Póstinum dreift annan hvern dag og verð hækkað Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2016 15:14 Vísir/Hari Íslandspóstur ætlar á næstunni að fækka dreifingardögum í annan hvern virkan dag í dreifbýlum og verðskrá fyrirtækisins hefur verið hækkuð um allt að 26,4 prósent. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir með ólíkundum að hækkanir séu ítrekað samþykktar þrátt fyrir að ekki sé vitað hver kostnaðargrunnur Íslandspósts er. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, ítrekar á vef félagsins fyrri áskoranir til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, að hún láti gera úttekt á rekstri Íslandspóst og tryggi fullnægjandi eftirlit með fyrirtækinu. „Ráðherrann hefur sagt að hún telji að afnema eigi einkaréttinn og selja Íslandspóst. Fyrst þarf að komast til botns í því hvort fyrirtækið hefur farið að lögum og reglum eða hvort einkaréttarreksturinn hefur verið látinn niðurgreiða samkeppnisrekstur. Annars er augljóslega vitlaust gefið við einkavæðingu,“ segir Ólafur.Fækka dreifingardögum Á vef Íslandspósts segir að þann 1. mars næstkomandi muni dreifingardögum fækka í annan hvern virkan dag á „dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri miðað við samskonar kostnað í þéttbýli.“ Á vef RÚV kemur fram að Íslandspóstur hafi sagt upp samningum við 37 verktaka. Landpóstum verður fækkað og störf þeirra sameinuð og þjónustusvæði stækkuð. Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun heimilað Íslandspósti á undanförnum mánuðum að hækka gjöld um allt að 26,4 prósent á bréfapósti sem fyrirtækið hafi einkarétt á að dreifa.Hækka verð Á vef Félags atvinnurekenda er farið yfir hækkanir á verðskrám Íslandspósts í einkarétti. Þar segir að A-póstur hafi hækkað úr 145 krónum 1. mars 2015 í 170 krónur 1. janúar 2016, eða um 16,1 prósent. B-póstur hefur á sama tímabili hækkað úr 125 krónum í 155 krónur, eða um 24 prósent. Þá hefur magnpóstur A hækkað úr 107 krónum í 130 krónur, eða um 21,5 prósent og Magnpóstur B úr 87 krónum í 110 krónur, eða um 26,4 prósent. „Magnpóstur í B-flokki er sá póstflokkur sem mest er notaður, fyrst og fremst af fyrirtækjum til samskipta við viðskiptavini sína, og hefur jafnframt hækkað mest. Ríflegar hækkanir póstburðargjalda voru samþykktar í lok síðasta árs, þrátt fyrir að Póst- og fjarskiptastofnun hafi á sama tíma heimilað Íslandspósti að draga verulega úr þjónustu sinni í dreifbýli og dreifa pósti aðeins annan hvern virkan dag,“ segir á vef FA. Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Íslandspóstur ætlar á næstunni að fækka dreifingardögum í annan hvern virkan dag í dreifbýlum og verðskrá fyrirtækisins hefur verið hækkuð um allt að 26,4 prósent. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir með ólíkundum að hækkanir séu ítrekað samþykktar þrátt fyrir að ekki sé vitað hver kostnaðargrunnur Íslandspósts er. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, ítrekar á vef félagsins fyrri áskoranir til Ólafar Nordal, innanríkisráðherra, að hún láti gera úttekt á rekstri Íslandspóst og tryggi fullnægjandi eftirlit með fyrirtækinu. „Ráðherrann hefur sagt að hún telji að afnema eigi einkaréttinn og selja Íslandspóst. Fyrst þarf að komast til botns í því hvort fyrirtækið hefur farið að lögum og reglum eða hvort einkaréttarreksturinn hefur verið látinn niðurgreiða samkeppnisrekstur. Annars er augljóslega vitlaust gefið við einkavæðingu,“ segir Ólafur.Fækka dreifingardögum Á vef Íslandspósts segir að þann 1. mars næstkomandi muni dreifingardögum fækka í annan hvern virkan dag á „dreifbýlissvæðum, þar sem kostnaður við dreifingu er þrefaldur eða meiri miðað við samskonar kostnað í þéttbýli.“ Á vef RÚV kemur fram að Íslandspóstur hafi sagt upp samningum við 37 verktaka. Landpóstum verður fækkað og störf þeirra sameinuð og þjónustusvæði stækkuð. Þá hefur Póst- og fjarskiptastofnun heimilað Íslandspósti á undanförnum mánuðum að hækka gjöld um allt að 26,4 prósent á bréfapósti sem fyrirtækið hafi einkarétt á að dreifa.Hækka verð Á vef Félags atvinnurekenda er farið yfir hækkanir á verðskrám Íslandspósts í einkarétti. Þar segir að A-póstur hafi hækkað úr 145 krónum 1. mars 2015 í 170 krónur 1. janúar 2016, eða um 16,1 prósent. B-póstur hefur á sama tímabili hækkað úr 125 krónum í 155 krónur, eða um 24 prósent. Þá hefur magnpóstur A hækkað úr 107 krónum í 130 krónur, eða um 21,5 prósent og Magnpóstur B úr 87 krónum í 110 krónur, eða um 26,4 prósent. „Magnpóstur í B-flokki er sá póstflokkur sem mest er notaður, fyrst og fremst af fyrirtækjum til samskipta við viðskiptavini sína, og hefur jafnframt hækkað mest. Ríflegar hækkanir póstburðargjalda voru samþykktar í lok síðasta árs, þrátt fyrir að Póst- og fjarskiptastofnun hafi á sama tíma heimilað Íslandspósti að draga verulega úr þjónustu sinni í dreifbýli og dreifa pósti aðeins annan hvern virkan dag,“ segir á vef FA.
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent