Innlent

SS rannsakar hvort eitthvað af Mars-súkkulaðinu hafi farið í verslanir hér á landi

Birgir Olgeirsson skrifar
Innköllunin nær til vara með "best fyrir“ dagsetningar 19. júní 2016 til 8. janúar 2017.
Innköllunin nær til vara með "best fyrir“ dagsetningar 19. júní 2016 til 8. janúar 2017. Vísir/Getty
„Við erum að rannsaka þetta alveg ofan í kjölinn,“ segir Gunnar Grétar Gunnarsson, deildarstjóri innflutningsdeildar hjá Sláturfélagi Suðurlands, um innköllunina frá sælgætisframleiðandanum Mars í 55 löndum.

Sláturfélag Suðurlands flytur inn vörur frá Mars en innköllunin í gær náði til Mars- og Snickers-súkkulaðistykkja eftir að plast fannst í súkkulaðistykkjum fyrirtækisins í gær. Í tilkynningu frá matvælaeftirliti Hollands kom fram að plastið geti leitt til köfnunar.

Gefinn var út listi með vörum sem voru innkallaðar og segir Gunnar Grétar í samtali við Vísi að nokkrar vörur sem komu með skipi til Íslands í gær hafa verið á þessum lista. „Við erum búin að koma í veg fyrir að það fari út úr húsi,“ segir Gunnar.

Hann segir mögulegt að eitthvað af þessum vörum hafi verið sendar í örfáar búðir og verið sé að rannsaka hvort það sé rétt ágiskun.

„Þetta er ný framleidd vara. Það sem við erum að afhenda frá okkur er á stimplum sem eru fyrir þessa dagsetningu, það er það sem við vitum í dag,“ segir Gunnar Grétar. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×