Ást og hatur í 100 ár Frosti Ólafsson skrifar 27. september 2016 07:00 Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi einsog sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efnahagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren symfónían, skelkur landsbygðarinnar.Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagnsemi þáverandi landbúnaðarstefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis samþykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Fulltrúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnurekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúabænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingarinnar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum.Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endurspeglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á samráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar landbúnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjanleika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingismenn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endurskoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbúnað. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbúnaðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Uppúr 1914 kvöddu bændur það eldforna búskaparlag frumstæðra þjóða að nytja sauðfé sem mjólkurpeníng. Þó ótrúlegt sé rækta þeir það enn til kjöts og reyna síðan að troða kjötinu með ríkismeðgjöf uppá útlendinga sem fúlsa við því. Þessi bitvargur, sauðkindin, hefur gegnum tíðina gert úr Íslandi það land sem svo er spilt af mannavöldum að ekkert annað evrópuland kemst þar í hálfkvisti. Einginn einstakur skaðvaldur hefur spilt Íslandi einsog sauðkindin. Sauðfjárbúskapur tilheyrir altöðru menníngarstigi og efnahagskerfi en íslendingar búa við nú á dögum, og á einsog háttar til núna meira skylt við skemtun eða sport en landbúnað sem takandi sé mark á, enda ekki fjármagnaður af þeim sem stunda hann fremuren symfónían, skelkur landsbygðarinnar.Vinnubrögð og umræða sem engum gagnast Framangreindur texti er ekki skrifaður í kjölfar nýsamþykktra búvörulaga. Árið 1975 gaf Halldór Laxness út æskuminningar sínar í bókinni Í túninu heima. Þar reifar hann þessa skoðun sína á gagnsemi þáverandi landbúnaðarstefnu. Innihald og tónn textans á þó margt sammerkt með þeirri orðræðu sem hefur sprottið upp eftir að 19 þingmenn Alþingis samþykktu ný búvörulög. Með öðrum orðum þá ríkir engu meiri sátt um íslenskan landbúnað en á þeim tíma sem nóbelskáldið gaf út bók sína. Sjaldan hefur Alþingi samþykkt lög sem mættu andstöðu jafn breiðs hóps hagsmunaaðila. Fulltrúar neytenda, skattgreiðenda, launþega, umhverfisverndar, samkeppnissjónarmiða, atvinnurekenda og viðskiptafrelsis lýstu sig allir andsnúna samningunum. Um 40% sauðfjárbænda höfnuðu samningunum auk fjórðungs kúabænda. Þá voru um fjórum sinnum fleiri andvígir samningunum en hlynntir meðal almennings samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Það voru ekki síst vinnubrögð stjórnvalda og bændahreyfingarinnar í aðdraganda samninganna sem sættu gagnrýni. Með því að endurnýja alla samninga samtímis gafst einstakt tækifæri til að marka heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum. Í stað þess að vinna að slíkri endurskoðun í breiðu samstarfi við helstu hagsmunaaðila var um lokaða samningagerð bænda og landbúnaðarráðuneytis að ræða. Afleiðing þessara vinnubragða er heiftúðleg umræða þar sem tekist er á um réttmæti samninganna í stað framtíðarstefnu í landbúnaði. Slíkt gagnast engum.Verður tækifærið nýtt eftir þrjú ár? Landbúnaður þarf ekki að vera áframhaldandi ágreiningsefni langt fram á þessa öld. Líkt og víða annars staðar nýtur hefðbundinn landbúnaður almennrar velvildar og flestir eru tilbúnir að styðja við atvinnugreinina með einhverjum hætti. Sú dilkadregna umræða sem einkennir landbúnaðarmál endurspeglar fyrst og fremst óánægju með vinnubrögð og skort á samráði. Uppgangur ferðaþjónustu og breyttar neysluvenjur skapa mikil tækifæri til nútímavæðingar landbúnaðarkerfisins. Í stað þess að steypa atvinnugreinina í fast mót ætti að vera unnt að auka sveigjanleika og nýbreytni, öllum til heilla. Atvinnuveganefnd og alþingismenn brugðust hlutverki sínu við breytingar á búvörulögum í meðförum þingsins. Í stað þess að tryggt væri gagnkvæmt endurskoðunarákvæði virðast bændur hafa alla þræði á sinni hendi. Það eru ámælisverð vinnubrögð í ljósi yfirlýsinga um þjóðarsamtal og sátt um samningana. Til að færa umræðu um framtíð landbúnaðar í réttan farveg þarf bændaforystan að sýna kjark og líta á endurskoðun samninganna árið 2019 sem gagnkvæmt ákvæði. Tækifæri til umbóta eru sannarlega til staðar og þau þarf að nýta. Það vilja allir elska íslenskan landbúnað. Það er bara mjög erfitt þegar vinnubrögð við mörkun landbúnaðarstefnu bera merki hatrammrar sérhagsmunabaráttu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar