Erlent

Þúsundir komu saman á Trafalgar-torgi til að minnast Jo Cox

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Þúsundir Breta tóku þátt í minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgar-torgi í Lundúnum í dag sem hefði verið afmælisdagur hennar.

Á meðal þeirra sem minntust Cox voru eiginmaður hennar og systir og baráttukonan Malala. Um minningarathöfn var að ræða sem fór fram í fjölda borga víða um heim.

„Arfleið hennar og lífshlaup eru þessi virði að minnast. Það sem hún gerði snerti okkur öll. Við tengjumst henni,“ sagði Jim Buttery í samtali við Stöð 2. 

Þeir sem komu saman á Trafalgar-torgi voru margir með skilti með sér sem á stóð Today I pledge to #lovelikeJo eða Í dag lofa ég að elska eins og Jo. 

„Við styðjum hana og það er fleira sem sameinar okkur heldur en sundrar,“ sagði Richard Morgan.

Bretar kjósa á morgun um áframhaldandi veru sína í Evrópusambandinu. Cox var talsmaður þess að Bretland yrði áfram í sambandinu en afar mjótt er á mununm milli þeirra sem vilja vera og þeirra sem vilja yfirgefa ESB. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×