300 manns gengu í minningu þeirra sem sviptu sig lífi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 22. desember 2016 16:57 Eliza Reid forsetafrú leiddi blysför að Vitanum á Skarfagarði þar sem ástvinum gafst tækifæri til að rita nöfn og kveðjur til þeirra sem hafa svipt sig lífi. Mynd/Saga Sig 300 manns komu saman í gær, á stysta degi ársins, og minntust þeirra sem sviptu sig lífi. Eliza Reid forsetafrú leiddi blysför að Vitanum á Skarfagarði þar sem ástvinum gafst tækifæri til að rita nöfn og kveðjur til þeirra sem hafa svipt sig lífi. Frú Eliza Reid er verndari Pieta samtakanna, sem stóðu að viðburðinum. Pieta Ísland voru stofnuð í upphafi ársins og starfa að írskri fyrirmynd, PietaHouse. Þetta er í fyrsta sinn sem Pieta Ísland stendur fyrir göngu á þessum tíma árs en í vor stóðu samtökin fyrir göngunni Úr ljósinu í myrkrið, sem er haldin á sama tíma um allan heim. Þá komu um 300 manns saman í Laugardalnum og gengu mót sólarupprásinni. Mynd/Saga SigSamtökin munu á næsta ári opna nýtt úrræði í sjálfsskaða- og sjálfsvígsforvörnum, fyrir einstaklinga í vanda og aðstandendur þeirra. Hafin er formleg söfnun á meðal almennings fyrir Pietahúsi sem mun hýsa starfsemina og bjóða ókeypis þjónustu og eftirfylgd í samstarfi við þá þjónustu sem er fyrir hérlendis. Jafnframt verður staðið að forvarnarfræðslu og eftirfylgd í kjölfar áfalla. Að sögn Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, formanns Pieta samtakanna er þörf fólks fyrir að koma saman og minnast þeirra sem hafa látist á þennan hátt mikil og því hafa samtökin fundið fyrir. „Þessi sorg þarfnast viðurkenningar frá samfélaginu og Pieta er að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að opna umræðuna um sjálfsvíg og fjölda þeirra. Með starfsemi Pietahúss ætlum við að koma einstaklingum til hjálpar fyrr í ferlinu og veita þeim faglega eftirfylgd. Með tilkomu Pietahugmyndafræðinnar erum við sannfærð um að sjálfsvígum mun fækka hérlendis. Nú óskum við eftir liðsinni þjóðarinnar til að koma á fót Pietahúsi og erum að opna söfnunarsíma í þeim tilgangi. Sjálfsvíg snerta nær allar stórfjölskyldur á einn eða annan hátt og þurfum að standa saman að því að koma á fót úrræði sem þessu,“ er haft eftir Jóhönnu í tilkynningu.Mynd/Saga SigMynd/Saga SigMynd/Saga Sig Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
300 manns komu saman í gær, á stysta degi ársins, og minntust þeirra sem sviptu sig lífi. Eliza Reid forsetafrú leiddi blysför að Vitanum á Skarfagarði þar sem ástvinum gafst tækifæri til að rita nöfn og kveðjur til þeirra sem hafa svipt sig lífi. Frú Eliza Reid er verndari Pieta samtakanna, sem stóðu að viðburðinum. Pieta Ísland voru stofnuð í upphafi ársins og starfa að írskri fyrirmynd, PietaHouse. Þetta er í fyrsta sinn sem Pieta Ísland stendur fyrir göngu á þessum tíma árs en í vor stóðu samtökin fyrir göngunni Úr ljósinu í myrkrið, sem er haldin á sama tíma um allan heim. Þá komu um 300 manns saman í Laugardalnum og gengu mót sólarupprásinni. Mynd/Saga SigSamtökin munu á næsta ári opna nýtt úrræði í sjálfsskaða- og sjálfsvígsforvörnum, fyrir einstaklinga í vanda og aðstandendur þeirra. Hafin er formleg söfnun á meðal almennings fyrir Pietahúsi sem mun hýsa starfsemina og bjóða ókeypis þjónustu og eftirfylgd í samstarfi við þá þjónustu sem er fyrir hérlendis. Jafnframt verður staðið að forvarnarfræðslu og eftirfylgd í kjölfar áfalla. Að sögn Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur, formanns Pieta samtakanna er þörf fólks fyrir að koma saman og minnast þeirra sem hafa látist á þennan hátt mikil og því hafa samtökin fundið fyrir. „Þessi sorg þarfnast viðurkenningar frá samfélaginu og Pieta er að leggja sitt lóð á vogarskálarnar með því að opna umræðuna um sjálfsvíg og fjölda þeirra. Með starfsemi Pietahúss ætlum við að koma einstaklingum til hjálpar fyrr í ferlinu og veita þeim faglega eftirfylgd. Með tilkomu Pietahugmyndafræðinnar erum við sannfærð um að sjálfsvígum mun fækka hérlendis. Nú óskum við eftir liðsinni þjóðarinnar til að koma á fót Pietahúsi og erum að opna söfnunarsíma í þeim tilgangi. Sjálfsvíg snerta nær allar stórfjölskyldur á einn eða annan hátt og þurfum að standa saman að því að koma á fót úrræði sem þessu,“ er haft eftir Jóhönnu í tilkynningu.Mynd/Saga SigMynd/Saga SigMynd/Saga Sig
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira