Lífsnauðsynleg viðbrögð eru flokkuð sem lýtaaðgerðir Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. apríl 2016 07:00 Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97%. Nordicphotos/Getty Aðgerðir sem fyrirbyggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstaklingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis býður upp á fyrirbyggjandi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýtalækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggjandi brjóstnám árið 2013.Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKAInga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamiðstöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur landsins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtökunum hafa óskað eftir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerðinni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niðurgreiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti einhvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameinsmeðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samningar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkratryggingar til þess að aðgerð sjúklings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samningur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður.Staðreyndir um BRCA Um 5% til 10% brjóstakrabbameina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá foreldri til barns. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97% Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barneignaraldri. Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Aðgerðir sem fyrirbyggja krabbamein í brjóstvef eru flokkaðar af Sjúkratryggingum Íslands sem lýtaaðgerðir og fást ekki niðurgreiddar. Talið er að einstaklingar með BRCA-stökkbreytingu séu með um 80% líkur á að fá brjóstakrabbamein. Sérhæfð brjóstamiðstöð Kristjáns Skúla Ásgeirssonar brjóstaskurðlæknis býður upp á fyrirbyggjandi aðgerðir en þjónusta þar er ekki niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands. Umsækjendur fá höfnun á grunni þess að ekki sé heimild fyrir niðurgreiðslu í reglugerð um lýtalækningar. Leikkonan Angelina Jolie vakti athygli á BRCA-stökkbreytingu þegar hún gekkst undir fyrirbyggjandi brjóstnám árið 2013.Inga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKAInga Lillý Brynjólfsdóttir, formaður BRAKKA, samtaka BRCA-arfbera á Íslandi, segir að í flestum tilfellum fari konur í fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir að Kristján Skúli stofnaði brjóstamiðstöð í Klíníkinni í Ármúla fékk hún símtal frá Landspítalanum og henni var boðið að koma í aðgerð. Hún hafi þó þekkt Kristján og treyst honum sem lækni og ákveðið að fara til hans. „Í raun er fremsti sérfræðingur landsins ekki starfandi á Landspítalanum. Ef konur vilja fara til hans þurfa þær að borga fullt verð.“ Inga Lillý segir konu úr samtökunum hafa óskað eftir greiðsluþátttöku frá Sjúkratryggingum Íslands fyrir aðgerð hjá Kristjáni. Svarið hafi verið svohljóðandi að ekki væri heimild í reglugerð um lýtalækningar til að greiða slíkar aðgerðir. „Krefjist þjónustan innlagnar á sjúkrahús skal sjúkrahúsið þó ákveða hvort veita skuli undanþágu,“ segir í reglugerðinni. Ýmsar aðgerðir sem flokkaðar eru til lýtalækninga eru þó niðurgreiddar, til dæmis brjóstaminnkun vegna ofvaxtar. Inga Lillý segir fyrirbyggjandi aðgerðir settar undir vitlausan hatt. Ekki sé um lýtalækningar að ræða heldur leiðréttingu á erfðagalla. „Greiðslan virðist fylgja húsinu sem aðgerðin fer fram í, ekki þeim sem ber genið. Þetta er stórundarlegt vegna þess að þó að þetta kosti einhvern pening er verið að spara ríkinu margar milljónir í krabbameinsmeðferð. Í mínu tilfelli var sagt að um 75-80% líkur væru á að ég fengi brjóstakrabbamein,“ segir Inga Lillý. Sigríður Snæbjörnsdóttur, framkvæmdastjóri á Klíníkinni Ármúla, segir að ekki séu til heildstæðir samningar um aðgerðir á BRCA-konum nema að litlum hluta. „Aðgerðir sem gerðar eru utan stofnana, eins og til dæmis Landspítalans, þurfa að byggja á samningum við Sjúkratryggingar til þess að aðgerð sjúklings sé niðurgreidd. Víða erlendis eru gerðar aðgerðir á BRCA-konum utan stofnana en ekki hefur náðst samningur um það hérlendis, þrátt fyrir að umræður hafi staðið um nokkurt skeið,“ segir Sigríður.Staðreyndir um BRCA Um 5% til 10% brjóstakrabbameina eru ættgeng og því veldur stökkbreytt gen sem erfist frá foreldri til barns. Fyrirbyggjandi skurðaðgerð getur minnkað líkur á brjóstakrabbameini um 97% Konur með BRCA-stökkbreytingu geta minnkað líkurnar á brjóstakrabbameini um 50% ef þær láta fjarlægja eggjastokkana á barneignaraldri. Samkvæmt erfðagreiningardeild LSH hafa rúmlega 260 konur verið greindar með breytingu í BRCA2.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent