Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar 5. september 2025 14:32 Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í héraðinu Pampanga á Filippseyjum er við lýði sérstök og heldur öfgafull páskahefð. Þar má sjá menn bera stóra viðarkrossa eftir fjölförnum götum. Fast á hæla þeirra fylgir fjöldi manna sem slær sig ítrekað með svipum á blóði drifinn hátt. Að göngunni lokinni eru þeir sem bera krossana krossfestir. Með þessari iðju vona þeir að Guð sjái aumur á þeim og fyrirgefi syndir þeirra. Líklega munu fæstir sjónarvottar telja þessa hegðun bera merki um skynsemi eða andlegt heilbrigði. Sjálfshýðingar af þessu tagi eru raunar þekktar allt frá miðöldum, sérstaklega meðal munka og einsetumanna. Líkamlegt eðli þessara athafna gerir skaðsemina augljósa. Í öðru samhengi, við atferli sem mætti kalla sálræna sjálfshýðingu, er skaðsemin kannski ekki jafn augljós. Um öll Vesturlönd má finna einstaklinga sem iðka sálrænar sjálfshýðingar. Þær byggja á rótgróinni og hamlandi sektarkennd sem getur litað allt líf einstaklingsins. Áður en lengra er haldið er vert að taka fram að sektarkennd getur verið eðlileg upplifun ef, og aðeins ef, einstaklingur (eða stofnun sem einstaklingurinn ber ábyrgð á) hefur raunverulega gert eitthvað á hlut einhvers. Í því tilfelli getur sektarkenndin drifið einstaklinginn áfram til að leita sátta og þannig haft jákvæð áhrif. Þessi grein fjallar ekki um þessa tegund sektarkenndar, heldur fjallar hún um fyrirbæri sem mætti kalla „samfélagslega sektarkennd“. Utanaðkomandi sektarkennd Samfélagsleg sektarkennd er viðvarandi sektarkennd vegna fyrirbæra sem einstaklingurinn ber ekki persónulega ábyrgð á. Hún er til komin vegna utanaðkomandi áhrifa, hvort sem það er frá fjölmiðlum, trúfélögum eða aðstandendum. Þeir sem reyna að höfða til sektarkenndar fólks eru fyllilega meðvitaðir um að það er auðveldara að stjórna sakbitnu fólki. Því miður virðast margir vera haldnir sektarkennd yfir hlutum sem þeir bera ekki ábyrgð á, til dæmis meðfæddri samfélagsstöðu, loftslagsbreytingum og sögulegri arfleifð. Það er athyglisvert að þetta fyrirbæri er nær eingöngu að finna á Vesturlöndum, sérstaklega hvað viðkemur sögulegri arfleifð. Hvort sem það er vegna þrælahalds, nýlendustefnu eða kynjamisréttis, reyna margir Vesturlandabúar stöðugt að friðþægja fyrir meintar syndir fortíðarinnar. Rússar, Kínverjar og Arabar, svo fá dæmi séu nefnd, hafa alveg jafn myrka sögu og Vesturlönd, fulla af þrælahaldi, nýlendustefnu og kynjamisrétti. Sektarkennd vegna sögunnar þekkist hins vegar ekki meðal þessara þjóða. Sekt og ábyrgð Á ákveðnum tímapunkti gerði ég mér grein fyrir að ég glímdi við mikla samfélagslega sektarkennd. Eftir að hafa íhugað málið vel gerði ég mér grein fyrir því að sektarkenndin var innrætt, ekki sjálfsprottin, og hafði haft skaðleg áhrif á andlega líðan mína. Staðreyndin er sú að við berum ekki ábyrgð á því hvar og hvenær við fæðumst, eða inn í hvaða þjóðfélagshóp. Það ætti að segja sig sjálft að við getum ekki borið sekt vegna einhvers sem við berum ekki ábyrgð á. Það er því algjörlega ómaklegt að leggjast í andlegar sjálfshýðingar yfir því. Sá sem býr við stöðuga sektarkennd er andlega í sárum, ekkert síður en að sá sem hefur húðstrýkt sig til blóðs er líkamlega í sárum. Trúlega gera margir sér ekki grein fyrir að þeir séu haldnir ómaklegri sektarkennd. Til að komast að því gætir þú, lesandi góður, spurt sjálfan þig áleitinna spurninga, til dæmis: „Tel ég mig persónulega ábyrgan fyrir loftslagsbreytingum?“ „Hef ég sektarkennd yfir því að búa í háþróuðum hluta heimsins?“ „Skammast ég mín fyrir sögu mína og menningu?“ Ef þú svarar einhverri þessara spurninga játandi ertu haldinn ómaklegri sektarkennd. Staðreyndin er sú að þú ættir ekki að upplifa sektarkennd yfir neinum þessara hluta. Það getur tekið tíma og fyrirhöfn en það er hægt að segja skilið við þessa tilfinningu, annað hvort á eigin spýtur eða með hjálp fagaðila. Þér mun líða betur ef það tekst. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun