Innlent

Efins um breytt lögreglunám

Sveinn Arnarson skrifar
Í Lögregluskólla ríkisins.
Í Lögregluskólla ríkisins.
Landssamband lögreglumanna hefur áhyggjur af því að fyrirhugaðar breytingar á námi lögreglumanna auki enn á þá miklu manneklu sem fyrir er í lögregluliði landsins.

Breyta á lögreglunáminu á þann veg að það verður fært yfir á háskólastig og gert að tveggja ára námi í stað eins árs líkt og nú er. Því verður enginn útskriftarárgangur árið 2017.

Til samanburðar hefur lögreglan í Reykjavík einni auglýst eftir 20 lögreglumönnum en lögregluskólinn útskrifar aðeins sextán lögreglumenn í september á þessu ári.

„Við höfum bent yfirvöldum á það að þetta er óheppileg tímasetning. Á meðan höfum við horft upp á mikinn niðurskurð hjá lögreglunni og það sárvantar lögreglumenn til starfa. Þannig mun þetta aðeins auka á vandann,“ segir Snorri Magnússon, formaður LL. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×