Líkamsárás á Loftinu: Deilt um hvort Bent hafi nefbrotið Friðrik Bjarki Ármannsson skrifar 28. janúar 2016 14:00 Bent játað að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið á Loftinu. Vísir Aðalmeðferð í sakamáli gegn tónlistarmanninum og leikstjóranum Ágústi Bent Sigbertssyni fyrir líkamsárás gegn Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bent hefur játað brotið en í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 14. mars í fyrra á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Margir voru vitni að árásinni, líkt og Vísir greindi frá. Bent er gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið þannig að hann brotnaði á vinstra nefbeini, hlaut bólgur og mar og sprungna vör. Friðrik hefur sagt árásina „fólskulega.“ Fyrir dómi benti verjandi Bents á að hann hefur játað brotið og sýnt iðrun. Rottweiler-hundurinn fyrrverandi kom meðal annars fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ stuttu eftir árásina og sagðist þar hafa komið afsökunarbeiðni til Friðriks. Hann sagðist búast við því að hljóta dóm vegna árásarinnar.Viðtalið við Bent má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst þegar ein klukkustund og 38 mínútur eru liðnar af þættinum.Verjandi telur nefbrot ekki fullsannað Meint brot Bents varðar við 1. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga og getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þá gerir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, kröfu um rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd umbjóðanda síns. Árni Helgason, verjandi Bents, færði þó rök fyrir því fyrir dómi að heimfæra ætti brot Bents undir 217. grein sömu laga þar sem ekki væri fullsannað að Friðrik hefði nefbrotnað við árásina. Minniháttar líkamsárásir heyra undir 217. grein en í dómaframkvæmd hefur munurinn á 217. og 218. grein verið afmarkaður við beinbrot brotaþola.Í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut.Vísir/ValliÍ héraðsdómi í dag var rætt símleiðis við tvo lækna sem skrifuðu upp á vottorð vegna áverka Friðriks í fyrra. Sögðu þeir báðir að áverkarnir samræmdust frásögn hans vel. Læknir á bráðamóttöku gat ekki fullyrt að Friðrik hefði nefbrotnað en röntgenlæknir á Domus Medica, þangað sem Friðrik leitaði nokkru síðar, sagði að „ótilfært nefbrot“ hefði komið í ljós, þ.e. sprunga í nefbeini sem ekki er hægt að fullyrða að nái í gegnum allt beinið þar sem nefið er ekki skakkt. Sem fyrr segir, fer lögmaður Friðriks Larsens fram á rúmlega fjögurra milljóna króna skaðabætur. Segir hann Friðrik enn ekki hafa náð sér, hann sé enn að hitta sálfræðing vegna hennar og hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar við læknisskoðun. Þá hafi hann farið til Lundúna beint í kjölfar árásarinnar þar sem hann vildi ekki sýna illa útleikið andlit sitt vinum og samstarfsfélögum. Bent var ákærður fyrir líkamsárás árið 2010 fyrir árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt. Tengdar fréttir Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19 Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Aðalmeðferð í sakamáli gegn tónlistarmanninum og leikstjóranum Ágústi Bent Sigbertssyni fyrir líkamsárás gegn Friðriki Larsen, stjórnarformanni ÍMARK, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Bent hefur játað brotið en í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 14. mars í fyrra á skemmtistaðnum Loftinu í Austurstræti. Margir voru vitni að árásinni, líkt og Vísir greindi frá. Bent er gefið að sök að hafa slegið Friðrik ítrekað í andlitið þannig að hann brotnaði á vinstra nefbeini, hlaut bólgur og mar og sprungna vör. Friðrik hefur sagt árásina „fólskulega.“ Fyrir dómi benti verjandi Bents á að hann hefur játað brotið og sýnt iðrun. Rottweiler-hundurinn fyrrverandi kom meðal annars fram í útvarpsþættinum FM95BLÖ stuttu eftir árásina og sagðist þar hafa komið afsökunarbeiðni til Friðriks. Hann sagðist búast við því að hljóta dóm vegna árásarinnar.Viðtalið við Bent má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Það hefst þegar ein klukkustund og 38 mínútur eru liðnar af þættinum.Verjandi telur nefbrot ekki fullsannað Meint brot Bents varðar við 1. málsgrein 218. greinar almennra hegningarlaga og getur varðað allt að þriggja ára fangelsi. Þá gerir Einar Hugi Bjarnason, lögmaður Friðriks, kröfu um rúmlega fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir hönd umbjóðanda síns. Árni Helgason, verjandi Bents, færði þó rök fyrir því fyrir dómi að heimfæra ætti brot Bents undir 217. grein sömu laga þar sem ekki væri fullsannað að Friðrik hefði nefbrotnað við árásina. Minniháttar líkamsárásir heyra undir 217. grein en í dómaframkvæmd hefur munurinn á 217. og 218. grein verið afmarkaður við beinbrot brotaþola.Í héraðsdómi Reykjavíkur í dag var tekist á um alvarleika áverkanna sem Friðrik hlaut.Vísir/ValliÍ héraðsdómi í dag var rætt símleiðis við tvo lækna sem skrifuðu upp á vottorð vegna áverka Friðriks í fyrra. Sögðu þeir báðir að áverkarnir samræmdust frásögn hans vel. Læknir á bráðamóttöku gat ekki fullyrt að Friðrik hefði nefbrotnað en röntgenlæknir á Domus Medica, þangað sem Friðrik leitaði nokkru síðar, sagði að „ótilfært nefbrot“ hefði komið í ljós, þ.e. sprunga í nefbeini sem ekki er hægt að fullyrða að nái í gegnum allt beinið þar sem nefið er ekki skakkt. Sem fyrr segir, fer lögmaður Friðriks Larsens fram á rúmlega fjögurra milljóna króna skaðabætur. Segir hann Friðrik enn ekki hafa náð sér, hann sé enn að hitta sálfræðing vegna hennar og hafi sýnt einkenni áfallastreituröskunar við læknisskoðun. Þá hafi hann farið til Lundúna beint í kjölfar árásarinnar þar sem hann vildi ekki sýna illa útleikið andlit sitt vinum og samstarfsfélögum. Bent var ákærður fyrir líkamsárás árið 2010 fyrir árás sem átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Prikið árið 2008. Honum var ekki gerð refsing fyrir verknaðinn í Hæstarétti vegna þess að brotið var talið fyrnt.
Tengdar fréttir Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19 Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28 Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29 Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Bent játar líkamsárás en neitar afleiðingunum Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært leikstjórann og tónlistarmanninn Ágúst Bent Sigbertsson fyrir líkamsárás á Loftinu í mars fyrra. 20. janúar 2016 13:19
Líkamsárás á Loftinu: Bent lét höggin dynja á stjórnarformanni ÍMARK Friðrik Larsen hringdi sjálfur í lögreglu sem fylgdi honum á slysadeild. Ágúst Bent flúði af vettvangi. 16. mars 2015 14:28
Bent um líkamsárásina: Ég skeit á mig og missti mig í fimm sekúndur Ágúst Bent Sigbertsson sér eftir atvikinu á Loftinu og segist ætlar læra af því. 10. apríl 2015 19:29
Stjórnarformaður ÍMARK hyggst kæra Bent fyrir „fólskulega árás“ Atvikið átti sér stað á skemmtistaðnum Loftið eftir að ÍMARK-hátíðinni lauk. 17. mars 2015 17:24