„Áformin lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspóst gagnvart þjónustuhlutverki sínu við landið allt,“ segir í bókun bæjarráðs Fljótsdalshéraðs þar sem mótmælt er fyrirhugaðri skerðingu á þjónustu Íslandspósts í dreifbýli.
Pósti verður dreift annan hvern virkan dag í dreifbýli í staðinn fyrir alla virka daga.
„Verði af þessum áformum liggur fyrir að það hefur verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði og atvinnu í dreifbýli, sérstaklega á tímum þar sem mikið getur legið við að vörur og varahlutir berist með skjótum hætti,“ segir bæjarráð Fljótsdalshéraðs.
Lýsir grátlegu metnaðarleysi

Tengdar fréttir

Telja einkaréttinn kvöð
Í undirbúningi er frumvarp til að afnema einkarétt Íslandspósts á sendingum undir 50 grömmum. Forstjóri Íslandspósts segir að fyrirtækið vilji frelsi til að ráða hvar þjónustan sé.

Póstinum dreift annan hvern dag og verð hækkað
Félag atvinnurekenda vill að úttekt verði gerð á rekstri Íslandspósts.

Vísar gagnrýni vegna Íslandspósts á bug
Póst og fjarskiptastofnun segir það rangt að stofnunin hafi heimilað hækkun gjaldskrár Íslandspósts án þess að fyrir liggi mat stofnunarinnar á kostnaðargrunni félagsins.