Tony Hawk á Íslandi: Heilsaði upp á aðdáendur í Brettagarðinum og skoðaði Jökulsárlón Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2015 18:41 Tony Hawk ásamt Jóhanni Óskari Borgþórssyni, formanni Brettafélags Hafnarfjarðar, en Hawk leit við í Brettagarðinn í Hafnarfirði ásamt því að skoða Jökulsárlón. „Ég hef aldrei verið svona starstrucked áður og hef séð þá nokkra,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður Brettafélags Hafnarfjarðar, um bandarísku hjólabrettagoðsögnina Tony Hawk sem leit við í hjólabrettagarðinum í Hafnarfirði í dag. Tony Hawk er hér á landi í fríi og er búist við að hann verði hér í tvo daga til viðbótar ásamt konu sinni. Hann hafði nýlokið þátttöku á góðgerðamóti í Stokkhólmi í Svíþjóð þegar hann ákvað að verja nokkrum dögum á Íslandi. Leon S. Kemp, sem situr í stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar, tók eftir myndum Tony Hawks frá Íslandi á Instagram-síðu hans og setti sig í samband við kappann. Hann leit við í verslun Leons í Kringlunni, Mohawk, og fékk þar leiðbeiningar frá Steinari Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, upp í hjólabrettagarðinn í Hafnarfirði. „Hann bara brunaði suður eftir og það varð allt logandi. Það var eini fyrirvarinn sem við höfðum,“ segir Jóhann Óskar um veru Hawks í garðinum sem segir þessa heimsókn í líkingu við ef körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefði litið við á körfuboltaæfingu hjá Haukum í Hafnarfirði. „Við erum að tala um að það hefur enginn annar markað önnur eins spor í íþróttinni og þessi drengur,“ segir Jóhann. Hér má sjá Tony Hawk taka „handplant“ í Brettagarðinum í Hafnarfirði. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann er ennþá nokkuð fimur þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára gamall. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann gaf sér tíma til að spjalla við unga aðdáendur sína. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Og skoðaði Jökulsárlón. Jökulsárlón Glacier is so goth right now. A photo posted by Tony Hawk (@tonyhawk) on Mar 16, 2015 at 1:02pm PDT Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira
„Ég hef aldrei verið svona starstrucked áður og hef séð þá nokkra,“ segir Jóhann Óskar Borgþórsson, formaður Brettafélags Hafnarfjarðar, um bandarísku hjólabrettagoðsögnina Tony Hawk sem leit við í hjólabrettagarðinum í Hafnarfirði í dag. Tony Hawk er hér á landi í fríi og er búist við að hann verði hér í tvo daga til viðbótar ásamt konu sinni. Hann hafði nýlokið þátttöku á góðgerðamóti í Stokkhólmi í Svíþjóð þegar hann ákvað að verja nokkrum dögum á Íslandi. Leon S. Kemp, sem situr í stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar, tók eftir myndum Tony Hawks frá Íslandi á Instagram-síðu hans og setti sig í samband við kappann. Hann leit við í verslun Leons í Kringlunni, Mohawk, og fékk þar leiðbeiningar frá Steinari Fjeldsted, betur þekktur sem Steini í Quarashi, upp í hjólabrettagarðinn í Hafnarfirði. „Hann bara brunaði suður eftir og það varð allt logandi. Það var eini fyrirvarinn sem við höfðum,“ segir Jóhann Óskar um veru Hawks í garðinum sem segir þessa heimsókn í líkingu við ef körfuboltagoðsögnin Michael Jordan hefði litið við á körfuboltaæfingu hjá Haukum í Hafnarfirði. „Við erum að tala um að það hefur enginn annar markað önnur eins spor í íþróttinni og þessi drengur,“ segir Jóhann. Hér má sjá Tony Hawk taka „handplant“ í Brettagarðinum í Hafnarfirði. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann er ennþá nokkuð fimur þrátt fyrir að vera orðinn 46 ára gamall. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Hann gaf sér tíma til að spjalla við unga aðdáendur sína. Post by Brettafélag Hafnarfjarðar.Og skoðaði Jökulsárlón. Jökulsárlón Glacier is so goth right now. A photo posted by Tony Hawk (@tonyhawk) on Mar 16, 2015 at 1:02pm PDT
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Fleiri fréttir Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Sjá meira