Tvöfalt fleiri kröfur um sviptingu forsjár Snærós Sindradóttir skrifar 5. október 2016 06:00 Flest börnin sem eru tekin af foreldrum sínum hafa verið vanrækt heima hjá sér samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu. vísir/vilhelm Meira en tvöfalt fleiri foreldrar hafa verið sviptir forsjá barna sinna á síðustu tveimur árum en árin þar á undan. Barnaverndarnefndir hafa stóraukið kröfu sína um sviptingu forsjár fyrir dómi en stórt stökk má sjá í tölum Barnaverndarstofu árið 2014 sem heldur áfram árið 2015. Bráðabirgðatölur fyrir 2016 benda til að þessi fjölgun haldi áfram. Frá 2004 til 2013 kröfðust barnaverndarnefndir þess að foreldrar væru sviptir forsjá tæplega þrettán barna á ári að meðaltali. Á því tímabili var að hámarki krafist forsjársviptingar vegna sautján barna.Bragi Guðbransson forstjóri BarnaverndarstofuÁrið 2014 var hins vegar krafist forsjársviptingar yfir 34 börnum og árið 2015 yfir 33 börnum. Fyrstu sex mánuði þessa árs kröfðust barnaverndarnefndir forsjársviptingar yfir 14 börnum sem þykir benda til þess að svipaður fjöldi verði í ár og síðustu tvö ár. Ástæða sviptinganna er oftast vanræksla barna en ekki ofbeldi á heimilum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir þróunina umhugsunarverða. „Ég fæ ekki betur séð en að þessar tölur gefi mjög sterkar vísbendingar um viðhorfsbreytingu innan barnaverndar. Ég held að þolmörkin séu að minnka og menn vilja sjá afdráttarlausa íhlutun í þessi mál.“ Bragi setur jafnframt þá kenningu fram að löggilding Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 hafi skilað sér í bættu vinnulagi þar sem barnaverndarstarfsmenn séu nú skuldbundnir til að ræða við börn og fá fram þeirra sjónarmið í öllum málum er varða þau. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að starfsfólk barnaverndar kvarti undan vinnuálagi sem Bragi óttast að þýði minni tíma til stuðningsúrræða barnaverndar áður en gripið er til þess neyðarúrræðis sem svipting forsjár er. „Ég verð að játa að mér finnst þessi fjölgun ganga þvert gegn markmiðum barnaverndar sem er að varðveita fjölskylduna og efla foreldrafærni. En svo er hægt að túlka þetta á hinn veginn, að þetta sé vísbending um að barnaverndarkerfið sé að vakna upp af vondum dvala. Menn séu hreinlega ekki tilbúnir að horfa lengur upp á að mál malli í kerfinu í áraraðir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Meira en tvöfalt fleiri foreldrar hafa verið sviptir forsjá barna sinna á síðustu tveimur árum en árin þar á undan. Barnaverndarnefndir hafa stóraukið kröfu sína um sviptingu forsjár fyrir dómi en stórt stökk má sjá í tölum Barnaverndarstofu árið 2014 sem heldur áfram árið 2015. Bráðabirgðatölur fyrir 2016 benda til að þessi fjölgun haldi áfram. Frá 2004 til 2013 kröfðust barnaverndarnefndir þess að foreldrar væru sviptir forsjá tæplega þrettán barna á ári að meðaltali. Á því tímabili var að hámarki krafist forsjársviptingar vegna sautján barna.Bragi Guðbransson forstjóri BarnaverndarstofuÁrið 2014 var hins vegar krafist forsjársviptingar yfir 34 börnum og árið 2015 yfir 33 börnum. Fyrstu sex mánuði þessa árs kröfðust barnaverndarnefndir forsjársviptingar yfir 14 börnum sem þykir benda til þess að svipaður fjöldi verði í ár og síðustu tvö ár. Ástæða sviptinganna er oftast vanræksla barna en ekki ofbeldi á heimilum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir þróunina umhugsunarverða. „Ég fæ ekki betur séð en að þessar tölur gefi mjög sterkar vísbendingar um viðhorfsbreytingu innan barnaverndar. Ég held að þolmörkin séu að minnka og menn vilja sjá afdráttarlausa íhlutun í þessi mál.“ Bragi setur jafnframt þá kenningu fram að löggilding Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 hafi skilað sér í bættu vinnulagi þar sem barnaverndarstarfsmenn séu nú skuldbundnir til að ræða við börn og fá fram þeirra sjónarmið í öllum málum er varða þau. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að starfsfólk barnaverndar kvarti undan vinnuálagi sem Bragi óttast að þýði minni tíma til stuðningsúrræða barnaverndar áður en gripið er til þess neyðarúrræðis sem svipting forsjár er. „Ég verð að játa að mér finnst þessi fjölgun ganga þvert gegn markmiðum barnaverndar sem er að varðveita fjölskylduna og efla foreldrafærni. En svo er hægt að túlka þetta á hinn veginn, að þetta sé vísbending um að barnaverndarkerfið sé að vakna upp af vondum dvala. Menn séu hreinlega ekki tilbúnir að horfa lengur upp á að mál malli í kerfinu í áraraðir.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira