Lífríkið í bráðri hættu og skaðinn víða skeður Svavar Hávarðsson skrifar 10. maí 2016 06:00 Magnús Jóhannsson „Til skamms tíma hefur verið einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins í Grenlæk. Heimamenn hafa lýst því að stór hluti af læknum er kominn á þurrt og á því svæði er skaðinn skeður, og ljóst að stofnar á vatnasvæðinu eru í bráðri hættu,“ segir Magnús Jóhannsson, sviðstjóri á umhverfissviði og settur forstjóri Veiðimálastofnunar, um vatnsþurrð í Grenlæk á stórum hluta árinnar. „Við teljum að það þurfi bráðaaðgerðir til að koma vatni í lækina, en hvernig það verður gert er vatnafræðinga að svara,“ segir Magnús. Einnig eru Tungulækur, Sýrlækur og Jónskvísl meðal þeirra vatnasvæða í Landbroti sem eru í hættu en Skaftárhlaupið í haust veldur því að vatn berst ekki undan Eldhrauni vegna gríðarlegs aurburðar sem flóðinu fylgdi. Magnús segir að ekki séu aðeins sjóbirtingsstofnar í hættu heldur er í Grenlæk, sem er á náttúruminjaskrá, merkilegur bleikjustofn sem hefur verið á miklu undanhaldi – sá stofn sé frumefnið í bleikjueldi á Íslandi að hluta. Eins sé lífríkið á svæðinu merkilegt í öðru tilliti – fuglar og annað lífríki. Heimamenn deila við Orkustofnun um aðgerðir vegna vatnsþurrðarinnar. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sagði um helgina í viðtali við RÚV að tjónið væri „ógurlegt“, og gerði grein fyrir því að beiðnum um aðgerðir mæti Orkustofnun með þeim svörum að vatnaveitingar séu leyfisskyld framkvæmd og ekki uppi á borðinu. Í Landbroti eru ár horfnar á stórum svæðum, eins og sést hér á Tungulæk en sama staða er í Grenlæk. Mynd/Hörður Eyþórsson „Það takast á sjónarmið vegagerðar, landgræðslu og svo lífríkis í lindarvötnunum. Menn eru ekki á eitt sáttir en þá er ljóst að ef ár og lækir renna ekki þá deyr allt lífríki – og þar á meðal fiskurinn, eðli málsins samkvæmt. Skaði eins og þessi mun vara um margra ára skeið og hefur gerst áður,“ segir Magnús og vísar til þess að árið 1998 þornaði farvegur Grenlækjar á tuttugu kílómetra kafla með tilheyrandi skaða fyrir lífríkið. Magnús segir að í neðri hluta Grenlækjar séu enn aðstæður fyrir uppeldi seiða, en ef ekki komi til bráðaaðgerða muni ástandið versna enn verði ekkert að gert. Ljóst sé að vatn sem fer út á hraunið skili sér út í lækina og það sé ekki flókið að bregðast við. Nú gefist til dæmis tækifæri að veita vatni úr Skaftá inn á Eldhraun um Brest með aðferðum sem séu handbærar, enda rennur áin kristaltær þessa dagana og myndi ekki auka á framburðinn sem er rót vandans. „Ef vilji væri fyrir hendi þá er þetta hægt. Það verður að bregðast við þessu, eins og við höfum bent á um langt árabil,“ segir Magnús en alvöru rigningar duga ekki til nema þá með miklum leysingum og snjóbráð á hálendinu svo vaxi verulega í Skaftá. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Til skamms tíma hefur verið einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins í Grenlæk. Heimamenn hafa lýst því að stór hluti af læknum er kominn á þurrt og á því svæði er skaðinn skeður, og ljóst að stofnar á vatnasvæðinu eru í bráðri hættu,“ segir Magnús Jóhannsson, sviðstjóri á umhverfissviði og settur forstjóri Veiðimálastofnunar, um vatnsþurrð í Grenlæk á stórum hluta árinnar. „Við teljum að það þurfi bráðaaðgerðir til að koma vatni í lækina, en hvernig það verður gert er vatnafræðinga að svara,“ segir Magnús. Einnig eru Tungulækur, Sýrlækur og Jónskvísl meðal þeirra vatnasvæða í Landbroti sem eru í hættu en Skaftárhlaupið í haust veldur því að vatn berst ekki undan Eldhrauni vegna gríðarlegs aurburðar sem flóðinu fylgdi. Magnús segir að ekki séu aðeins sjóbirtingsstofnar í hættu heldur er í Grenlæk, sem er á náttúruminjaskrá, merkilegur bleikjustofn sem hefur verið á miklu undanhaldi – sá stofn sé frumefnið í bleikjueldi á Íslandi að hluta. Eins sé lífríkið á svæðinu merkilegt í öðru tilliti – fuglar og annað lífríki. Heimamenn deila við Orkustofnun um aðgerðir vegna vatnsþurrðarinnar. Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps, sagði um helgina í viðtali við RÚV að tjónið væri „ógurlegt“, og gerði grein fyrir því að beiðnum um aðgerðir mæti Orkustofnun með þeim svörum að vatnaveitingar séu leyfisskyld framkvæmd og ekki uppi á borðinu. Í Landbroti eru ár horfnar á stórum svæðum, eins og sést hér á Tungulæk en sama staða er í Grenlæk. Mynd/Hörður Eyþórsson „Það takast á sjónarmið vegagerðar, landgræðslu og svo lífríkis í lindarvötnunum. Menn eru ekki á eitt sáttir en þá er ljóst að ef ár og lækir renna ekki þá deyr allt lífríki – og þar á meðal fiskurinn, eðli málsins samkvæmt. Skaði eins og þessi mun vara um margra ára skeið og hefur gerst áður,“ segir Magnús og vísar til þess að árið 1998 þornaði farvegur Grenlækjar á tuttugu kílómetra kafla með tilheyrandi skaða fyrir lífríkið. Magnús segir að í neðri hluta Grenlækjar séu enn aðstæður fyrir uppeldi seiða, en ef ekki komi til bráðaaðgerða muni ástandið versna enn verði ekkert að gert. Ljóst sé að vatn sem fer út á hraunið skili sér út í lækina og það sé ekki flókið að bregðast við. Nú gefist til dæmis tækifæri að veita vatni úr Skaftá inn á Eldhraun um Brest með aðferðum sem séu handbærar, enda rennur áin kristaltær þessa dagana og myndi ekki auka á framburðinn sem er rót vandans. „Ef vilji væri fyrir hendi þá er þetta hægt. Það verður að bregðast við þessu, eins og við höfum bent á um langt árabil,“ segir Magnús en alvöru rigningar duga ekki til nema þá með miklum leysingum og snjóbráð á hálendinu svo vaxi verulega í Skaftá.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira