Innlent

Tóku gagnrýni á hund þeirra illa

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Óskað var eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar í Hafnarfirði í dag. Þar hafði par verið á göngu með hund sem gelti að börnum að leik. Faðir eins barnsins ræddi við parið um hegðun hundsins og tóku þau því illa.

Samkvæmt dagbók lögreglunnar veittist parið að föðurnum, tóku hann tökum og hótuðu barsmíðum ef hann héldi sér ekki saman.

Þegar lögregluþjóna bar að garði var parið farið og fannst það ekki þrátt fyrir leit.

Þá klippti lögreglan skráningarnúmer af sex bílum í dag, vegna vangoldinna trygginga eða vanræsklu á að mæta með bílinn í skoðun. Þar að auki voru þrjú minniháttar umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar í dag. Minniháttar meiðsli voru í einu þeirra þegar farþegi á vespu skarst á kálfa við að hann og ökumaðurinn duttu af vespunni. Farþeginn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×