BSRB gæti klofnað verði lífeyrisfrumvarp samþykkt óbreytt Heimir Már Pétursson skrifar 20. desember 2016 12:00 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Bandalag starfmanna ríkis og bæja gæti klofnað verði frumvarp fjármálaráðherra um jöfnun lífeyrisréttinda samþykkt óbreytt. Fjögur aðildarfélög bandalagsins hafa boðað úrsögn úr því verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði fram í upphafi yfirstandandi þings frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði með nokkrum breytingum frá fyrra frumvarpi um sama mál sem lagt var fram rétt fyrir kosningar. Frumvarpið byggir á samkomulagi ríkis og sveitarfélaga við aðila vinnumarkaðrins. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB segir frumvarpið í núverandi mynd ekki ganga nógu langt til að bandalagið geti sætt sig við það. „Við höfum ekki séð frumvarpið eftir að það kom úr nefnd. En við höfum þá trú að ekki sé gerðar miklar breytingar á því frá því frumvarpið var lagt fram núna á þessu þingi og við teljum það ekki nægjanlegt,“ segir Elín Björg.Ekki staðið við samkomulag BSRB telji að með frumvarpinu sé ekki staðið við það samkomulag sem gert var síðast liðið haust. Í frumvarpinu sé gert ráð fyrir að þeir sem eru 60 ára og eldri njóti baktryggingar ári illa hjá lífeyrissjóðunum. „En það er ekki bakábyrgð á réttindum þeirra sem eru yngri en 60 ára. Það er ekki í samræmi við það samkomulag sem við gerðum við okkar viðsemjendur. Bakábyrgðin er eins konar trygging Auðvitað er það þannig með tryggingar að vonandi þarf aldrei til þeirra að koma. En við vitum það ekki og það var samið um að þessi réttindi skyldu halda,“ segir formaður BSRB.Launamunur ekki brúaður Landssamband lögreglumanna, Sjúkraliðafélag Íslands, Landssamband slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna og Tollvarðafélag hafa boðað að þau muni jafnvel segja sig úr BSRB ef frumvarið verði samþykkt óbreytt. Að mati ofangreindra félaga er ekki nægjanlega tryggt í samkomulaginu að launamunur milli opinbera- og einkageirans sé brúaður en það á að gerast á 6 – 10 árum. Einnig sé því mótmælt að lífeyristöku stétta sem hafa sérstöðu varðandi lífeyristöku sé breytt úr 65 árum í 67. Þar sé átt við átt við stórt hlutfall vaktavinnufólks. „Það er auðvitað mjög félagslega erfitt ef aðildarfélög bandalagsins eru ekki sammála langflestum félögunum og það munum við auðvitað vinna innan bandalagsins. En það er auðsitað þeirra að meta hvar hagsmunum þeirra er best borgið. Hvort það sé innan heildarsamtakanna eða ekki,“ segir Elín Björg Jónsdóttir.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira