Innlent

Fjórar líkamsárásir á Selfossi í síðustu viku

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Alls komu 173 verkefni á borð lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku.
Alls komu 173 verkefni á borð lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Vísir/Stefán
Fjórar minniháttar líkamsárásarkærur komu til kasta lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku, þar af þrjár sem tengdust heimilisofbeldi. Þá  var maður sleginn í andlitið á veitingastað á Selfossi aðfaranótt laugardags og hlaut hann áverka í andliti ásamt því sem gleraugu hans brotnuðu.

Alls komu 173 verkefni á borð lögreglunnar á Suðurlandi. Átján umferðaróhöpp urðu í umdæminu og tilkynnt var um níu slys á fólki, en engin þeirra voru alvarleg. Þá lést kínverskur ferðamaður í Reynisfjöru, líkt og fram hefur komið. Það mál er í rannsókn en í tilkynningu frá lögreglu segir að línur séu nokkuð ljósar um það sem gerðist.

Lögreglan var jafnframt fengin til að aðstoða útlendinga sautján sinnum í síðustu viku. „Í flestum tilvikum var ástæðan að þeir voru hér og þar, í okkar víðáttumikla umdæmi, fastir í snjó,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×