Ágætt að standa á kantinum Elín Albertsdóttir skrifar 20. febrúar 2016 09:00 Glæsileg fjölskylda sem nú er flutt í Hafnarfjörðinn. Frikki Dór með kærustunni, Lísu, og dótturinni, Ásthildi. MYND/STEFÁN Það er margt að gerast hjá Friðriki Dór Jónssyni um þessar mundir. Í næsta mánuði kemur út nýtt hressilegt lag frá honum sem vafalaust á eftir að fara vel í landann, líkt og önnur lög hans. Þá mun hann syngja þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Sverri Bergmann. Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins eru í kvöld og þar kemur Frikki Dór að sjálfsögðu fram. Hann lenti í öðru sæti keppninnar í fyrra og keppti síðan í Vínarborg ásamt Maríu Ólafsdóttur. „Ég hef fylgst með keppninni þetta árið þótt ég hafi ekki náð að sjá beinu útsendingarnar og er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Ég verð í salnum,“ segir hann. Þegar Frikki er spurður hvort hann hefði viljað vera keppandi, svarar hann: „Bæði og. Þetta var mjög skemmtilegt ferli í fyrra og gaman að vera með. Núna er miklu meira lagt í keppnina og það hefði vissulega verið gaman að taka þátt. Ég verð þó að viðurkenna að ég sakna þess ekki beint. Ég hef svo margt annað að gera. Það var ekki á dagskrá hjá mér að senda inn lag að þessu sinni. Mér finnst eiginlega alveg ágætt að standa á kantinum,“ segir Frikki galvaskur. „En ég á virkilega hlýjar minningar frá því í fyrra. Eurovision-keppnin í Vínarborg var frábær upplifun.“ Áttu ekki eftir að taka þátt aftur síðar? „Ég á eiginlega ekkert svar við því. Maður verður bara að sjá til.“Nýtt lag Frikki er að leggja lokahönd á nýtt lag ásamt strákunum í StopWaitGo en þeir hafa mikið unnið saman. Lagið Skál fyrir þér er hluti af því samstarfi en það hefur verið eitt allra vinsælasta lag landsins frá því í haust. „Síðustu lögin mín hafa verið róleg en það er mikill hressileiki yfir þessu nýja lagi. Ég vonast til að það komi út í næsta mánuði,“ segir Frikki. „Það væri virkilega gaman ef lagið yrði vorsmellur en maður veit slíkt aldrei fyrirfram,“ segir hann aðspurður. „Það er ekki komið heiti á þetta lag en vinnutitillinn er Betra veður. Þetta verður dansvænt lag og það er gaman að gera eitt slíkt aftur.“ Frikki gaf út plötu árið 2012 en segir að það henti sér betur að koma út einu og einu lagi. „Mig langar ekkert sérstaklega í svona plötupakka aftur. Síðasta ár var ótrúlega skemmtilegt og ég er rosalega ánægður með viðtökur við lögunum mínum. Ég hef fundið fyrir því að aðdáendahópurinn hefur stækkað og breikkað og það er ánægjulegt.“Útskrift úr Háskóla Íslands Fyrir utan tónlistina er Frikki á lokaári í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti og markaðsfræði við Háskóla Íslands. „Ég stefni á að útskrifast í vor og set hér með mikla pressu á sjálfan mig,“ segir hann sem auk margs annars rekur veitingastaðinn Reykjavík Chips sem hefur gengið mjög vel. „Við erum að þróa reksturinn og erum alltaf að skoðað hvort við getum komið með nýjungar og stækkað staðinn. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt verkefni. Útlendir ferðamenn virðast vera mjög ánægðir með þennan stað ekki síður en Íslendingar.“Aftur á æskuslóðir Það eru líka breytingar í einkalífinu því Frikki og unnusta hans, Lísa Hafliðadóttir, voru að færa sig frá Reykjavík á æskuslóðir hans í Hafnarfirði. „Við vorum að stækka við okkur og fundum draumahúsið á gömlum slóðum. Okkur líður mjög vel á nýja staðnum þótt við séum varla búin að taka upp úr kössunum.Vonandi verður þetta heillaskref. Það var alltaf stefna mín að fara aftur í Fjörðinn en ég þurfti auðvitað samþykki kærustunnar. Það var reyndar hún sem fann þetta hús,“ segir Frikki og bætir við að kærastan hafi dregið hann á opið hús og þá varð ekki aftur snúið. „Það er stutt að fara í Kaplakrika núna og það er mjög mikilvægt,“ segir hann. Frikki og Lísa eiga dóttur, Ásthildi, sem er á þriðja ári.Þjóðhátíðarlag Þá var tilkynnt í gær að Frikki Dór og Sverrir Bergmann myndu syngja þjóðhátíðarlagið í ár. Það er Halldór Gunnar Pálsson úr Fjallabræðrum sem semur lagið að þessu sinni og Frikki segist hlakka mikið til þessa samstarfs.Kokkur í sókn Áhugamálin eru margvísleg. Til dæmis hefur Frikki mikinn áhuga á matargerð. „Mér finnst gott að borða og kærastan mín er frábær kokkur. Hún hefur mikinn áhuga á eldamennsku og ég reyni að læra af henni. Ég myndi segja að ég væri bestur í ommilettu og svo er ég svaka góður í heimagerðum hamborgurum. Síðan detta fröllurnar inn heima frá Reykjavík Chips. Ég er kokkur í sókn, er til dæmis öflugur á grillinu,“ segir hann en Frikki hefur auðvitað líka mikinn áhuga á knattspyrnu. Hann spilaði með FH sem strákur og er dyggur stuðningsmaður liðsins en bróðir hans, Jón Jónsson tónlistarmaður, leikur með liðinu. „Undanfarin ár hefur áhugi minn á ferðalögum innanlands aukist mikið. Ég hef farið í tónleikaferðir um landið og stundum hafa Lísa og dóttirin komið með mér. Það er mjög skemmtilegt.“Skál fyrir þér Frikki er mikið beðinn um að syngja við brúðkaup. Hann segir að tvö lög séu vinsælust, Í síðasta skipti, sem hann flutti í Söngvakeppninni í fyrra, og lagið Skál fyrir þér. Eins og kunnugt er hafa þeir bræður, Frikki og Jón, verið öflugir á tónlistarsviðinu. Færri vita kannski að elsta systir þeirra, María, er menntuð klassísk söngkona þótt hún starfi ekki við það. Tvíburasystir Jóns, Hanna Borg, stundaði einnig nám við tónlistarskóla eins og hin systkinin. Frikki segir að tónlistaráhugi sé þó nokkur í stórfjölskyldunni. Þegar Frikki er spurður hvað hann ætli að gera um helgina segist hann ætla að halda áfram að koma sér fyrir í nýja húsinu. „Konan mín verður að vinna svo við litla gerum eitthvað kósí saman,“ segir þessi vinsæli söngvari. Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira
Það er margt að gerast hjá Friðriki Dór Jónssyni um þessar mundir. Í næsta mánuði kemur út nýtt hressilegt lag frá honum sem vafalaust á eftir að fara vel í landann, líkt og önnur lög hans. Þá mun hann syngja þjóðhátíðarlagið í ár ásamt Sverri Bergmann. Úrslit Söngvakeppni Sjónvarpsins eru í kvöld og þar kemur Frikki Dór að sjálfsögðu fram. Hann lenti í öðru sæti keppninnar í fyrra og keppti síðan í Vínarborg ásamt Maríu Ólafsdóttur. „Ég hef fylgst með keppninni þetta árið þótt ég hafi ekki náð að sjá beinu útsendingarnar og er spenntur fyrir kvöldinu í kvöld. Ég verð í salnum,“ segir hann. Þegar Frikki er spurður hvort hann hefði viljað vera keppandi, svarar hann: „Bæði og. Þetta var mjög skemmtilegt ferli í fyrra og gaman að vera með. Núna er miklu meira lagt í keppnina og það hefði vissulega verið gaman að taka þátt. Ég verð þó að viðurkenna að ég sakna þess ekki beint. Ég hef svo margt annað að gera. Það var ekki á dagskrá hjá mér að senda inn lag að þessu sinni. Mér finnst eiginlega alveg ágætt að standa á kantinum,“ segir Frikki galvaskur. „En ég á virkilega hlýjar minningar frá því í fyrra. Eurovision-keppnin í Vínarborg var frábær upplifun.“ Áttu ekki eftir að taka þátt aftur síðar? „Ég á eiginlega ekkert svar við því. Maður verður bara að sjá til.“Nýtt lag Frikki er að leggja lokahönd á nýtt lag ásamt strákunum í StopWaitGo en þeir hafa mikið unnið saman. Lagið Skál fyrir þér er hluti af því samstarfi en það hefur verið eitt allra vinsælasta lag landsins frá því í haust. „Síðustu lögin mín hafa verið róleg en það er mikill hressileiki yfir þessu nýja lagi. Ég vonast til að það komi út í næsta mánuði,“ segir Frikki. „Það væri virkilega gaman ef lagið yrði vorsmellur en maður veit slíkt aldrei fyrirfram,“ segir hann aðspurður. „Það er ekki komið heiti á þetta lag en vinnutitillinn er Betra veður. Þetta verður dansvænt lag og það er gaman að gera eitt slíkt aftur.“ Frikki gaf út plötu árið 2012 en segir að það henti sér betur að koma út einu og einu lagi. „Mig langar ekkert sérstaklega í svona plötupakka aftur. Síðasta ár var ótrúlega skemmtilegt og ég er rosalega ánægður með viðtökur við lögunum mínum. Ég hef fundið fyrir því að aðdáendahópurinn hefur stækkað og breikkað og það er ánægjulegt.“Útskrift úr Háskóla Íslands Fyrir utan tónlistina er Frikki á lokaári í viðskiptafræði með áherslu á alþjóðaviðskipti og markaðsfræði við Háskóla Íslands. „Ég stefni á að útskrifast í vor og set hér með mikla pressu á sjálfan mig,“ segir hann sem auk margs annars rekur veitingastaðinn Reykjavík Chips sem hefur gengið mjög vel. „Við erum að þróa reksturinn og erum alltaf að skoðað hvort við getum komið með nýjungar og stækkað staðinn. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt verkefni. Útlendir ferðamenn virðast vera mjög ánægðir með þennan stað ekki síður en Íslendingar.“Aftur á æskuslóðir Það eru líka breytingar í einkalífinu því Frikki og unnusta hans, Lísa Hafliðadóttir, voru að færa sig frá Reykjavík á æskuslóðir hans í Hafnarfirði. „Við vorum að stækka við okkur og fundum draumahúsið á gömlum slóðum. Okkur líður mjög vel á nýja staðnum þótt við séum varla búin að taka upp úr kössunum.Vonandi verður þetta heillaskref. Það var alltaf stefna mín að fara aftur í Fjörðinn en ég þurfti auðvitað samþykki kærustunnar. Það var reyndar hún sem fann þetta hús,“ segir Frikki og bætir við að kærastan hafi dregið hann á opið hús og þá varð ekki aftur snúið. „Það er stutt að fara í Kaplakrika núna og það er mjög mikilvægt,“ segir hann. Frikki og Lísa eiga dóttur, Ásthildi, sem er á þriðja ári.Þjóðhátíðarlag Þá var tilkynnt í gær að Frikki Dór og Sverrir Bergmann myndu syngja þjóðhátíðarlagið í ár. Það er Halldór Gunnar Pálsson úr Fjallabræðrum sem semur lagið að þessu sinni og Frikki segist hlakka mikið til þessa samstarfs.Kokkur í sókn Áhugamálin eru margvísleg. Til dæmis hefur Frikki mikinn áhuga á matargerð. „Mér finnst gott að borða og kærastan mín er frábær kokkur. Hún hefur mikinn áhuga á eldamennsku og ég reyni að læra af henni. Ég myndi segja að ég væri bestur í ommilettu og svo er ég svaka góður í heimagerðum hamborgurum. Síðan detta fröllurnar inn heima frá Reykjavík Chips. Ég er kokkur í sókn, er til dæmis öflugur á grillinu,“ segir hann en Frikki hefur auðvitað líka mikinn áhuga á knattspyrnu. Hann spilaði með FH sem strákur og er dyggur stuðningsmaður liðsins en bróðir hans, Jón Jónsson tónlistarmaður, leikur með liðinu. „Undanfarin ár hefur áhugi minn á ferðalögum innanlands aukist mikið. Ég hef farið í tónleikaferðir um landið og stundum hafa Lísa og dóttirin komið með mér. Það er mjög skemmtilegt.“Skál fyrir þér Frikki er mikið beðinn um að syngja við brúðkaup. Hann segir að tvö lög séu vinsælust, Í síðasta skipti, sem hann flutti í Söngvakeppninni í fyrra, og lagið Skál fyrir þér. Eins og kunnugt er hafa þeir bræður, Frikki og Jón, verið öflugir á tónlistarsviðinu. Færri vita kannski að elsta systir þeirra, María, er menntuð klassísk söngkona þótt hún starfi ekki við það. Tvíburasystir Jóns, Hanna Borg, stundaði einnig nám við tónlistarskóla eins og hin systkinin. Frikki segir að tónlistaráhugi sé þó nokkur í stórfjölskyldunni. Þegar Frikki er spurður hvað hann ætli að gera um helgina segist hann ætla að halda áfram að koma sér fyrir í nýja húsinu. „Konan mín verður að vinna svo við litla gerum eitthvað kósí saman,“ segir þessi vinsæli söngvari.
Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Kjóstu flottasta garð ársins 2025! Lífið samstarf Fleiri fréttir Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Sjá meira