Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa 5. september 2025 09:02 Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi. Við lifum á umbreytingatímum. Umhverfisváin, tæknibyltingin og vaxandi félagslegur ójöfnuður kallar á nýja sýn á menntun. Sýn sem nær dýpra en mælanleg próf og excel skjöl. Á tímum þegar við ættum að endurmóta menntakerfið okkar í takt við breyttan heim ýta tillögur borgarfulltrúanna okkur aftur inn í hugarheim 20. aldarinnar. Hugarheim þar sem virði barns er fært niður í einkunn. Þar sem hæfileikar sem falla utan þröngra mælikvarða eru faldir frekar en fagnað. Að mæla það sem skiptir máli Í heimi þar sem gervigreind getur gert samantektir, skrifað texta og reiknað dæmi á nokkrum sekúndum, verður að efla færni barna á þeim sviðum sem vélar eiga erfitt með: að skilja samhengi og tilgang, að vega siðferðileg álitaefni og að byggja upp traust og góð samskipti við aðra. Falsfréttir og upplýsingaóreiða dynja á okkur, oft er flókið að átta sig á hvað er rétt eða rangt. Til þess þarf hæfni, til að greina, vera forvitin og spyrja spurninga. Ekki bara að standa sig í prófum. Rannsóknir menntunarfræðinga sýna að þó að stöðluð próf gefi gagnlegar upplýsingar um ákveðna þætti, þá vanmeta þau oft þá flóknu og opnu hugsunarferla sem eru nauðsynlegir fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Matskerfi sem ná ekki utan um þá djúpu, skapandi og gagnrýnu hugsun sem verður æ mikilvægari nú þegar þróun gervigreindar fleygir fram, gefa okkur ekki bara skakka mynd af stöðu barnana okkar, heldur geta verið þeim skaðleg. Hvað gerist þegar tölustafur ákveður virði? Við vitum að samræmd próf auka kvíða, samkeppni og útilokun. Börn með námsörðugleika, börn sem hafa íslensku ekki að móðurmáli, börn sem hugsa öðruvísi, þau eru skilin eftir. Þeim er sagt, með tölum, nákvæmlega hvernig þau eru ekki að standa sig. Við vitum líka að slík kerfi þrengja námsskrána, grafa undan faglegu frelsi kennara og námsgleði nemenda. Hætta er á því að áhersla nemenda verði á að læra að taka próf og að áhersla kennara verði á að þjálfa þau í að taka próf. Frekar en að grípa áhuga nemenda, fara á dýptina og kenna þeim að takast á við fjölbreytt námsefni. Sumir segja að án samræmdra prófa getum við ekki borið saman skóla. En spurningin er: viljum við kerfi sem ber saman skóla, eða kerfi sem hjálpar hverju barni að bæta sig? Þegar niðurstöður prófa verða helsti drifkrafturinn í stefnumótun menntamálayfirvalda er skólum stjórnað af tölum og komið er fram við nemendur eins og þeir séu gagnapunktar en ekki fólk. Mat sem þjónar barninu Heildræn matskerfi eru nú þegar notuð víða í skólum Reykjavíkur. Um er að ræða mun ítarlegri og gagnsærri endurgjöf heldur en talnakerfi sem hjálpar til við að skilja styrkleika og vaxtartækifæri nemenda í víðara samhengi. Hæfni og greind eru ekki fastar stærðir, heldur þróast með æfingu, viðleitni og uppbyggilegri endurgjöf. Með því að veita slíka endurgjöf reglulega, eflum við seiglu og áhuga. Nemendur gefast síður upp og líta á mistök sem tækifæri til að læra. Þetta er lykilþáttur í námsárangri sem mælist ekki með tölum. En þetta er ekki val milli mælinga og mats annars vegar og ekkert hins vegar. Þetta er val um hvort við notum 20. aldar verkfæri eða 21. aldar nálgun - hvort við mælum til að raða og flokka, eða mælum til að skilja og styðja. Höldum áfram að mæla mikilvægustu grunnfærnina, lesskilning og talnalæsi, en við þurfum líka að meta vellíðan, samvinnu, tilfinningagreind, gagnrýna og skapandi hugsun. Allt það sem skilur okkur frá gervigreindinni. Tími til að hugsa stærra Við þurfum ekki fleiri tölur. Við þurfum meiri dýpt. Vegna þess að menntun snýst ekki um að framleiða, hún snýst um að frelsa. Að frelsa hugsunina, röddina og möguleikana sem búa í hverju barni. Menntun á ekki að snúast um að móta nemendur fyrir vinnumarkaðinn, hún á að snúast um að efla sjálfstæði, sköpun og tengsl í flóknum, síbreytilegum heimi - að valdefla nemendur til að móta vinnumarkaðinn. Slík áherslubreyting krefst þess að við höldum áfram að hanna ný matskerfi og fjárfesta í fræðslu, innleiðingu og eftirfylgni þeirra. Á sama tíma og við fjárfestum í raunverulegu svigrúmi og stuðningi fyrir kennara og nemendur. Heildrænar matsaðferðir spretta ekki upp úr engu, þær þurfa rými til að þroskast og eiga rætur í faglegu frelsi. Að undirbúa börnin okkar fyrir framtíðina er besta fjárfestingin sem samfélagið getur gert. Hún skilar sér í heilbrigðari einstaklingum, sterkara samfélagi og öflugra lýðræði. Tillögur þess efnis að fjölga prófum og mæla yfirborðskenndan árangur kunna að vera knúnar áfram af löngun til að bregðast við raunverulegu vandamáli, en þær bjóða upp á rangt svar. Þær svara framtíðinni með verkfærum fortíðarinnar. Við getum, og verðum, að gera betur. Annar höfunda er borgarfulltrúi Pírata, báðir eru áhugamanneskjur um mannvænt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Píratar Skóla- og menntamál Grunnskólar Halldóra Mogensen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sem kalla eftir endurkomu námsmatskerfa fortíðarinnar. Þeir vilja endurvekja samræmd próf og einkunnarskalann 1-10. Kerfi sem raðar, mælir og flokkar börnin okkar eftir tölum. Eins og þau séu framleiðsluvörur á færibandi. Við lifum á umbreytingatímum. Umhverfisváin, tæknibyltingin og vaxandi félagslegur ójöfnuður kallar á nýja sýn á menntun. Sýn sem nær dýpra en mælanleg próf og excel skjöl. Á tímum þegar við ættum að endurmóta menntakerfið okkar í takt við breyttan heim ýta tillögur borgarfulltrúanna okkur aftur inn í hugarheim 20. aldarinnar. Hugarheim þar sem virði barns er fært niður í einkunn. Þar sem hæfileikar sem falla utan þröngra mælikvarða eru faldir frekar en fagnað. Að mæla það sem skiptir máli Í heimi þar sem gervigreind getur gert samantektir, skrifað texta og reiknað dæmi á nokkrum sekúndum, verður að efla færni barna á þeim sviðum sem vélar eiga erfitt með: að skilja samhengi og tilgang, að vega siðferðileg álitaefni og að byggja upp traust og góð samskipti við aðra. Falsfréttir og upplýsingaóreiða dynja á okkur, oft er flókið að átta sig á hvað er rétt eða rangt. Til þess þarf hæfni, til að greina, vera forvitin og spyrja spurninga. Ekki bara að standa sig í prófum. Rannsóknir menntunarfræðinga sýna að þó að stöðluð próf gefi gagnlegar upplýsingar um ákveðna þætti, þá vanmeta þau oft þá flóknu og opnu hugsunarferla sem eru nauðsynlegir fyrir virka þátttöku í lýðræðislegu samfélagi. Matskerfi sem ná ekki utan um þá djúpu, skapandi og gagnrýnu hugsun sem verður æ mikilvægari nú þegar þróun gervigreindar fleygir fram, gefa okkur ekki bara skakka mynd af stöðu barnana okkar, heldur geta verið þeim skaðleg. Hvað gerist þegar tölustafur ákveður virði? Við vitum að samræmd próf auka kvíða, samkeppni og útilokun. Börn með námsörðugleika, börn sem hafa íslensku ekki að móðurmáli, börn sem hugsa öðruvísi, þau eru skilin eftir. Þeim er sagt, með tölum, nákvæmlega hvernig þau eru ekki að standa sig. Við vitum líka að slík kerfi þrengja námsskrána, grafa undan faglegu frelsi kennara og námsgleði nemenda. Hætta er á því að áhersla nemenda verði á að læra að taka próf og að áhersla kennara verði á að þjálfa þau í að taka próf. Frekar en að grípa áhuga nemenda, fara á dýptina og kenna þeim að takast á við fjölbreytt námsefni. Sumir segja að án samræmdra prófa getum við ekki borið saman skóla. En spurningin er: viljum við kerfi sem ber saman skóla, eða kerfi sem hjálpar hverju barni að bæta sig? Þegar niðurstöður prófa verða helsti drifkrafturinn í stefnumótun menntamálayfirvalda er skólum stjórnað af tölum og komið er fram við nemendur eins og þeir séu gagnapunktar en ekki fólk. Mat sem þjónar barninu Heildræn matskerfi eru nú þegar notuð víða í skólum Reykjavíkur. Um er að ræða mun ítarlegri og gagnsærri endurgjöf heldur en talnakerfi sem hjálpar til við að skilja styrkleika og vaxtartækifæri nemenda í víðara samhengi. Hæfni og greind eru ekki fastar stærðir, heldur þróast með æfingu, viðleitni og uppbyggilegri endurgjöf. Með því að veita slíka endurgjöf reglulega, eflum við seiglu og áhuga. Nemendur gefast síður upp og líta á mistök sem tækifæri til að læra. Þetta er lykilþáttur í námsárangri sem mælist ekki með tölum. En þetta er ekki val milli mælinga og mats annars vegar og ekkert hins vegar. Þetta er val um hvort við notum 20. aldar verkfæri eða 21. aldar nálgun - hvort við mælum til að raða og flokka, eða mælum til að skilja og styðja. Höldum áfram að mæla mikilvægustu grunnfærnina, lesskilning og talnalæsi, en við þurfum líka að meta vellíðan, samvinnu, tilfinningagreind, gagnrýna og skapandi hugsun. Allt það sem skilur okkur frá gervigreindinni. Tími til að hugsa stærra Við þurfum ekki fleiri tölur. Við þurfum meiri dýpt. Vegna þess að menntun snýst ekki um að framleiða, hún snýst um að frelsa. Að frelsa hugsunina, röddina og möguleikana sem búa í hverju barni. Menntun á ekki að snúast um að móta nemendur fyrir vinnumarkaðinn, hún á að snúast um að efla sjálfstæði, sköpun og tengsl í flóknum, síbreytilegum heimi - að valdefla nemendur til að móta vinnumarkaðinn. Slík áherslubreyting krefst þess að við höldum áfram að hanna ný matskerfi og fjárfesta í fræðslu, innleiðingu og eftirfylgni þeirra. Á sama tíma og við fjárfestum í raunverulegu svigrúmi og stuðningi fyrir kennara og nemendur. Heildrænar matsaðferðir spretta ekki upp úr engu, þær þurfa rými til að þroskast og eiga rætur í faglegu frelsi. Að undirbúa börnin okkar fyrir framtíðina er besta fjárfestingin sem samfélagið getur gert. Hún skilar sér í heilbrigðari einstaklingum, sterkara samfélagi og öflugra lýðræði. Tillögur þess efnis að fjölga prófum og mæla yfirborðskenndan árangur kunna að vera knúnar áfram af löngun til að bregðast við raunverulegu vandamáli, en þær bjóða upp á rangt svar. Þær svara framtíðinni með verkfærum fortíðarinnar. Við getum, og verðum, að gera betur. Annar höfunda er borgarfulltrúi Pírata, báðir eru áhugamanneskjur um mannvænt samfélag.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun