Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir, Esther Ösp Valdimarsdóttir og Snædís Sunna Thorlacius skrifa 5. september 2025 14:03 Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Gaza borg á sér 5000 ára sögu og er því ein af elstu borgum heims. Hún var mikilvæg á verslunarleiðinni milli Egyptalands og Levant-héraðsins og er menning fólksins í Palestínu einstaklega rík, þrátt fyrir áratuga umsátur, stríð og eyðileggingu sem hefur stigmagnast á undanförnum árum. Nú horfum við upp á hryllilegt þjóðarmorð þar sem íbúar Palestínu eru drepnir skipulega og miskunnarlaust og markvisst er unnið að því að þurrka út sögu þeirra og menningu. UNESCO gaf út skýrslu 28. maí síðastliðinn um þá minjastaði á Gaza sem orðið hafa fyrir skemmdum eða gjöreyðileggingu af völdum Ísraelshers frá 7. október 2023. Á listanum eru 110 minjastaðir; allt frá forn-Egypskum byggðum, rómverskum grafreitum, höfnum, mörkuðum, köstulum, moskum og kirkjum frá miðöldum, til safna og bókasafna sem hýstu muni og rit sem endurspegluðu ríka sögu og menningu svæðisins um árþúsunda skeið. Genfarsáttmálinn eru alþjóðleg mannúðarlög sem eiga að vernda fólk á ófriðarsvæðum sem ekki tekur beinan þátt í átökum. Þennan alþjóðasáttmála hefur ríkisstjórn Ísraels margbrotið gagnvart Palestínu með árásum sínum á saklaust fólk, en samkvæmt honum er einnig ólöglegt að ráðast á sögulegar minjar, listaverk eða tilbeiðslustaði í stríði. Ástæður þess eru fjölþættar; í fyrsta lagi er samkvæmt lögum bannað að gera árásir á hluti og staði sem ekki hafa hernaðarlegt gildi. Auk þess miða slíkar árásir að því að þurrka út sjálfsmynd og sögu ákveðins hóps. Eyðilegging staða á borð við Great Omari-moskuna (frá 7. öld) og St. Porphyrius-kirkjuna (frá 5. öld) á Gaza er því ekki aðeins árás á byggingar heldur einnig á sögu, trúarlega sjálfsmynd og menningararf heillar þjóðar. Sáttmálinn nær þó ekki yfir óáþreifanlegan menningararf þjóðarinnar, en í Palestínu er rík kveðskaparlist og þar eru sagðar sagnir og goðsögur sem tengjast staðbundnu landslagi, hafinu, ólífutrjám og fornum minjum. Í Palestínu eru hefðir og siðir sem tengjast hátíðarhöldum, söngvum og tónlist. Íbúar í Palestínu eru þekktir fyrir handverk og listir eins og tatreez útsaum, keramik, tréútskurð og stórbrotna og fjölbreytta matarmenningu. Menning Palestínu hefur jafnframt mótast af endurtekinni eyðileggingu og endurbyggingu. Samtímalist, til dæmis á Gaza, hefur verið mikilvægt andspyrnutæki. Málarar, skáld og tónlistarmenn nýta listina til að segja sögur, veita mótspyrnu og miðla daglegu lífi í umsátursástandi. Það segir sig þó sjálft að menningin og hefðirnar lifa ekki án fólksins sem iðkar þær. Þegar fólk er drepið, svelt og rekið á flótta tapast svo ótrúlega margt sem verður aldrei endurheimt. Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á aðgerðarleysi stjórnvalda þegar heil þjóð, menning hennar og saga er þurrkuð út. Það verður að stöðva þjóðarmorðið í Palestínu. Það er mikilvægt að hætta ekki að hafa hátt. Sjáumst á samstöðufundinum á laugardag. Höfundar eru Dagrún Ósk Jónsdóttir formaður Félags þjóðfræðinga á Íslandi, Esther Ösp Valdimarsdóttir stjórnarkona Félags mannfræðinga og Snædís Sunna Thorlacius formaður Félags fornleifafræðinga
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar