Draumur sveitastelpu rætist Elín Albertsdóttir skrifar 1. október 2016 10:00 Anna Þuríður segir að gamall draumur hafi ræst þegar hún fékk tækifæri til að syngja inn á plötu með Birni Thor gítarleikara. Platan er nýkomin út. MYND/ANTON BRINK Bolvíkinginn Önnu Þuríði Sigurðardóttur hefur dreymt um að syngja opinberlega frá því að hún var barn. Sá draumur hefur ræst því Anna syngur á nýrri plötu Björns Thoroddsen. Upptakan fór fram í Nashville. Anna Þuríður sem er að stíga sín fyrstu skref á ferlinum segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna að plötunni. „Ég kynntist Birni þegar hann kom til Bolungarvíkur með Bítlatónleikana sína. Það var sumarið 2015 og hann vantaði söngkonu með sér á tónleikunum. Benni Sig sem heldur utan um tónleikahald á Bolungarvík benti á mig. Um haustið hafði Björn aftur samband og spurði hvort ég væri til í að koma í stúdíó í smá demó-upptöku. Ég vissi ekkert fyrir hvað það var. Síðan hringdi hann aftur og bauð mér að vera með sér á plötunni.“Allir þekkja alla Anna Þuríður stundar nám í Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún býr í borginni meðan á námi stendur. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínulítil, kem úr mjög söngelskri fjölskyldu. Við vorum alltaf að syngja þótt það væri ekki opinberlega. Ég hef líka sungið í kórum og æfði söng á tímabili hjá Bjarneyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Stundum þegar eitthvað var að gerast á Bolungarvík var ég beðin að syngja en þetta er lítill bær og allir þekkja alla,“ segir Anna Þuríður sem ólst upp á sveitabæ í Önundarfirði en flutti til Bolungarvíkur árið 2002 með foreldrum sínum, þá fjórtán ára. „Það var nokkuð mikil breyting að flytja frá sveitabæ í þorp.“Hópurinn sem kom að plötunni í Nashville. Frá hægri Tammy King, Brian Allen, Anna Bjössi Thor, Robben Ford, Jerru Douglas, Rick Wheeler, Erlingur Óttar og Wes Little.Björn Thor hafði verið að leita að söngkonu og sendi demó-upptökuna til Bandaríkjanna en hann var í samstarfi við Robben Ford sem er vel þekkt nafn í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Ford hefur unnið með stórstjörnum á borð við George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis. Honum leist vel á rödd þessarar ungu söngkonu frá Bolungarvík. Það varð því úr að Anna fór með Birni til Nashville.Draumur að rætast „Þetta var draumur að rætast og ég trúðu þessu varla fyrst. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna. „Þetta eru kántrírokklög sem voru tekin upp í hjarta þessarar tónlistar. Ég hafði aldrei komið til Nashville eða Bandaríkjanna og maður fékk alveg rétta andann yfir sig þarna. Nashville er alveg eins og í bíómyndum, kúrekastígvél og hattar áberandi. Við unnum með þvílíkt flottum listamönnum þarna og ég er búin að læra meira á þessu eina ári sem liðið er heldur en alla ævi fram að því,“ segir Anna Þuríður. Plata Björns þykir frábrugðin flestu því sem hann hefur áður gert.Góð saman. Robben Ford, Bjössi Thor, Anna Þuríður.Nú þegar hafa Anna og Björn haldið tvenna tónleika, fyrst á Grenivík og síðan í Bolungarvík. Næst á dagskrá eru útgáfutónleikar í Háskólabíói 22. október. Það verður í fyrsta skipti sem Anna Þuríður kemur fram á stóru sviði. „Ég reyni að halda mér á jörðinni en ég er mjög spennt fyrir þessu kvöldi. Svo erum við að undirbúa tónleikaferðalag. Ég vona innilega að ég fái fleiri tækifæri í söngnum,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að starfa við þetta.“ Anna Þuríður segist vera mikill Eurovision-aðdáandi og hefur alla tíð dreymt um að syngja í keppninni. „Eurovision er heilagt í mínum huga,“ segir hún en íþróttir eru líka stórt áhugamál hjá henni ásamt hestamennsku. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Bolvíkinginn Önnu Þuríði Sigurðardóttur hefur dreymt um að syngja opinberlega frá því að hún var barn. Sá draumur hefur ræst því Anna syngur á nýrri plötu Björns Thoroddsen. Upptakan fór fram í Nashville. Anna Þuríður sem er að stíga sín fyrstu skref á ferlinum segir að það hafi verið einstaklega ánægjulegt að vinna að plötunni. „Ég kynntist Birni þegar hann kom til Bolungarvíkur með Bítlatónleikana sína. Það var sumarið 2015 og hann vantaði söngkonu með sér á tónleikunum. Benni Sig sem heldur utan um tónleikahald á Bolungarvík benti á mig. Um haustið hafði Björn aftur samband og spurði hvort ég væri til í að koma í stúdíó í smá demó-upptöku. Ég vissi ekkert fyrir hvað það var. Síðan hringdi hann aftur og bauð mér að vera með sér á plötunni.“Allir þekkja alla Anna Þuríður stundar nám í Háskóla Íslands í íþrótta- og heilsufræði. Hún býr í borginni meðan á námi stendur. „Ég byrjaði að syngja þegar ég var pínulítil, kem úr mjög söngelskri fjölskyldu. Við vorum alltaf að syngja þótt það væri ekki opinberlega. Ég hef líka sungið í kórum og æfði söng á tímabili hjá Bjarneyju Ingibjörgu Gunnlaugsdóttur. Stundum þegar eitthvað var að gerast á Bolungarvík var ég beðin að syngja en þetta er lítill bær og allir þekkja alla,“ segir Anna Þuríður sem ólst upp á sveitabæ í Önundarfirði en flutti til Bolungarvíkur árið 2002 með foreldrum sínum, þá fjórtán ára. „Það var nokkuð mikil breyting að flytja frá sveitabæ í þorp.“Hópurinn sem kom að plötunni í Nashville. Frá hægri Tammy King, Brian Allen, Anna Bjössi Thor, Robben Ford, Jerru Douglas, Rick Wheeler, Erlingur Óttar og Wes Little.Björn Thor hafði verið að leita að söngkonu og sendi demó-upptökuna til Bandaríkjanna en hann var í samstarfi við Robben Ford sem er vel þekkt nafn í tónlistarheiminum í Bandaríkjunum. Ford hefur unnið með stórstjörnum á borð við George Harrison, Joni Mitchell og Miles Davis. Honum leist vel á rödd þessarar ungu söngkonu frá Bolungarvík. Það varð því úr að Anna fór með Birni til Nashville.Draumur að rætast „Þetta var draumur að rætast og ég trúðu þessu varla fyrst. Þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ segir Anna. „Þetta eru kántrírokklög sem voru tekin upp í hjarta þessarar tónlistar. Ég hafði aldrei komið til Nashville eða Bandaríkjanna og maður fékk alveg rétta andann yfir sig þarna. Nashville er alveg eins og í bíómyndum, kúrekastígvél og hattar áberandi. Við unnum með þvílíkt flottum listamönnum þarna og ég er búin að læra meira á þessu eina ári sem liðið er heldur en alla ævi fram að því,“ segir Anna Þuríður. Plata Björns þykir frábrugðin flestu því sem hann hefur áður gert.Góð saman. Robben Ford, Bjössi Thor, Anna Þuríður.Nú þegar hafa Anna og Björn haldið tvenna tónleika, fyrst á Grenivík og síðan í Bolungarvík. Næst á dagskrá eru útgáfutónleikar í Háskólabíói 22. október. Það verður í fyrsta skipti sem Anna Þuríður kemur fram á stóru sviði. „Ég reyni að halda mér á jörðinni en ég er mjög spennt fyrir þessu kvöldi. Svo erum við að undirbúa tónleikaferðalag. Ég vona innilega að ég fái fleiri tækifæri í söngnum,“ segir hún. „Það væri algjör draumur að starfa við þetta.“ Anna Þuríður segist vera mikill Eurovision-aðdáandi og hefur alla tíð dreymt um að syngja í keppninni. „Eurovision er heilagt í mínum huga,“ segir hún en íþróttir eru líka stórt áhugamál hjá henni ásamt hestamennsku.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Lærðu að tala við gervigreindina og fá svör sem virka! Lífið samstarf Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira