Hvetja geðsjúka áfram með veitingu styrkja Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2016 07:00 Ólafur Þór Ævarsson, stjórnarformaður sjóðsins. Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur! hefur í áratug veitt einstaklingum námsstyrki. Allir styrkþegarnir eru greindir með geðsjúkdóma, eru í eflingarmeðferð og námi í háskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum eða tækniskólum. Í gær var árleg styrkveiting og fengu níu einstaklingar styrk til náms. Upphæð styrkjanna er 100 til 200 þúsund krónur. Allir styrkþegarnir eru í eflingarmeðferð og námi í háskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum eða tækniskólum.Ekki fjárhagslegir burðir í nám„Ég sá það í starfi mínu sem geðlæknir að það var svo algengt að ungt fólk, oft nýkomið með greiningu á alvarlegum veikindum, hafði ekki fjárhagslega burði til að stunda námið,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, stjórnarformaður sjóðsins. „Ég sá að með tiltölulega litlum upphæðum var hægt að hjálpa fólki afskaplega mikið.“ Tíu til tólf manns fá styrkinn á ári hverju og hafa því um það bil 120 einstaklingar fengið styrkinn síðustu tíu ár. Ólafur vildi eyða fordómum og beita eflingu með styrkveitingunum. Það hefur tekist vonum framar. „Maður sér svo mikið af kraftaverkum. Námið er stór þáttur í þessu endurhæfingarferli,“ segir Ólafur.Grétar BjörnssonGrétar Björnsson hlaut námsstyrk síðastliðið haust og hann segir styrkinn hafa skipt sig miklu máli. „Auðvitað var gott að fá einhverjar krónur. En það sem var svo mikilvægt var að fá viðurkenninguna. Þetta varð einhvers konar viðurkenning frá samfélaginu og hvatning til að halda áfram,“ segir hann. „Krónurnar fóru hratt, en viðurkenningin lifir áfram.“ Grétar hefur barist við geðhvörf frá unglingsaldri. Grétar fékk greiningu um tvítugt og var lagður inn á geðdeild. „Á þessum tíma hélt ég að það yrði ekki mikið úr mér eða ég yrði nokkurn tímann fjölskyldumaður. Þetta voru mínir eigin fordómar. Maður er ekki á toppnum í samfélaginu þegar maður er lokaður inni á geðdeild og maður elst upp við að það sé hræðilegt að greinast með geðsjúkdóm.“Fjölskyldumaður i dagÍ dag er líf Grétars gjörbreytt. Hann á fjölskyldu, rekur heimili, er í vinnu og leggur stund á BA-nám í félagsfræði. „Maður þarf að yfirstíga sína eigin fordóma,“ segir hann og vonar að sem flestir fái færi á að þiggja styrk frá sjóðnum. Þú getur! safnar fjármagni með styrktartónleikum með aðstoð tónlistarfólks og frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Eins og áður kom fram er Ólafur Þór stjórnarformaður sjóðsins en auk hans sitja í stjórn þau Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, Siv Friðleifsdóttir, séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðasókn, og dr. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira
Forvarna- og fræðslusjóðurinn Þú getur! hefur í áratug veitt einstaklingum námsstyrki. Allir styrkþegarnir eru greindir með geðsjúkdóma, eru í eflingarmeðferð og námi í háskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum eða tækniskólum. Í gær var árleg styrkveiting og fengu níu einstaklingar styrk til náms. Upphæð styrkjanna er 100 til 200 þúsund krónur. Allir styrkþegarnir eru í eflingarmeðferð og námi í háskólum, framhaldsskólum, tónlistarskólum eða tækniskólum.Ekki fjárhagslegir burðir í nám„Ég sá það í starfi mínu sem geðlæknir að það var svo algengt að ungt fólk, oft nýkomið með greiningu á alvarlegum veikindum, hafði ekki fjárhagslega burði til að stunda námið,“ segir Ólafur Þór Ævarsson, stjórnarformaður sjóðsins. „Ég sá að með tiltölulega litlum upphæðum var hægt að hjálpa fólki afskaplega mikið.“ Tíu til tólf manns fá styrkinn á ári hverju og hafa því um það bil 120 einstaklingar fengið styrkinn síðustu tíu ár. Ólafur vildi eyða fordómum og beita eflingu með styrkveitingunum. Það hefur tekist vonum framar. „Maður sér svo mikið af kraftaverkum. Námið er stór þáttur í þessu endurhæfingarferli,“ segir Ólafur.Grétar BjörnssonGrétar Björnsson hlaut námsstyrk síðastliðið haust og hann segir styrkinn hafa skipt sig miklu máli. „Auðvitað var gott að fá einhverjar krónur. En það sem var svo mikilvægt var að fá viðurkenninguna. Þetta varð einhvers konar viðurkenning frá samfélaginu og hvatning til að halda áfram,“ segir hann. „Krónurnar fóru hratt, en viðurkenningin lifir áfram.“ Grétar hefur barist við geðhvörf frá unglingsaldri. Grétar fékk greiningu um tvítugt og var lagður inn á geðdeild. „Á þessum tíma hélt ég að það yrði ekki mikið úr mér eða ég yrði nokkurn tímann fjölskyldumaður. Þetta voru mínir eigin fordómar. Maður er ekki á toppnum í samfélaginu þegar maður er lokaður inni á geðdeild og maður elst upp við að það sé hræðilegt að greinast með geðsjúkdóm.“Fjölskyldumaður i dagÍ dag er líf Grétars gjörbreytt. Hann á fjölskyldu, rekur heimili, er í vinnu og leggur stund á BA-nám í félagsfræði. „Maður þarf að yfirstíga sína eigin fordóma,“ segir hann og vonar að sem flestir fái færi á að þiggja styrk frá sjóðnum. Þú getur! safnar fjármagni með styrktartónleikum með aðstoð tónlistarfólks og frjálsum framlögum einstaklinga og fyrirtækja. Eins og áður kom fram er Ólafur Þór stjórnarformaður sjóðsins en auk hans sitja í stjórn þau Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, Siv Friðleifsdóttir, séra Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðasókn, og dr. Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands og fyrrverandi landlæknir. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Fleiri fréttir Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Sjá meira