Erlent

Hættuástand á Filippseyjum vegna fellibylsins Nock-Ten

Höskuldur Kári Schram skrifar
Fellibylurinn Nock-Ten gengur nú yfir Filippseyjar.
Fellibylurinn Nock-Ten gengur nú yfir Filippseyjar. vísir/epa
Hættuástandi hefur verið lýst yfir á Filippseyjum út fellibylnum Nock-Ten sem gengur nú yfir landið. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu,  neyðarstöðum hefur verið komið upp og íbúar í strandhéruðum beðnir um að yfirgefa heimili sín.

Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið í óveðrinu en vindhraðinn hefur náð allt 39 metrum á sekúndu. Búist er við því að fellibylurinn gangi yfir höfuðborgina Manila síðar í dag með mikilli rigningu og flóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×