SÁÁ og lýðheilsan Arnþór Jónsson skrifar 14. júlí 2016 07:00 Stærstu tíðindi síðasta árs í heilbrigðismálum þjóðarinnar voru fréttirnar af átaki til útrýmingar á lifrarbólgu C úr íslensku samfélagi. Lifrarbólga er sá smitsjúkdómur sem veldur flestum dauðsföllum í heiminum og deyja nú fleiri úr lifrarbólgu en alnæmi, berklum og malaríu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem byggð er á tölfræðiupplýsingum frá 183 löndum og RÚV greindi frá 7. júlí síðastliðinn. Dauðsföll vegna sýkinga, lifrarsjúkdóma og lifrarkrabbameins sem rekja má til lifrarbólgu hafa í þessum 183 löndum, aukist um 63% frá árinu 1990. Á sama tíma og lifrarbólgufaraldur geisar í flestum löndum heims eru Íslendingar í allt annarri og betri stöðu. Ástæðuna má rekja til þess að lyfjafyrirtækið Gilead hefur gefið öllum Íslendingum, sem smitaðir eru af lifrarbólgu C-veirunni, lyf að verðmæti um 10 milljarða króna. Á móti leggur SÁÁ fram gagnagrunn með um 900 lifrarbólgu C-smitaða einstaklinga, sem er allur þorri þeirra tilfella af lifrarbólgu C sem greinst hefur hér á landi. Á Sjúkrahúsinu Vogi hefur frá árinu 1989 verið skimað fyrir lifrarbólgu C hjá öllum innrituðum sjúklingum sem hafa sprautað sig með vímuefnum í æð. Skimunarþjónustan hefur í meira en tvo áratugi verið rekin fyrir eigin reikning SÁÁ og kostuð með sjálfsaflafé samtakanna, þar á meðal greining blóðsýna á rannsóknarstofu Landspítalans. Það er einsdæmi í heiminum að næstum allir smitaðir einstaklingar í heilu samfélagi hafi fengið skimun og jafnnákvæma greiningu og raunin er hér. Lyfjafyrirtækið sér í þessari aðstöðu fram á ómetanlega auglýsingu fyrir virkni og gæði lyfsins ef tekst að uppræta smitið hjá heilli þjóð.Ungmenni á Vogi Í gegnum tíðina er það einkum tvennt sem SÁÁ hefur verið gagnrýnt fyrir. Endurinnlagnir veikustu sjúklinganna er annað og meðferðarþjónusta fyrir ungmenni er hitt. Sem betur fer hafa augu flestra opnast fyrir nauðsyn skaðaminnkunarþjónustu fyrir veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingana á meðan meðferðarþjónusta fyrir ungmenni er enn litin hornauga af sumum. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins kemur fram í ritstjórnargrein að á árunum 1996-2015 leituðu 2.853 einstaklingar sem voru 19 ára eða yngri sér meðferðar hjá SÁÁ í fyrsta sinn. Úr þessum hópi hafa 678 einstaklingar sprautað vímuefnum í æð og 237 hafa fengið lifrarbólgu C. Nú þegar hefur komið í ljós að a.m.k. 168 þessara einstaklinga þurfa áðurnefnda lyfjameðferð. Allar líkur eru á því að SÁÁ takist að kalla inn þessa ungu einstaklinga og létta af þeim þessu áfalli og þunga hlassi með lyfjagjöfinni. Áhugahvöt unglinga til að breyta vímuefnaneyslunni er oft lítil til að byrja með og því er meginmarkmið meðferðar SÁÁ fyrir þennan unga sjúklingahóp að fleyta honum í gegnum slysa- og sýkingahættur þar til nægur samstarfsvilji skapast til markvissrar meðferðar. Ungmenni fá hvergi annars staðar álíka þjónustu hér á landi. Gætum að því að ekkert heilbrigðisvandamál er jafnalgengt og hættulegt fyrir unglinga og notkun vímuefna. Gleðjumst yfir því að okkur hefur gengið þokkalega vel í glímunni við þennan flókna heilbrigðisvanda og að ástandið hér er betra en víðast annars staðar. Höldum samt vöku okkar því þótt vímuefnavandi ungmenna sérstaklega virðist hafa minnkað síðustu ár er ekkert fast í hendi þegar kemur að unga fólkinu okkar. Það er stutt á milli hláturs og gráts.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stærstu tíðindi síðasta árs í heilbrigðismálum þjóðarinnar voru fréttirnar af átaki til útrýmingar á lifrarbólgu C úr íslensku samfélagi. Lifrarbólga er sá smitsjúkdómur sem veldur flestum dauðsföllum í heiminum og deyja nú fleiri úr lifrarbólgu en alnæmi, berklum og malaríu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem byggð er á tölfræðiupplýsingum frá 183 löndum og RÚV greindi frá 7. júlí síðastliðinn. Dauðsföll vegna sýkinga, lifrarsjúkdóma og lifrarkrabbameins sem rekja má til lifrarbólgu hafa í þessum 183 löndum, aukist um 63% frá árinu 1990. Á sama tíma og lifrarbólgufaraldur geisar í flestum löndum heims eru Íslendingar í allt annarri og betri stöðu. Ástæðuna má rekja til þess að lyfjafyrirtækið Gilead hefur gefið öllum Íslendingum, sem smitaðir eru af lifrarbólgu C-veirunni, lyf að verðmæti um 10 milljarða króna. Á móti leggur SÁÁ fram gagnagrunn með um 900 lifrarbólgu C-smitaða einstaklinga, sem er allur þorri þeirra tilfella af lifrarbólgu C sem greinst hefur hér á landi. Á Sjúkrahúsinu Vogi hefur frá árinu 1989 verið skimað fyrir lifrarbólgu C hjá öllum innrituðum sjúklingum sem hafa sprautað sig með vímuefnum í æð. Skimunarþjónustan hefur í meira en tvo áratugi verið rekin fyrir eigin reikning SÁÁ og kostuð með sjálfsaflafé samtakanna, þar á meðal greining blóðsýna á rannsóknarstofu Landspítalans. Það er einsdæmi í heiminum að næstum allir smitaðir einstaklingar í heilu samfélagi hafi fengið skimun og jafnnákvæma greiningu og raunin er hér. Lyfjafyrirtækið sér í þessari aðstöðu fram á ómetanlega auglýsingu fyrir virkni og gæði lyfsins ef tekst að uppræta smitið hjá heilli þjóð.Ungmenni á Vogi Í gegnum tíðina er það einkum tvennt sem SÁÁ hefur verið gagnrýnt fyrir. Endurinnlagnir veikustu sjúklinganna er annað og meðferðarþjónusta fyrir ungmenni er hitt. Sem betur fer hafa augu flestra opnast fyrir nauðsyn skaðaminnkunarþjónustu fyrir veikustu áfengis- og vímuefnasjúklingana á meðan meðferðarþjónusta fyrir ungmenni er enn litin hornauga af sumum. Í nýjasta tölublaði Læknablaðsins kemur fram í ritstjórnargrein að á árunum 1996-2015 leituðu 2.853 einstaklingar sem voru 19 ára eða yngri sér meðferðar hjá SÁÁ í fyrsta sinn. Úr þessum hópi hafa 678 einstaklingar sprautað vímuefnum í æð og 237 hafa fengið lifrarbólgu C. Nú þegar hefur komið í ljós að a.m.k. 168 þessara einstaklinga þurfa áðurnefnda lyfjameðferð. Allar líkur eru á því að SÁÁ takist að kalla inn þessa ungu einstaklinga og létta af þeim þessu áfalli og þunga hlassi með lyfjagjöfinni. Áhugahvöt unglinga til að breyta vímuefnaneyslunni er oft lítil til að byrja með og því er meginmarkmið meðferðar SÁÁ fyrir þennan unga sjúklingahóp að fleyta honum í gegnum slysa- og sýkingahættur þar til nægur samstarfsvilji skapast til markvissrar meðferðar. Ungmenni fá hvergi annars staðar álíka þjónustu hér á landi. Gætum að því að ekkert heilbrigðisvandamál er jafnalgengt og hættulegt fyrir unglinga og notkun vímuefna. Gleðjumst yfir því að okkur hefur gengið þokkalega vel í glímunni við þennan flókna heilbrigðisvanda og að ástandið hér er betra en víðast annars staðar. Höldum samt vöku okkar því þótt vímuefnavandi ungmenna sérstaklega virðist hafa minnkað síðustu ár er ekkert fast í hendi þegar kemur að unga fólkinu okkar. Það er stutt á milli hláturs og gráts.Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun