Til skoðunar að einkaaðilar sjái um rekstur nýs sjúkrahótels Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2016 23:43 Forstjóri Landspítalans segir það hagsmuni sjúklinga að spítalinn taki að sér rekstur nýs sjúkrahótels sem opnað verður á næsta ári. Heilbrigðisráðherra hefur til skoðunar meðal annars hvort starfsemin verði boðin út til einkaaðila, en forstjóri Landspítalans segir rekstur sjúkrahótels fara mjög illa saman við hótelrekstur. Bygging rúmlega 4.000 fermetra sjúkrahótels hér við Landspítalann við Hringbraut er í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að hótelið verði tekið í notkun á næsta ári en óvissa ríkir um rekstrarform þess. Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að skoða mismunandi rekstrarform en í hópnum sátu fulltrúar frá Landspítalanum, Nýjum Landspítala ohf., Samtökum atvinnulífsins, Sjúkratryggingum, Landlækni, Alþýðusambandi Íslands auk þess sem einn var skipaður af ráðherra.Fimm skiluðu séráliti Hópurinn skilaði ráðherra niðurstöðum sínum fyrir skömmu en hann telur þrjá möguleika koma til greina. Í fyrsta lagi að Landspítalinn reki hótelið. Í öðru lagi að um skilyrtan rekstur Landspítalans verði að ræða og í þriðja lagi að rekstur og heilbrigðisþjónusta hótelsins verði boðin út og einkaaðilar taki að sér reksturinn. Skiptar skoðanir voru innan starfshópsins á því hvert þessara rekstrarforma væri heppilegast. Þannig skiluðu fimm af sjö meðlimum hópsins séráliti. Til að mynda taldi fulltrúi Samtaka atvinnulífsins mikilvægt að rekstur hótelsins verði boðinn út á almennum markaði.Hagsmunir sjúklinga að Landspítalinn taki reksturinn að sér Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það væri farsælast að Landspítalinn tæki þennan rekstur að sér. „Við vitum það að meirihluti fólksins sem mun notfæra sér þetta hótel er í rauninni fólk sem að koma beint af bráðadeildum, eða er í krabbameinsmeðferð, eða er að bíða þess að fara í áhættufæðingar. Þannig að hagurinn af því að hafa þetta hér, sem nátengdast starfsemi Landspítalans er gríðarlega mikill fyrir sjúklinga. Og náttúrulega ég tali ekki um fólk á landsbyggðinni,“ segir Páll. Það séu hagsmunir sjúklinga að Landspítalinn sjái um reksturinn. „Ef að það á að fara að bjóða út þennan rekstur og blanda saman annars vegar hefðbundnum hótelrekstri og hins vegar þjónustu við í rauninni sjúklinga sem eru nýkomnir af bráðadeildum og eru að ná sér, þá á að það mjög illa saman. Vegna þess að fólk er með sýkingar jafnvel, það er að ná sér eftir alvarleg veikindi og það passar mjög illa við hótelrekstur,“ segir Páll. Hann segir að það hafi frá upphafi verið gert ráð fyrir að sjúkrahótelið yrði samofið rekstri og þjónustu Landspítalans. Einkaaðilar gætu ekki sinnt þessari þjónustu jafn vel eða betur heldur en Landspítalinn.Getur einkaaðili gert þetta fyrir minni fjármuni en Landspítalinn? „Með því að veita verri þjónustu, þá er það vel hugsanlegt. En við teljum að öðrum kosti sé það ekki hægt. Það er okkar mat,“ segir Páll og bætir við að hann treysti ráðherra til að taka þessa ákvörðun. „Ég treysti ráðherra til þess að, eins og í öllu þessu máli hann hefur gert, til þess að bera hag sjúklinga Landspítalans fyrir brjósti,“ segir Páll.Ákvörðun tekin innan skamms Heilbrigðisráðherra segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða rekstrarform verði fyrir valinu. „Við erum bara einfaldlega að vega og meta þetta verk sem að við fengum í hendurnar hér í ráðuneytinu og tökum svo næstu skref í því innan tiltölulega skamms tíma hvernig við vinnum áfram með málið,“ segir Kristján. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir það hagsmuni sjúklinga að spítalinn taki að sér rekstur nýs sjúkrahótels sem opnað verður á næsta ári. Heilbrigðisráðherra hefur til skoðunar meðal annars hvort starfsemin verði boðin út til einkaaðila, en forstjóri Landspítalans segir rekstur sjúkrahótels fara mjög illa saman við hótelrekstur. Bygging rúmlega 4.000 fermetra sjúkrahótels hér við Landspítalann við Hringbraut er í fullum gangi. Gert er ráð fyrir að hótelið verði tekið í notkun á næsta ári en óvissa ríkir um rekstrarform þess. Heilbrigðisráðherra skipaði í fyrra starfshóp til að skoða mismunandi rekstrarform en í hópnum sátu fulltrúar frá Landspítalanum, Nýjum Landspítala ohf., Samtökum atvinnulífsins, Sjúkratryggingum, Landlækni, Alþýðusambandi Íslands auk þess sem einn var skipaður af ráðherra.Fimm skiluðu séráliti Hópurinn skilaði ráðherra niðurstöðum sínum fyrir skömmu en hann telur þrjá möguleika koma til greina. Í fyrsta lagi að Landspítalinn reki hótelið. Í öðru lagi að um skilyrtan rekstur Landspítalans verði að ræða og í þriðja lagi að rekstur og heilbrigðisþjónusta hótelsins verði boðin út og einkaaðilar taki að sér reksturinn. Skiptar skoðanir voru innan starfshópsins á því hvert þessara rekstrarforma væri heppilegast. Þannig skiluðu fimm af sjö meðlimum hópsins séráliti. Til að mynda taldi fulltrúi Samtaka atvinnulífsins mikilvægt að rekstur hótelsins verði boðinn út á almennum markaði.Hagsmunir sjúklinga að Landspítalinn taki reksturinn að sér Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það væri farsælast að Landspítalinn tæki þennan rekstur að sér. „Við vitum það að meirihluti fólksins sem mun notfæra sér þetta hótel er í rauninni fólk sem að koma beint af bráðadeildum, eða er í krabbameinsmeðferð, eða er að bíða þess að fara í áhættufæðingar. Þannig að hagurinn af því að hafa þetta hér, sem nátengdast starfsemi Landspítalans er gríðarlega mikill fyrir sjúklinga. Og náttúrulega ég tali ekki um fólk á landsbyggðinni,“ segir Páll. Það séu hagsmunir sjúklinga að Landspítalinn sjái um reksturinn. „Ef að það á að fara að bjóða út þennan rekstur og blanda saman annars vegar hefðbundnum hótelrekstri og hins vegar þjónustu við í rauninni sjúklinga sem eru nýkomnir af bráðadeildum og eru að ná sér, þá á að það mjög illa saman. Vegna þess að fólk er með sýkingar jafnvel, það er að ná sér eftir alvarleg veikindi og það passar mjög illa við hótelrekstur,“ segir Páll. Hann segir að það hafi frá upphafi verið gert ráð fyrir að sjúkrahótelið yrði samofið rekstri og þjónustu Landspítalans. Einkaaðilar gætu ekki sinnt þessari þjónustu jafn vel eða betur heldur en Landspítalinn.Getur einkaaðili gert þetta fyrir minni fjármuni en Landspítalinn? „Með því að veita verri þjónustu, þá er það vel hugsanlegt. En við teljum að öðrum kosti sé það ekki hægt. Það er okkar mat,“ segir Páll og bætir við að hann treysti ráðherra til að taka þessa ákvörðun. „Ég treysti ráðherra til þess að, eins og í öllu þessu máli hann hefur gert, til þess að bera hag sjúklinga Landspítalans fyrir brjósti,“ segir Páll.Ákvörðun tekin innan skamms Heilbrigðisráðherra segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða rekstrarform verði fyrir valinu. „Við erum bara einfaldlega að vega og meta þetta verk sem að við fengum í hendurnar hér í ráðuneytinu og tökum svo næstu skref í því innan tiltölulega skamms tíma hvernig við vinnum áfram með málið,“ segir Kristján.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Fleiri fréttir Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Sjá meira