Stórir aðilar sátu hjá í útboðinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Már Guðmundsson „Þetta er tvíbent á vissan hátt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um niðurstöður aflandskrónaútboðs Seðlabanka Íslands. Útboðið fór fram 16. júní en niðurstaða þess var kynnt í gær. Seðlabankinn hefur ákveðið að taka öllum tilboðum sem bárust á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra. Alls bárust 1.646 tilboð og var 1.619 tilboðum tekið. Fjárhæð samþykktra tilboða nam rúmlega 72 milljörðum króna af tæplega 178 milljörðum króna sem boðnar voru í útboðinu. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands minnkar um rúmlega 47 milljarða í kjölfar útboðsins. Már Guðmundsson segir að fjöldi þátttakenda í útboðinu sé mikill og segir jafnframt að framkvæmd þess hafi tekist vel. „Hins vegar litast útboðið líka af því að stórir aflandskrónaeigendur tóku ýmist ekki þátt eða buðu gengi sem var hagstæðara en ákvarðað útboðsgengi,“ segir Már. Þetta skýri það hvers vegna framboð á aflandskrónum í útboðinu varð ekki meira en raun ber vitni. „Við áttum að vísu alltaf von á því að sá hluti sem er í formi hlutafjár, sem eru kannski 70 milljarðar eða svo, myndi ekki koma enda eiga þeir eigendur kost á að halda í það hlutafé,“ segir Már. Seðlabankinn tilkynnti líka í gær að hann byðist til að kaupa á útboðsgenginu 190 krónur á hverja evru aflandskrónaeignir sem ekki voru seldar í útboðinu. Frestur til að taka tilboðinu rennur út klukkan 10 á mánudaginn og niðurstaða kynnt á miðvikudaginn. „Það er ekki fyrr en það liggur fyrir að við vitum hversu mikið af aflandskrónaeignum losnar,“ segir Már en bætir við að ferlið hafi allt verið hannað þannig að núna sé hægt að fara að snúa sér að því að losa höft á innlenda aðila.Ásgeir Jónsson„Þetta eru væntanlega frekar mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, um niðurstöður útboðsins. Hann segir hugsanlegt að stórir vogunarsjóðir kunni að fara með málið fyrir dómstóla. „Maður áttar sig ekki á því hvort það sé einungis hægt fyrir íslenskum dómstólum eða hvort þeir sjái fyrir sér að fara fyrir Evrópudómstólinn á grundvelli þess að verið sé að mismuna fólki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016 Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
„Þetta er tvíbent á vissan hátt,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um niðurstöður aflandskrónaútboðs Seðlabanka Íslands. Útboðið fór fram 16. júní en niðurstaða þess var kynnt í gær. Seðlabankinn hefur ákveðið að taka öllum tilboðum sem bárust á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra. Alls bárust 1.646 tilboð og var 1.619 tilboðum tekið. Fjárhæð samþykktra tilboða nam rúmlega 72 milljörðum króna af tæplega 178 milljörðum króna sem boðnar voru í útboðinu. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands minnkar um rúmlega 47 milljarða í kjölfar útboðsins. Már Guðmundsson segir að fjöldi þátttakenda í útboðinu sé mikill og segir jafnframt að framkvæmd þess hafi tekist vel. „Hins vegar litast útboðið líka af því að stórir aflandskrónaeigendur tóku ýmist ekki þátt eða buðu gengi sem var hagstæðara en ákvarðað útboðsgengi,“ segir Már. Þetta skýri það hvers vegna framboð á aflandskrónum í útboðinu varð ekki meira en raun ber vitni. „Við áttum að vísu alltaf von á því að sá hluti sem er í formi hlutafjár, sem eru kannski 70 milljarðar eða svo, myndi ekki koma enda eiga þeir eigendur kost á að halda í það hlutafé,“ segir Már. Seðlabankinn tilkynnti líka í gær að hann byðist til að kaupa á útboðsgenginu 190 krónur á hverja evru aflandskrónaeignir sem ekki voru seldar í útboðinu. Frestur til að taka tilboðinu rennur út klukkan 10 á mánudaginn og niðurstaða kynnt á miðvikudaginn. „Það er ekki fyrr en það liggur fyrir að við vitum hversu mikið af aflandskrónaeignum losnar,“ segir Már en bætir við að ferlið hafi allt verið hannað þannig að núna sé hægt að fara að snúa sér að því að losa höft á innlenda aðila.Ásgeir Jónsson„Þetta eru væntanlega frekar mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við HÍ, um niðurstöður útboðsins. Hann segir hugsanlegt að stórir vogunarsjóðir kunni að fara með málið fyrir dómstóla. „Maður áttar sig ekki á því hvort það sé einungis hægt fyrir íslenskum dómstólum eða hvort þeir sjái fyrir sér að fara fyrir Evrópudómstólinn á grundvelli þess að verið sé að mismuna fólki.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. júní 2016
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira