Erfiðara að ná réttum niðurstöðum en áður Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. september 2016 14:00 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann á Bifröst, segir draga til mikilla tíðinda í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi við stjórnmálaflokkana á Íslandi sé hana að marka.Sjá: „Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig“ Hann segir þó sífellt erfiðara sé að fá réttar niðurstöður í skoðanakönnunum en áður. Breyting á síma- og nethögum fólks gerir það erfiðara að taka stjórnmálapúlsinn. Það vandamál einskorðast ekki við Ísland. „Flöktið á milli kannana gefur auðvitað tilefni til þess að maður velti fyrir sér hvort það sé orðið erfiðara að ná fram marktækum niðurstöður í könnunum,“ segir Eiríkur. „Við höfum séð þessa þróun í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar þar sem er orðið mun erfiðara en áður að ná marktækum niðurstöðum en áður. Maður veltir því fyrir sér hvort eitthvað svipað er að gerast hér þar sem er svo mikill munur á milli kannana,“ segir hann. Töluverður munur er á könnun Fréttablaðsins og MMR sem kom út fyrr í vikunni. Til að mynda er fylgi Sjálfstæðisflokksins 34,6 prósent hjá Fréttablaðinu en 20,6 prósent hjá MMR.Sjá: „Könnun MMR: Píratar og Sjálfstæðismenn tapa fylgi“ „Þó er margt athyglisvert í þessari könnun, sérstaklega það hversu mikið stökk Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp undir þá stöðu sem hann telur nú kannski besta í sinni sögu, að vera við 35 prósenta markið eða rétt undir því. Í nýlegri könnun er hann hinsvegar að mælast rétt yfir 20 prósentum og hann getur ekki verið á báðum stöðum í einu. Það er ekkert sem getur skýrt þetta stökk á milli tveggja daga.“Miklar sveiflur eru á milli skoðanakannana.Ýmsir þættir geta útskýrt muninn á könnununum. Báðar eru nýta viðurkennda aðferðafræði en aðferðirnar geta þó kallað fram mismunandi niðurstöður sem ber að hafa í huga þegar í þær er rýnt. Könnun MMR er til dæmis tekin yfir nokkra daga og sýnir ef til vill betur ákveðið viðhorf til lengri tíma. Fréttablaðskönnunin er tekin á einum degi og gæti sýnt hvernig landið liggur þann daginn. Þannig gætu nýlegir atburðir jafnvel haft meiri áhrif á þær niðurstöður. Þar vísar Eiríkur til sjónvarpskappræðna sem haldnar voru í síðustu viku. „Ég geri ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson hafi þótt standa sig vel í sjónvarpskappræðum um daginn og geri ráð fyrir að hann sé að njóta góðs af því núna,“ segir Eiríkur. „Annað sem vekur athygli er skörp dýfa Pírata. Það hefur svosem verið við búið að þeir myndu fara niður eftir því sem nær dregur kosningum. Eðlisfræðin í stjórnmálunum er þannig að maður geti átt von á því. Viðreisn nær ekki að rísa eins og maður hefði haldið að fólk þar á bæ þætti ásættanlegt og heldur ekki í átt að því sem sést hefur í öðrum könnunum,“ segir hann. „Þá vekur sérstaka athygli bág staða Samfylkingarinnar sem gerir einhvernveginn ekki neitt annað en að tapa fylgi í þessum Fréttablaðskönnunum og er núna innan við prósenti frá því að þurrkast út af þingi. Ef marka mætti þær niðurstöður væri það nú saga til næsta bæjar.“ Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann á Bifröst, segir draga til mikilla tíðinda í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi við stjórnmálaflokkana á Íslandi sé hana að marka.Sjá: „Píratar tapa miklu fylgi en Sjálfstæðisflokkur eykur við sig“ Hann segir þó sífellt erfiðara sé að fá réttar niðurstöður í skoðanakönnunum en áður. Breyting á síma- og nethögum fólks gerir það erfiðara að taka stjórnmálapúlsinn. Það vandamál einskorðast ekki við Ísland. „Flöktið á milli kannana gefur auðvitað tilefni til þess að maður velti fyrir sér hvort það sé orðið erfiðara að ná fram marktækum niðurstöður í könnunum,“ segir Eiríkur. „Við höfum séð þessa þróun í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar þar sem er orðið mun erfiðara en áður að ná marktækum niðurstöðum en áður. Maður veltir því fyrir sér hvort eitthvað svipað er að gerast hér þar sem er svo mikill munur á milli kannana,“ segir hann. Töluverður munur er á könnun Fréttablaðsins og MMR sem kom út fyrr í vikunni. Til að mynda er fylgi Sjálfstæðisflokksins 34,6 prósent hjá Fréttablaðinu en 20,6 prósent hjá MMR.Sjá: „Könnun MMR: Píratar og Sjálfstæðismenn tapa fylgi“ „Þó er margt athyglisvert í þessari könnun, sérstaklega það hversu mikið stökk Sjálfstæðisflokkurinn tekur upp undir þá stöðu sem hann telur nú kannski besta í sinni sögu, að vera við 35 prósenta markið eða rétt undir því. Í nýlegri könnun er hann hinsvegar að mælast rétt yfir 20 prósentum og hann getur ekki verið á báðum stöðum í einu. Það er ekkert sem getur skýrt þetta stökk á milli tveggja daga.“Miklar sveiflur eru á milli skoðanakannana.Ýmsir þættir geta útskýrt muninn á könnununum. Báðar eru nýta viðurkennda aðferðafræði en aðferðirnar geta þó kallað fram mismunandi niðurstöður sem ber að hafa í huga þegar í þær er rýnt. Könnun MMR er til dæmis tekin yfir nokkra daga og sýnir ef til vill betur ákveðið viðhorf til lengri tíma. Fréttablaðskönnunin er tekin á einum degi og gæti sýnt hvernig landið liggur þann daginn. Þannig gætu nýlegir atburðir jafnvel haft meiri áhrif á þær niðurstöður. Þar vísar Eiríkur til sjónvarpskappræðna sem haldnar voru í síðustu viku. „Ég geri ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson hafi þótt standa sig vel í sjónvarpskappræðum um daginn og geri ráð fyrir að hann sé að njóta góðs af því núna,“ segir Eiríkur. „Annað sem vekur athygli er skörp dýfa Pírata. Það hefur svosem verið við búið að þeir myndu fara niður eftir því sem nær dregur kosningum. Eðlisfræðin í stjórnmálunum er þannig að maður geti átt von á því. Viðreisn nær ekki að rísa eins og maður hefði haldið að fólk þar á bæ þætti ásættanlegt og heldur ekki í átt að því sem sést hefur í öðrum könnunum,“ segir hann. „Þá vekur sérstaka athygli bág staða Samfylkingarinnar sem gerir einhvernveginn ekki neitt annað en að tapa fylgi í þessum Fréttablaðskönnunum og er núna innan við prósenti frá því að þurrkast út af þingi. Ef marka mætti þær niðurstöður væri það nú saga til næsta bæjar.“
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira