Will Ferrell einn eigenda nýs MLS-liðs: „Þetta er ekki grín“ | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. janúar 2016 08:00 Will Ferrell kynnti nýjan jólasvein í viðtalsþætti Jimmy Fallon í desember. vísir/getty Nýtt MLS-lið var formlega kynnt til leiks í gær en það er annað liðið í Los Angeles og heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Einn eigenda liðsins er Will Ferrell, einn allra vinsælasti grínisti og leikari Bandaríkjanna. Hann er mikill áhugamaður um fótbolta og spilaði sjálfur á yngri árum. „Þetta er ekki grín. Ég er í alvöru hluti af þessum eigendahóp. Ég hef aldrei átt hlut í neinu nema Toyota Camry '84 með bróður mínum,“ sagði Ferrell á blaðamannafundi í gær og uppskar vitaskuld hlátrasköll. „Það er æðislegt að sjá hversu margir eru mættir og að stuðningsmannakjarni sé nú þegar að myndast. Sú staðreynd að hér sé fólk frá Palmdale er mjög gott. Ef við erum nú þegar búnir að teyja okkur til Palmdale erum við í góðum málum.“ Los Angeles FC hefur leik í MLS-deildinni 2018 en deildin er að stækka hratt þessi árin. Fyrir síðustu leiktíð voru tvö ný lið tekin inn og munu fleiri lið eins og í Atlanta og Miami bætast við á næstu misserum. Ferrell er annar grínistinn sem á hlut í MLS-liði, en Drew Carey er einnig mikill fótboltaáhugamaður og á hlut í liði Seattle Sounders. Ferrell sagði frá ást sinni á fótbolta á blaðamannafundinum í gær en öll fjölskylda hans spilar eða spilaði íþróttina. „Ég byrjaði að spila fótbolta á hinum alræmdu strætum Irvine í Kaliforníu þegar ég var átta ára. Ég var fyrst í Spörkurunum, svo Bolabítunum og eftir það Blettatígrunum þannig ég hef spilað með frekar flottum liðum,“ sagði Ferrell kíminn. „Synir mínir þrír spila allir fótbolta og konan mín gerði það líka. Fótbolti er risastór hluti af okkar lífi þannig ég er virkilega spenntur fyrir því að vera hérna í dag,“ sagði Will Ferrell.Hér má sjá ræðu Will Ferrell í gær. Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Nýtt MLS-lið var formlega kynnt til leiks í gær en það er annað liðið í Los Angeles og heitir einfaldlega Los Angeles Football Club. Einn eigenda liðsins er Will Ferrell, einn allra vinsælasti grínisti og leikari Bandaríkjanna. Hann er mikill áhugamaður um fótbolta og spilaði sjálfur á yngri árum. „Þetta er ekki grín. Ég er í alvöru hluti af þessum eigendahóp. Ég hef aldrei átt hlut í neinu nema Toyota Camry '84 með bróður mínum,“ sagði Ferrell á blaðamannafundi í gær og uppskar vitaskuld hlátrasköll. „Það er æðislegt að sjá hversu margir eru mættir og að stuðningsmannakjarni sé nú þegar að myndast. Sú staðreynd að hér sé fólk frá Palmdale er mjög gott. Ef við erum nú þegar búnir að teyja okkur til Palmdale erum við í góðum málum.“ Los Angeles FC hefur leik í MLS-deildinni 2018 en deildin er að stækka hratt þessi árin. Fyrir síðustu leiktíð voru tvö ný lið tekin inn og munu fleiri lið eins og í Atlanta og Miami bætast við á næstu misserum. Ferrell er annar grínistinn sem á hlut í MLS-liði, en Drew Carey er einnig mikill fótboltaáhugamaður og á hlut í liði Seattle Sounders. Ferrell sagði frá ást sinni á fótbolta á blaðamannafundinum í gær en öll fjölskylda hans spilar eða spilaði íþróttina. „Ég byrjaði að spila fótbolta á hinum alræmdu strætum Irvine í Kaliforníu þegar ég var átta ára. Ég var fyrst í Spörkurunum, svo Bolabítunum og eftir það Blettatígrunum þannig ég hef spilað með frekar flottum liðum,“ sagði Ferrell kíminn. „Synir mínir þrír spila allir fótbolta og konan mín gerði það líka. Fótbolti er risastór hluti af okkar lífi þannig ég er virkilega spenntur fyrir því að vera hérna í dag,“ sagði Will Ferrell.Hér má sjá ræðu Will Ferrell í gær.
Fótbolti Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira