Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 5. september 2025 16:01 Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Sjá meira
Í frétt á RÚV 4. september kom fram að sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi og að sjálfsvíg hafi aukist meðal ungra kvenna. Það eru skelfilegar fréttir sem við sem fullorðið fólk verðum að taka alvarlega. Spurningin sem ég sit eftir með er hvað veldur þessari miklu vanlíðan hjá unga fólkinu okkar og hver er leiðin út úr myrkrinu? Til að fá raunhæfa mynd af stöðunni verðum við að horfa á allar breytur. Þar á meðal hvernig við fullorðna fólkið tölum saman. Við rífumst opinberlega á samfélagsmiðlum um fjölda kynja sem sumir segja þau tvö, aðrir hundruð og unga fólkið okkar horfir á okkur rífast í stað þess að sjá okkur ræða málefnalega. Þetta er ekki hjálplegt á mótunarárum þeirra. Ég tek sjálfur ábyrgð, ég hef líka verið sekur um að „þrátta“ í þessum umræðum. Unga fólkið okkar á betra skilið. Þau þurfa fyrirmyndir sem geta rætt ágreining málefnalega, ekki ráðist að þeim sem spyrja eða þagga niður sjónarmið. Allt sem við gerum í dag endurspeglast í framtíðinni, þau mótast af okkar hegðun. Ég átti nýlega samtal við unga manneskju sem hafði lært í kynjafræði að kynin væru yfir hundrað, en í líffræði að þau væru tvö. Þetta misræmi sýnir hversu ruglandi skilaboð unga fólkið fær, jafnvel frá sama skólanum. Er þá skrýtið að þau finni fyrir óöryggi og ringulreið? Ég er ekki að segja að umræðan um fjölda kynja valdi sjálfsvígum. En það sem ég er að segja er þetta: ef við viljum draga úr vanlíðan ungs fólks þurfum við að hætta að rífast og byrja að ræða af virðingu. Við erum þeirra fyrirmyndir. Ég er ekki að taka afstöðu hér, heldur að hvetja okkur öll til að vanda okkur. Má bjóða þér að taka þátt í þessu samtali, málefnalega og af virðingu, með velferð barna að leiðarljósi? Þannig getum við allavega sagt að við höfum reynt! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar