Vaxtabætur fyrirfram til íbúðakaupa Heiðar Lind Hansson skrifar 5. október 2016 07:00 Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, kynnir tillögurnar í Norræna húsinu í gær. mynd/samfylkingin Samfylkingin hyggst greiða vaxtabætur fyrirfram til næstu fimm ára í þeim tilgangi að styrkja fólk til íbúðakaupa. Tillagan gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti fengið 3 milljónir, einstætt foreldri 2,5 milljónir og einstaklingar 2 milljónir. Einungis þeir sem eiga ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en vaxtabótakerfið tekur bæði mið af tekjum og eignum. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem Samfylkingin hélt í Norræna húsinu í gær, en úrræðið er nefnt „Forskotið“ af flokknum. Fram kom á fundinum að um 15 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-39 ára eiga ekki fasteign og er úrræðinu því ætlað að styrkja þennan hóp til að kaupa íbúð. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður ekki um mikinn kostnaðarauka að ræða fyrir ríkissjóð, en 6,2 milljörðum króna var varið í vaxtabætur á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Vaxtabætur geta nú orðið að hámarki 600 þúsund krónur fyrir sambúðarfólk, 500 þúsund fyrir einstætt foreldri og 400 þúsund fyrir einstaklinga. „Ef við miðum við núverandi launa- og eignamörk og segjum að við séum með 250 pör og 250 einstaklinga sem búa í heimahúsum, þá myndi þessi leið kosta 1,2 milljarða auka miðað við það sem nú er,“ segir Oddný. Samhliða þessu hyggst Samfylkingin efla leigumarkaðinn. „Við viljum greiða stofnstyrki með 1.000 leiguíbúðum á ári næstu fjögur árin og með 1.000 námsmannaíbúðum á öllu landinu,“ segir Oddný. „Það er bráðavandi á húsnæðismarkaði núna og þess vegna setjum við fram þessa leið að veita ungu fólki forskot. Á sama tíma munum við byggja upp heilbrigðan leigumarkað þannig að hann verði valkostur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Samfylkingin hyggst greiða vaxtabætur fyrirfram til næstu fimm ára í þeim tilgangi að styrkja fólk til íbúðakaupa. Tillagan gerir ráð fyrir að sambúðarfólk geti fengið 3 milljónir, einstætt foreldri 2,5 milljónir og einstaklingar 2 milljónir. Einungis þeir sem eiga ekki íbúð eiga rétt á vaxtabótum, en vaxtabótakerfið tekur bæði mið af tekjum og eignum. Þetta var kynnt á blaðamannafundi sem Samfylkingin hélt í Norræna húsinu í gær, en úrræðið er nefnt „Forskotið“ af flokknum. Fram kom á fundinum að um 15 þúsund einstaklingar á aldrinum 20-39 ára eiga ekki fasteign og er úrræðinu því ætlað að styrkja þennan hóp til að kaupa íbúð. Að sögn Oddnýjar Harðardóttur, formanns Samfylkingarinnar, verður ekki um mikinn kostnaðarauka að ræða fyrir ríkissjóð, en 6,2 milljörðum króna var varið í vaxtabætur á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Vaxtabætur geta nú orðið að hámarki 600 þúsund krónur fyrir sambúðarfólk, 500 þúsund fyrir einstætt foreldri og 400 þúsund fyrir einstaklinga. „Ef við miðum við núverandi launa- og eignamörk og segjum að við séum með 250 pör og 250 einstaklinga sem búa í heimahúsum, þá myndi þessi leið kosta 1,2 milljarða auka miðað við það sem nú er,“ segir Oddný. Samhliða þessu hyggst Samfylkingin efla leigumarkaðinn. „Við viljum greiða stofnstyrki með 1.000 leiguíbúðum á ári næstu fjögur árin og með 1.000 námsmannaíbúðum á öllu landinu,“ segir Oddný. „Það er bráðavandi á húsnæðismarkaði núna og þess vegna setjum við fram þessa leið að veita ungu fólki forskot. Á sama tíma munum við byggja upp heilbrigðan leigumarkað þannig að hann verði valkostur.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira