Segja niðurskurð bitna á nemendum Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 27. janúar 2016 07:00 Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla. vísir/anton Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, hafa miklar áhyggjur vegna boðaðs niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði á þessu ári. Hagræðingarkrafan á árinu hljóðar upp á 670 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu mikill niðurskurður lendir á grunnskólunum. „Við vitum að skólastjórar hafa barist í bökkum við að halda starfseminni gangandi svo vel sé eftir niðurskurð fyrri ára. Frekari niðurskurður mun bitna enn meira á grunnþjónustunni. Mestar áhyggjur höfum við af því að stuðningur við börn með sérþarfir verði ekki nægur,“ segir Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS. Skólastjórar hafa áhyggjur af því að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans. Þeir segja að niðurskurður í kreppunni hafi ekki verið bættur. Enn frekar hafi verið skorið niður síðustu ár. Fjármagnið hafi ekki fylgt launaþróun.Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKSÞorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, telur þjónustustig í sínum skóla orðið of lágt. „Ég reyni að jafna út þeim gæðum sem ég hef í starfinu til að láta hlutina bitna sem minnst á nemendum. En hópar nemenda í kennslu verða stærri og einstaklingsbundin þjónusta minni,“ segir Þorsteinn. Skólastjórinn segir niðurskurðinn líka ná til sérkennslu. „Ég vil meina að sérkennsla í Reykjavík hafi á síðasta ári verið skorin beint niður um 20 prósent. Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum.“ Frá 2008 hefur ekki fengist fjárveiting til að endurnýja áhöld og tæki að því er Þorsteinn greinir frá. Grunnskólar hafa almennt ekki fengið úthlutað fé til búnaðarkaupa í mörg ár, fyrir utan tölvukost.Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla.vísir/vilhelm„Þetta hefur auðvitað áhrif á aðstöðuna. Hún er víða töluvert bágborin,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Ingunnarskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Guðlaug getur þess að margir skólar hafi ekki náð utan um reksturinn, eins og hún orðar það. „Þjónustan hefur kallað á meiri fjármuni en hefur verið úthlutað. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við náum ekki utan um starfið eins og við viljum hafa það. Það er til dæmis minni sveigjanleiki til að hafa fámennari hópa í kennslu.“ Guðlaug segir unnið að nýju líkani sem úthluta á eftir. „Okkur finnst að það eigi að klára þá vinnu áður en við tökum á okkur halla á milli ára. Reksturinn er misþungur eftir skólagerðum.“ Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, SAMFOK, hafa miklar áhyggjur vegna boðaðs niðurskurðar hjá skóla- og frístundasviði á þessu ári. Hagræðingarkrafan á árinu hljóðar upp á 670 milljónir króna. Ekki liggur fyrir hversu mikill niðurskurður lendir á grunnskólunum. „Við vitum að skólastjórar hafa barist í bökkum við að halda starfseminni gangandi svo vel sé eftir niðurskurð fyrri ára. Frekari niðurskurður mun bitna enn meira á grunnþjónustunni. Mestar áhyggjur höfum við af því að stuðningur við börn með sérþarfir verði ekki nægur,“ segir Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS. Skólastjórar hafa áhyggjur af því að fjármagn til reksturs grunnskóla í Reykjavík sé alls ekki í takt við lögboðið hlutverk og skyldur hans. Þeir segja að niðurskurður í kreppunni hafi ekki verið bættur. Enn frekar hafi verið skorið niður síðustu ár. Fjármagnið hafi ekki fylgt launaþróun.Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKSÞorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla, telur þjónustustig í sínum skóla orðið of lágt. „Ég reyni að jafna út þeim gæðum sem ég hef í starfinu til að láta hlutina bitna sem minnst á nemendum. En hópar nemenda í kennslu verða stærri og einstaklingsbundin þjónusta minni,“ segir Þorsteinn. Skólastjórinn segir niðurskurðinn líka ná til sérkennslu. „Ég vil meina að sérkennsla í Reykjavík hafi á síðasta ári verið skorin beint niður um 20 prósent. Með boðun um yfirfærslu á halla og frekari niðurskurði spyr maður sig á hvaða leið við erum.“ Frá 2008 hefur ekki fengist fjárveiting til að endurnýja áhöld og tæki að því er Þorsteinn greinir frá. Grunnskólar hafa almennt ekki fengið úthlutað fé til búnaðarkaupa í mörg ár, fyrir utan tölvukost.Þorsteinn Sæberg, skólastjóri Árbæjarskóla.vísir/vilhelm„Þetta hefur auðvitað áhrif á aðstöðuna. Hún er víða töluvert bágborin,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri Ingunnarskóla og formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Guðlaug getur þess að margir skólar hafi ekki náð utan um reksturinn, eins og hún orðar það. „Þjónustan hefur kallað á meiri fjármuni en hefur verið úthlutað. Þetta er mikið áhyggjuefni. Við náum ekki utan um starfið eins og við viljum hafa það. Það er til dæmis minni sveigjanleiki til að hafa fámennari hópa í kennslu.“ Guðlaug segir unnið að nýju líkani sem úthluta á eftir. „Okkur finnst að það eigi að klára þá vinnu áður en við tökum á okkur halla á milli ára. Reksturinn er misþungur eftir skólagerðum.“
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira