Farþegar yfirbuguðu dólginn eftir að hann greip í stýrið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2016 14:52 „Venjulega næst að róa menn eða mönnum er ekki hleypt um borð,“ segir Kristján Daníelsson hjá Kynnisferðum. Það sé þó alltaf spurning hversu ölvaður maður megi vera til að fá að fara með rútunni. Vísir/Ernir Snörum handtökum bílstjóra og farþega flugrútunnar má þakka að ekki fór illa þegar ölvaður farþegi greip í stýrið á fullri ferð. Bílstjórinn snarhemlaði og nokkrir farþegar yfirbuguðu manninn. Lögregla var kölluð til og var hún mætt innan skamms tíma og handtók manninn. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Þannig hafi umræddur farþegi verið með eitthvað lítilsháttar vesen eftir að hann kom um borð í rútuna við flugstöðina. Annar farþegi hafi náð að halda honum rólegum en þegar sá yfirgaf flugrútuna í Hafnarfirði var friðurinn úti.Gerði atlögu að bílstjóranum „Þá æsist hann upp og gerir atlögu að bílstjóranum á ferð,“ segir Kristján. Eðli málsins samkvæmt hafi skapast hætta en bílstjórinn hafði brugðist hratt við og stöðvað bílinn. Tveir til þrír farþegar hafi hjálpast að við að yfirbuga manninn sem lögregla handtók. Nokkru áður hafði maðurinn hringt í lögreglu og tilkynnt að bílstjórinn væri undir áhrifum. Mæling á vettvangi leiddi í ljós að ekkert áfengi var að finna í blóði bílstjórans. Allt annað gilti um þann sem handtekinn var. Kristján segir að því miður lendi flugrútan í því annað slagið að ölvaðir einstaklingar láti illa um borð í rútunni en sem betur fer sé það ekki reglulega. „Venjulega næst að róa menn eða mönnum er ekki hleypt um borð,“ segir Kristján. Það sé þó alltaf spurning hversu ölvaður maður megi vera til að fá að fara með rútunni.„Gríðarlega sjokkerandi“ Starfsfólk og bílstjórar Kynnisferða eru upp til hópa vel þjálfaðir og vanir. Þetta atvik verði þó tekið til sérstakrar skoðunar og yfirfarið. Bílstjóranum hafi verið boðin áfallahjálp og aðstoð. Hann ráði því sjálfur hvort hann þiggi hann en misjafnt sé hve mikil áhrif atvik sem þessi hafi á einstaklinga. „Þetta er auðvitað ekki þægilegt að vera á ferð og einhver kemur og grípur í stýrið. Þetta er gríðarlega sjokkerandi.“ Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort um Íslending eða ferðamann var að ræða en líklegt má telja að upp ofurölvi heimamann hafi verið að ræða fyrst hann hringdi að eigin frumkvæði í neyðarlínuna og tilkynnti um ölvaðan bílstjóra, sem reyndist enginn fótur fyrir. Tengdar fréttir Dólgur í flugvallarútunni Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. 19. janúar 2016 10:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Snörum handtökum bílstjóra og farþega flugrútunnar má þakka að ekki fór illa þegar ölvaður farþegi greip í stýrið á fullri ferð. Bílstjórinn snarhemlaði og nokkrir farþegar yfirbuguðu manninn. Lögregla var kölluð til og var hún mætt innan skamms tíma og handtók manninn. Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir mikla mildi að ekki hafi farið verr. Þannig hafi umræddur farþegi verið með eitthvað lítilsháttar vesen eftir að hann kom um borð í rútuna við flugstöðina. Annar farþegi hafi náð að halda honum rólegum en þegar sá yfirgaf flugrútuna í Hafnarfirði var friðurinn úti.Gerði atlögu að bílstjóranum „Þá æsist hann upp og gerir atlögu að bílstjóranum á ferð,“ segir Kristján. Eðli málsins samkvæmt hafi skapast hætta en bílstjórinn hafði brugðist hratt við og stöðvað bílinn. Tveir til þrír farþegar hafi hjálpast að við að yfirbuga manninn sem lögregla handtók. Nokkru áður hafði maðurinn hringt í lögreglu og tilkynnt að bílstjórinn væri undir áhrifum. Mæling á vettvangi leiddi í ljós að ekkert áfengi var að finna í blóði bílstjórans. Allt annað gilti um þann sem handtekinn var. Kristján segir að því miður lendi flugrútan í því annað slagið að ölvaðir einstaklingar láti illa um borð í rútunni en sem betur fer sé það ekki reglulega. „Venjulega næst að róa menn eða mönnum er ekki hleypt um borð,“ segir Kristján. Það sé þó alltaf spurning hversu ölvaður maður megi vera til að fá að fara með rútunni.„Gríðarlega sjokkerandi“ Starfsfólk og bílstjórar Kynnisferða eru upp til hópa vel þjálfaðir og vanir. Þetta atvik verði þó tekið til sérstakrar skoðunar og yfirfarið. Bílstjóranum hafi verið boðin áfallahjálp og aðstoð. Hann ráði því sjálfur hvort hann þiggi hann en misjafnt sé hve mikil áhrif atvik sem þessi hafi á einstaklinga. „Þetta er auðvitað ekki þægilegt að vera á ferð og einhver kemur og grípur í stýrið. Þetta er gríðarlega sjokkerandi.“ Ekki hafa fengist upplýsingar frá lögreglu hvort um Íslending eða ferðamann var að ræða en líklegt má telja að upp ofurölvi heimamann hafi verið að ræða fyrst hann hringdi að eigin frumkvæði í neyðarlínuna og tilkynnti um ölvaðan bílstjóra, sem reyndist enginn fótur fyrir.
Tengdar fréttir Dólgur í flugvallarútunni Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. 19. janúar 2016 10:31 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Dólgur í flugvallarútunni Farþegi í rútu á leið frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar hringdi í lögreglu um eittleytið í nótt og tilkynnti að ökumaður rútunnar væri ölvaður. 19. janúar 2016 10:31