Síbrotamaður í gæsluvarðhald grunaður um fimm líkamsárásir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2016 22:50 Maðurinn fór á fram á að vera vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun en því var hafnað og mun hann því sitja í gæsluvarðhaldi í fangelsi. vísir/anton brink Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir síbrotamanni sem meðal annars er grunaður um líkamsárás á skemmtistað í Vestmannaeyjum þann 12. mars síðastliðinn. Mun hann vera í gæsluvarðhaldi til Í úrskurði héraðsdóms er fjöldi mála á hendur manninum sem lögregla hefur til rannsóknar rakinn. Eru þar tilgreindar fimm líkamsárásir, þrjár frá því seinasta sumar, ein frá því í janúar síðastliðnum og svo síðan nú í mars en þá á hann meðal annars að hafa stappað á höfði þess sem hann réðst á. Þá er hann jafnframt grunaður um nokkur fíkniefnalagabrot og tollalagabrot. Að mati lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sem krafðist þess að maðurinn yrði vistaður í síbrotagæslu, er mögulegt að ljúka fyrrnefndum málum hratt og örugglega ef maðurinn sætir gæsluvarðhaldi á meðan þau eru til afgreidd. „Nauðsynlegt sé að stöðva brotahrinu hans en hann hafi átt samfleytta brotahrinu líkamsárása frá því sumarið 2015. Af ofangreindum 11 brotum séu 5 líkamsárásir, þar af tvær sem varði við 1. mgr. 218. gr. alm. hgl. og tvö skallabrot. Tvö brot, líkamsárás annars vegar og hótun um líkamsmeiðingar hins vegar, beinist gegn [...] ára börnum og séu auk þess að vera hegningarlagabrot, brot á barnaverndarlögum. Þar líti ennfremur út að kærði sé með háttsemi sinni að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem þegar hafi verið þingfest,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Maðurinn er fæddur 1996 en á þrátt fyrir ungan aldur langan sakaferil að baki. Hann er í mikilli fíkniefnaneyslu, svo mikilli að haft er eftir móður hans í upplýsingaskýrslu lögreglu „að hún skilji hann ekki þegar hann talar vegna vímuástands, hann sé þvoglumæltur og í alvarlega annarlegu ástandi.“ Fyrir dómi fór maðurinn á fram á að hann yrði vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað gæsluvarðhalds. Ekki var fallist á það þar sem „ekkert liggur fyrir um að kærði sé ófær um að sæta gæsluvarðhaldi í fangelsi og ekkert liggur fyrir um að hann geti fengið pláss á meðferðarstofnun, svo sem hann kveðst vilja,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Er honum því gert að sæta varðhaldi til 8. apríl eins og áður segir. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir síbrotamanni sem meðal annars er grunaður um líkamsárás á skemmtistað í Vestmannaeyjum þann 12. mars síðastliðinn. Mun hann vera í gæsluvarðhaldi til Í úrskurði héraðsdóms er fjöldi mála á hendur manninum sem lögregla hefur til rannsóknar rakinn. Eru þar tilgreindar fimm líkamsárásir, þrjár frá því seinasta sumar, ein frá því í janúar síðastliðnum og svo síðan nú í mars en þá á hann meðal annars að hafa stappað á höfði þess sem hann réðst á. Þá er hann jafnframt grunaður um nokkur fíkniefnalagabrot og tollalagabrot. Að mati lögreglustjórans í Vestmannaeyjum, sem krafðist þess að maðurinn yrði vistaður í síbrotagæslu, er mögulegt að ljúka fyrrnefndum málum hratt og örugglega ef maðurinn sætir gæsluvarðhaldi á meðan þau eru til afgreidd. „Nauðsynlegt sé að stöðva brotahrinu hans en hann hafi átt samfleytta brotahrinu líkamsárása frá því sumarið 2015. Af ofangreindum 11 brotum séu 5 líkamsárásir, þar af tvær sem varði við 1. mgr. 218. gr. alm. hgl. og tvö skallabrot. Tvö brot, líkamsárás annars vegar og hótun um líkamsmeiðingar hins vegar, beinist gegn [...] ára börnum og séu auk þess að vera hegningarlagabrot, brot á barnaverndarlögum. Þar líti ennfremur út að kærði sé með háttsemi sinni að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem þegar hafi verið þingfest,“ segir í úrskurði héraðsdóms. Maðurinn er fæddur 1996 en á þrátt fyrir ungan aldur langan sakaferil að baki. Hann er í mikilli fíkniefnaneyslu, svo mikilli að haft er eftir móður hans í upplýsingaskýrslu lögreglu „að hún skilji hann ekki þegar hann talar vegna vímuástands, hann sé þvoglumæltur og í alvarlega annarlegu ástandi.“ Fyrir dómi fór maðurinn á fram á að hann yrði vistaður á sjúkrahúsi eða viðeigandi stofnun í stað gæsluvarðhalds. Ekki var fallist á það þar sem „ekkert liggur fyrir um að kærði sé ófær um að sæta gæsluvarðhaldi í fangelsi og ekkert liggur fyrir um að hann geti fengið pláss á meðferðarstofnun, svo sem hann kveðst vilja,“ að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Er honum því gert að sæta varðhaldi til 8. apríl eins og áður segir.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira