað forsendubrestur frá kosningum þar sem upplýsingum og hagsmunum hafi verið haldið leyndum fyrir kjósendum. „Við höfum verið að horfa sérstaklega á mál forsætisráðherra. Það er augljóst að hann hefur ákveðið að halda mjög mikilvægum hagsmunum leyndum. Ekki bara fyrir þjóðinni heldur líka fyrir samstarfsflokknum í þeirri vinnu sem hefur verið í gangi í sambandi við afnám hafta,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta sé vond staða og því nauðsynlegt að rjúfa þing og boða til kosninga eins og stjórnarandstaðan leggi til eftir helgi. „Ég finn finn að hann er að mörgu leyti rúinn trausti í samfélaginu og mér finnst mikilvægt að það komi þá í ljós hvort hann hafi traust þingmanna í eigin flokki og í samstarfsflokknum, Sjálfstæðisflokknum,“ segir Óttarr Proppé. Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Formaður Bjatrar framtíðar segir augljóst að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hafi ákveðið að halda mjög mikilvægum hagsmunum leyndum fyrir þjóðinni og samstarfsflokki Framsóknarflokksins í ríkisstjórn. Hann sé rúinn trausti og því nauðsynlegt að kanna stuðning þingmanna við hann. Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í fréttum Stöðvar tvö í gær eftir ríkisstjórnarfund; þegar hann var spurður hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stóra fjármuni á Tortola, hafa vakið mikla athygli. En þar sagði ráðherrann þetta: „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ sagði Sigurður Ingi. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir þetta vera dæmalaus ummæli. „Ég hef svo sem ekki mikla reynslu af því að eiga mikla peninga á Íslandi. En manni heyrist nú að það sé kannski erfiðara að eiga ekki peninga á Íslandi en að eiga of mikla peninga á Íslandi,“ segir Óttarr. Ráðherrann sé væntanlega að vísa í tiltekið ástand í þjóðfélaginu eftir hrun þar sem sumir geti átt fjármuni í aflandsfélögum eftir leiðum sem standi almenningi ekki til boða. „Það er þessi aðstöðumunur sem fer svona öfugt ofan í fólk. Þegar kemur í ljós að kjörnir fulltrúar eru í þessum hópi þá náttúrlega skil ég mjög vel að fólk sé hlessa og slegið,“ segir Óttarr. Það sé dæmalaust að menn átti sig ekki á ábyrgð sinni sem kjörnir fulltúar um að hagsmunaskráning þeirra sé í lagi. Hann sé verulega sleginn yfir þessari stöðu. Það hafi átt sér stað forsendubrestur frá kosningum þar sem upplýsingum og hagsmunum hafi verið haldið leyndum fyrir kjósendum. „Við höfum verið að horfa sérstaklega á mál forsætisráðherra. Það er augljóst að hann hefur ákveðið að halda mjög mikilvægum hagsmunum leyndum. Ekki bara fyrir þjóðinni heldur líka fyrir samstarfsflokknum í þeirri vinnu sem hefur verið í gangi í sambandi við afnám hafta,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta sé vond staða og því nauðsynlegt að rjúfa þing og boða til kosninga eins og stjórnarandstaðan leggi til eftir helgi. „Ég finn finn að hann er að mörgu leyti rúinn trausti í samfélaginu og mér finnst mikilvægt að það komi þá í ljós hvort hann hafi traust þingmanna í eigin flokki og í samstarfsflokknum, Sjálfstæðisflokknum,“ segir Óttarr Proppé.
Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36