Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 5. september 2025 08:02 Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lúðvíksdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Sjá meira
Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar