Katrín segir henta sumum að útmála VG sem afturhaldsflokk Heimir Már Pétursson skrifar 14. desember 2016 19:45 Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar. Það er lítið að gerast í stjórnarmyndunartilraunum þessar klukkustundirnar á yfirborðinu alla vega. En eftir að slitnaði öðru sinni upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, fer ólíkum sögum af því hvers vegna samstarfið gekk ekki upp. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur sagt að allir flokkarnir nema Vinstri græn hafi talað um að setja um sjö milljarða í heilbrigðis- og menntamálin á meðan Vinstri græn hafi verið að tala um 27 milljarða í aukin útgjöld og tekjur vegna uppbyggingar innviða. Það rímar ekki alveg við það sem þingmaður Pírata sagði í fréttum okkar í gær. „Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil.“Að stoppa í það gat? „Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur samstöðuna ekki hafa náð til allara flokka. „Það hefur komið fram hjá bæði mér og formanni Viðreisnar að í fyrsta lagi að þótt allir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála, voru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikið ætti að auka útgjöld í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. Þá hafi verið langt á milli flokka þegar horft var til lengri tíma, eða næstu fimm ára, um hvaða aðgerðum ætti að beita til tekjuöflunar. Lengst hafi verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Og voru það þá helst þessi mál þar sem steytti á skeri með, eða voru það líka sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin? „Auðvitað liggur fyrir að í sjávarútvegsmálunum voru menn ekki á eitt sáttir með útfærslur. Þó að allir þessir flokkar séu sammála í þeim línum að það eigi að innkalla aflaheimildir. Þá liggur fyrir að menn voru ekki á eitt sáttir um útfærslu; til hversu langs tíma ætti að endurráðstafa þeim og fleira slíkt,“ segir formaður Vinstri grænna. Heilbrigðis- og menntamálin og hvernig tryggja mætti aukin jöfnuð í samfélaginu hafi skipt Vinstri græn mestu máli. Flokkurinn sé ekki á móti kerfisbreytingum í bæði sjávarútvegi og landbúnaði. „Og mér fannst satt að segja ekki jafn langt á milli flokkanna í þeim efnum og sumir vilja gefa í skyn. Enda höfum við talað fyrir því að þar verði umhverfissjónarmið og lýðheilsusjónarmið höfð í fyrirrúmi í auknum mæli og fleira slíkt. En auðvitað hentar það sumum að stilla þessu svona upp.“Sumum hverjum? „Það hentar þeim sem vilja þá benda á okkur sem einhvern afturhaldsflokk. Sem auðvitað er fjarri sanni,“ segir Katrín. Nú sé best að leyfa flokkunum að athafna sig við afgreiðslu fjárlaga og sjá hvaða pólitísku línur birtist þar. „Þetta sýnir grundvallatriði í pólitík. Það er að segja hvernig við viljum byggja upp þetta samfélag. Hvernig við viljum tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hvernig við viljum að velferðarkerfið nýtist öllum.“Þannig að út úr þessu fæðist kannski nýársstjórnin? „Hver veit,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að langt hafi verið á milli þeirra og Viðreisnar varðandi fjármögnun velferðarkerfisins. Vinstri græn hafi ekki verið á móti kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú sé best að pólitískar línur flokkanna fái að koma fram við afgreiðslu fjárlaga áður en lengra verði haldið við myndun stjórnar. Það er lítið að gerast í stjórnarmyndunartilraunum þessar klukkustundirnar á yfirborðinu alla vega. En eftir að slitnaði öðru sinni upp úr viðræðum fimm flokka um myndun ríkisstjórnar, fer ólíkum sögum af því hvers vegna samstarfið gekk ekki upp. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur sagt að allir flokkarnir nema Vinstri græn hafi talað um að setja um sjö milljarða í heilbrigðis- og menntamálin á meðan Vinstri græn hafi verið að tala um 27 milljarða í aukin útgjöld og tekjur vegna uppbyggingar innviða. Það rímar ekki alveg við það sem þingmaður Pírata sagði í fréttum okkar í gær. „Ég sé ekki betur en við höfum verið komin langt með það, 26 milljarða eða þar um bil.“Að stoppa í það gat? „Já og það væri strax á fyrsta árinu áður en við förum að taka tillit til annarra breytinga sem gætu átt sér stað t.d. með því að taka upp almennilegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna telur samstöðuna ekki hafa náð til allara flokka. „Það hefur komið fram hjá bæði mér og formanni Viðreisnar að í fyrsta lagi að þótt allir flokkar hafi verið sammála um að forgangsraða í þágu heilbrigðismála og menntamála, voru menn ekki á eitt sáttir um hversu mikið ætti að auka útgjöld í næstu fjárlögum,“ segir Katrín. Þá hafi verið langt á milli flokka þegar horft var til lengri tíma, eða næstu fimm ára, um hvaða aðgerðum ætti að beita til tekjuöflunar. Lengst hafi verið á milli Vinstri grænna og Viðreisnar. Og voru það þá helst þessi mál þar sem steytti á skeri með, eða voru það líka sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin? „Auðvitað liggur fyrir að í sjávarútvegsmálunum voru menn ekki á eitt sáttir með útfærslur. Þó að allir þessir flokkar séu sammála í þeim línum að það eigi að innkalla aflaheimildir. Þá liggur fyrir að menn voru ekki á eitt sáttir um útfærslu; til hversu langs tíma ætti að endurráðstafa þeim og fleira slíkt,“ segir formaður Vinstri grænna. Heilbrigðis- og menntamálin og hvernig tryggja mætti aukin jöfnuð í samfélaginu hafi skipt Vinstri græn mestu máli. Flokkurinn sé ekki á móti kerfisbreytingum í bæði sjávarútvegi og landbúnaði. „Og mér fannst satt að segja ekki jafn langt á milli flokkanna í þeim efnum og sumir vilja gefa í skyn. Enda höfum við talað fyrir því að þar verði umhverfissjónarmið og lýðheilsusjónarmið höfð í fyrirrúmi í auknum mæli og fleira slíkt. En auðvitað hentar það sumum að stilla þessu svona upp.“Sumum hverjum? „Það hentar þeim sem vilja þá benda á okkur sem einhvern afturhaldsflokk. Sem auðvitað er fjarri sanni,“ segir Katrín. Nú sé best að leyfa flokkunum að athafna sig við afgreiðslu fjárlaga og sjá hvaða pólitísku línur birtist þar. „Þetta sýnir grundvallatriði í pólitík. Það er að segja hvernig við viljum byggja upp þetta samfélag. Hvernig við viljum tryggja aukinn jöfnuð í samfélaginu. Hvernig við viljum að velferðarkerfið nýtist öllum.“Þannig að út úr þessu fæðist kannski nýársstjórnin? „Hver veit,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu Sjá meira