Farþegar yfirbuguðu dólginn eftir að hann greip í stýrið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2016 14:52 „Venjulega næst að róa menn eða mönnum er ekki hleypt um borð,“ segir Kristján Daníelsson hjá Kynnisferðum. Það sé þó alltaf spurning hversu ölvaður maður megi vera til að fá að fara með rútunni. Vísir/Ernir Snörum handtökum bílstjóra og farþega flugrútunnar má þakka að ekki fór illa þegar ölvaður farþegi greip í stýrið á fullri ferð. Bílstjórinn snarhemlaði og nokkrir farþegar yfirbuguðu manninn. Lögregla var kölluð til og var hún mætt innan skamms tíma og handtók manninn. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Þannig hafi umræddur farþegi verið með eitthvað lítilsháttar vesen eftir að hann kom um borð í rútuna við flugstöðina. Annar farþegi hafi náð að halda honum rólegum en þegar sá yfirgaf flugrútuna í Hafnarfirði var friðurinn úti.Gerði atlögu að bílstjóranum „Þá æsist hann upp og gerir atlögu að bílstjóranum á ferð,“ segir Kristján. Eðli málsins samkvæmt hafi skapast hætta en bílstjórinn hafði brugðist hratt við og stöðvað bílinn. Tveir til þrír farþegar hafi hjálpast að við að yfirbuga manninn sem lögregla handtók. Nokkru áður hafði maðurinn hringt í lögreglu og tilkynnt að bílstjórinn væri undir áhrifum. Mæling á vettvangi leiddi í ljós að ekkert áfengi var að finna í blóði bílstjórans. Allt annað gilti um þann sem handtekinn var. Kristján segir að því miður lendi flugrútan í því annað slagið að ölvaðir einstaklingar láti illa um borð í rútunni en sem betur fer sé það ekki reglulega. „Venjulega næst að róa menn eða mönnum er ekki hleypt um borð,“ segir Kristján. Það sé þó alltaf spurning hversu ölvaður maður megi vera til að fá að fara með rútunni.„Gríðarlega sjokkerandi“ Starfsfólk og bílstjórar Kynnisferða eru upp til hópa vel þjálfaðir og vanir. Þetta atvik verði þó tekið til sérstakrar skoðunar og yfirfarið. Bílstjóranum hafi verið boðin áfallahjálp og aðstoð. Hann ráði því sjálfur hvort hann þiggi hann en misjafnt sé hve mikil áhrif atvik sem þessi hafi á einstaklinga. „Þetta er auðvitað ekki þægilegt að vera á ferð og einhver kemur og grípur í stýrið. Þetta er gríðarlega sjokkerandi.“ Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort um Íslending eða ferðamann var að ræða en líklegt má telja að upp ofurölvi heimamann hafi verið að ræða fyrst hann hringdi að eigin frumkvæði í neyðarlínuna og tilkynnti um ölvaðan bílstjóra, sem reyndist enginn fótur fyrir. Tengdar fréttir Dólgur í flugvallarútunni Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. 19. janúar 2016 10:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Snörum handtökum bílstjóra og farþega flugrútunnar má þakka að ekki fór illa þegar ölvaður farþegi greip í stýrið á fullri ferð. Bílstjórinn snarhemlaði og nokkrir farþegar yfirbuguðu manninn. Lögregla var kölluð til og var hún mætt innan skamms tíma og handtók manninn. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Þannig hafi umræddur farþegi verið með eitthvað lítilsháttar vesen eftir að hann kom um borð í rútuna við flugstöðina. Annar farþegi hafi náð að halda honum rólegum en þegar sá yfirgaf flugrútuna í Hafnarfirði var friðurinn úti.Gerði atlögu að bílstjóranum „Þá æsist hann upp og gerir atlögu að bílstjóranum á ferð,“ segir Kristján. Eðli málsins samkvæmt hafi skapast hætta en bílstjórinn hafði brugðist hratt við og stöðvað bílinn. Tveir til þrír farþegar hafi hjálpast að við að yfirbuga manninn sem lögregla handtók. Nokkru áður hafði maðurinn hringt í lögreglu og tilkynnt að bílstjórinn væri undir áhrifum. Mæling á vettvangi leiddi í ljós að ekkert áfengi var að finna í blóði bílstjórans. Allt annað gilti um þann sem handtekinn var. Kristján segir að því miður lendi flugrútan í því annað slagið að ölvaðir einstaklingar láti illa um borð í rútunni en sem betur fer sé það ekki reglulega. „Venjulega næst að róa menn eða mönnum er ekki hleypt um borð,“ segir Kristján. Það sé þó alltaf spurning hversu ölvaður maður megi vera til að fá að fara með rútunni.„Gríðarlega sjokkerandi“ Starfsfólk og bílstjórar Kynnisferða eru upp til hópa vel þjálfaðir og vanir. Þetta atvik verði þó tekið til sérstakrar skoðunar og yfirfarið. Bílstjóranum hafi verið boðin áfallahjálp og aðstoð. Hann ráði því sjálfur hvort hann þiggi hann en misjafnt sé hve mikil áhrif atvik sem þessi hafi á einstaklinga. „Þetta er auðvitað ekki þægilegt að vera á ferð og einhver kemur og grípur í stýrið. Þetta er gríðarlega sjokkerandi.“ Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort um Íslending eða ferðamann var að ræða en líklegt má telja að upp ofurölvi heimamann hafi verið að ræða fyrst hann hringdi að eigin frumkvæði í neyðarlínuna og tilkynnti um ölvaðan bílstjóra, sem reyndist enginn fótur fyrir.
Tengdar fréttir Dólgur í flugvallarútunni Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. 19. janúar 2016 10:31 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Sjá meira
Dólgur í flugvallarútunni Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. 19. janúar 2016 10:31
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent