Stefna að kvikmynd eftir Hrafninum Birta Björnsdóttir skrifar 29. maí 2016 12:29 Vilborg Davíðsdóttir. Til stendur að gera kvikmynd eftir Hrafninum, skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttir, sem gerist á Grænlandi á miðöldum. Höfundurinn segir spennandi tilhugsun að sjá söguna á hvíta tjaldinu en það gæti reynst flókið í framkvæmd. Meðal annars vegna þess að hún hafi skrifað inn í söguna hvert einasta dýr sem lifir á Grænlandi. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Bergsteinn Björgúlfsson og Ólafur Darri Ólafsson sem hafa hug á að gæða skáldsöguna Hrafninn, eftir Vilborgu Davíðsdóttir, lífi á hvíta tjaldinu. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur veitt fyrirtæki Bergsteins, styrk til handritsskrifa og er hann þegar byrjaður á verkinu. „Bergsteinn hafði samband við mig og sagði mér að hann væri búinn að marglesa þessa bók og hefði eiginlega bara alveg strax orðið heillaður af henni og fyndist hún henta mjög vel á hvíta tjaldið. Hún væri mjög sjónræn og myndræn,“ sagði höfundur Hrafnsins, Vilborg Davíðsdóttir.Dramatísk saga Hrafninn gerist á Grænlandi um miðja 15. öld og segir frá ungri inúítakonu, Naaju, sem er angakoq eða andakallari í þorpi við Diskóflóa og Íslendingnum Mikjáli frá Eystribyggð. Öðrum þræði fjallar Hrafninn um ráðgátuna um örlög norrænu byggðanna sem stofnað var til af landnemum frá Íslandi skömmu fyrir aldamótin 1000 en þær hurfu sporlaust í þoku tímans um fjórum öldum eftir leiðangur Eiríks rauða til Grænlands. „Þetta er mjög dramatísk saga og gerist á Grænlandi á miðöldum. Ef af þessu verður, verður þetta fokdýr mynd vegna þess að það er mjög mikið af dýrum. Ég held ég hafi sett í þessa bók hvert einasta dýr sem er á Grænlandi. Það eru hreindýr, sauðnaut, það er ísbjörn sem gerir árás á fólk og það eru rostungar, náhvalir og moskítóflugur.“ Aðspurð um hvernig tilfinning það sé að eiga von á því að sjá sögupersónur sínar og frásögn lifna við með þessum hætti segir Vilborg: „Það er mjög sérstök tilfinning og mjög spennandi. Ég geri mér grein fyrir því að bók er eitt verk og kvikmynd er eitthvað allt annað.“Teiknar heiminn skýrt Hrafninn kom út árið 2005 og var Vilborg tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina. „Þegar ég er að skrifa bók, þá sé ég allt sem gerist fyrir mér í kollinum á mér, eins og ég sé að horfa á kvikmynd. Nema það að ég stíg inn í hana. Þannig að ég legg mjög mikið upp úr því að teikna heiminn upp það skýrt, sérstaklega þegar um er að ræða framandi heim, að fólk eigi auðvelt með að sjá þetta fyrir sér, finna lyktina, ímynda sér hvernig er að snerta og svo framvegis. Finna hita og finna kulda.“ Þessa dagana á Auður djúpúðga hins vegar hug og hjarta Vilborgar. „Ég er komin ágætlega af stað við að skrifa síðustu bókina um Auði Djúpúðgu. Hún er komin út á sjó og það gengur á með miklum brotsjó. Stefnan er að koma henni út fyrir jólin 2017. Þetta tekur sinn tíma. Svona bækur gera það kannski enn frekar en aðrar, þar sem það er svo mikil rannsóknarvinna á bak við og ég vil gera þetta vel. Það er svolítið mikið atriði fyrir mér að vanda mig mjög mikið,“ segir Vilborg. Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira
Til stendur að gera kvikmynd eftir Hrafninum, skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttir, sem gerist á Grænlandi á miðöldum. Höfundurinn segir spennandi tilhugsun að sjá söguna á hvíta tjaldinu en það gæti reynst flókið í framkvæmd. Meðal annars vegna þess að hún hafi skrifað inn í söguna hvert einasta dýr sem lifir á Grænlandi. Það eru kvikmyndagerðarmennirnir Bergsteinn Björgúlfsson og Ólafur Darri Ólafsson sem hafa hug á að gæða skáldsöguna Hrafninn, eftir Vilborgu Davíðsdóttir, lífi á hvíta tjaldinu. Kvikmyndamiðstöð Íslands hefur veitt fyrirtæki Bergsteins, styrk til handritsskrifa og er hann þegar byrjaður á verkinu. „Bergsteinn hafði samband við mig og sagði mér að hann væri búinn að marglesa þessa bók og hefði eiginlega bara alveg strax orðið heillaður af henni og fyndist hún henta mjög vel á hvíta tjaldið. Hún væri mjög sjónræn og myndræn,“ sagði höfundur Hrafnsins, Vilborg Davíðsdóttir.Dramatísk saga Hrafninn gerist á Grænlandi um miðja 15. öld og segir frá ungri inúítakonu, Naaju, sem er angakoq eða andakallari í þorpi við Diskóflóa og Íslendingnum Mikjáli frá Eystribyggð. Öðrum þræði fjallar Hrafninn um ráðgátuna um örlög norrænu byggðanna sem stofnað var til af landnemum frá Íslandi skömmu fyrir aldamótin 1000 en þær hurfu sporlaust í þoku tímans um fjórum öldum eftir leiðangur Eiríks rauða til Grænlands. „Þetta er mjög dramatísk saga og gerist á Grænlandi á miðöldum. Ef af þessu verður, verður þetta fokdýr mynd vegna þess að það er mjög mikið af dýrum. Ég held ég hafi sett í þessa bók hvert einasta dýr sem er á Grænlandi. Það eru hreindýr, sauðnaut, það er ísbjörn sem gerir árás á fólk og það eru rostungar, náhvalir og moskítóflugur.“ Aðspurð um hvernig tilfinning það sé að eiga von á því að sjá sögupersónur sínar og frásögn lifna við með þessum hætti segir Vilborg: „Það er mjög sérstök tilfinning og mjög spennandi. Ég geri mér grein fyrir því að bók er eitt verk og kvikmynd er eitthvað allt annað.“Teiknar heiminn skýrt Hrafninn kom út árið 2005 og var Vilborg tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bókina. „Þegar ég er að skrifa bók, þá sé ég allt sem gerist fyrir mér í kollinum á mér, eins og ég sé að horfa á kvikmynd. Nema það að ég stíg inn í hana. Þannig að ég legg mjög mikið upp úr því að teikna heiminn upp það skýrt, sérstaklega þegar um er að ræða framandi heim, að fólk eigi auðvelt með að sjá þetta fyrir sér, finna lyktina, ímynda sér hvernig er að snerta og svo framvegis. Finna hita og finna kulda.“ Þessa dagana á Auður djúpúðga hins vegar hug og hjarta Vilborgar. „Ég er komin ágætlega af stað við að skrifa síðustu bókina um Auði Djúpúðgu. Hún er komin út á sjó og það gengur á með miklum brotsjó. Stefnan er að koma henni út fyrir jólin 2017. Þetta tekur sinn tíma. Svona bækur gera það kannski enn frekar en aðrar, þar sem það er svo mikil rannsóknarvinna á bak við og ég vil gera þetta vel. Það er svolítið mikið atriði fyrir mér að vanda mig mjög mikið,“ segir Vilborg.
Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Fleiri fréttir Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Sjá meira