Harmageddon

Púlsinn 19.ágúst 2014

Orri Freyr Rúnarsson skrifar
AFP/Nordic Photos
Hljómsveitarmeðlimir Mötley Crue eru allir á því að síðustu tónleikar sveitarinnar eigi að fara fram í Los Angeles og þá helst á Whiskey-A-Go-Go klúbbnum en þar hóf hljómsveitin feril sinn. Mötley Crue eru þessa daganna á tónleikaferðalagi sem verður þeirra allra síðasta og hafa meðlimir hljómsveitarinnar skrifað undir samninga þess efnis að þeir geta aldrei aftur spilað saman undir merkjum Mötley Crue. Það er þó ekki alveg komið að lokum hjá þeim enda vilja þeir enda ferilinn þann 17.janúar 2016 en þá eru einmitt 35 ár frá því að þeir stofnuðu hljómsveitina.Svo virðist sem raftónlistarmaðurinn Aphex Twin sé loks að fara að gefa út nýja plötu. En þetta tilkynnti hann á Twitter svæði sínu í gær. Þar setti hann inn link sem eingöngu er þó hægt að nálgast með Thor vafranum enda vísar linkurinn á síðu sem ekki er aðgengileg með hefbundnum netvöfrum. Á síðunni virtist vera plötulisti ásamt lagalista en frekari upplýsingar hafa ekki fengist staðfestar. En í síðustu viku sást einmitt loftbelgur með Aphex Twin logó-inu svífa yfir bæði London og New York.Nú hefur vefsíða í Síle sakað áströlsku hljómsveitina Tame Impala um brot á höfundarréttarlögum útaf laginu Feels Like We Only Go Backwards sem er á Grammy verðlauna plötunni Lonerism sem kom út árið 2012. Samkvæmt grein á vefsíðunni svipar laginu óheyrilega mikil til lagsins Oceano með argentísku barnastjörnunni Pablito Ruiz, en lagið kom út árið 1989. Þessu til stuðnings birtist einnig myndband á vefsíðunni þar sem að lögin 2 eru borin saman og að sjálfsögðu er hægt að hlusta á tóndæmi á harmageddon.is En hvorki Tame Impala né Ruiz hafa brugðist við þessum ásökunum. 

Tengd skjöl


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.