Fjórtán ára leita aðstoðar við klámfíkn Snærós Sindradóttir skrifar 21. desember 2016 05:00 Mörg börn sjá klám í fyrsta sinn um átta ára aldur. NordicPhotos/Getty Dæmi eru um að fjórtán ára unglingar hafi þurft að leita sálfræðiaðstoðar við klámfíkn þegar notkun þeirra á efninu er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Börnin mynda þol fyrir því sem þau sjá og sækja í sífellt grófara klámefni. Áður hefur ítrekað komið fram að hér á landi sjái börn fyrst klám í kringum ellefu ára aldurinn. Vísbendingar eru þó um að aldursmörkin séu jafnvel að lækka.Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingurvísir/pjetur„Fyrir tíu árum vorum við að tala um að ellefu ára væru krakkar fyrst að sjá klámfengið efni á netinu. Við erum farin að tala um svona sjö til átta ára núna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur sérhæft sig í netfíkn. Eyjólfur segir ekki mikið um að foreldrar leiti til sín með þær áhyggjur einar að börn þeirra sjái klámefni. Oftast sé leitað til hans þegar vandamálin hafa hlaðist upp, og notkun klámsins er orðið að fíkn. Hann hefur meðhöndlað drengi niður í fjórtán ára aldur við klámfíkn. „Við erum sjöundu stærstu notendur í heimi hjá Pornhub. Það er engin spurning að þar er stór hluti krakkar og unglingar að smella og horfa á ókeypis klámmyndbönd.“ Eyjólfur segir að börnin byrji sakleysislega en myndi fljótlega þol gagnvart efninu. „Á internetinu eru engin takmörk á því hversu gróft efnið getur orðið. Ég hef verið með stráka í meðferð sem hafa allt í einu áttað sig þegar þeir eru búnir að hlaða niður grófu barnaklámi eða dýraklámi.“ Klámfíknin getur svo haft alvarleg áhrif á áhuga barna til að kynnast öðrum seinna meir og stofna til sambanda. „Þegar svoleiðis byrjar þá eru þau með mjög brenglaðar og skringilegar væntingar um hvað kynlíf eigi að vera. Við sjáum alls konar pælingar um munnmök eða endaþarmsmök sem standast ekki raunskoðun en er í þeirra huga mjög eðlilegt því það rímar við það sem þau eru búin að skoða í langan tíma. Margir missa jafnvel áhugann eða finna ekki áhuga á eðlilegu kynlífi eða því að kynnast einhverjum. Það verður aldrei jafn spennandi.“ Því geti fylgt skömm að leita til sálfræðings með vandann. „En á meðan þau eru í þessum heimi þá fer lítið fyrir skömminni. Og eftir því sem þetta verður lengra og krakkarnir eru orðnir átján eða nítján ára þá eru þau orðin harðsvíraðri og orðið nokk sama. Þá eru þau komin á þann stað að vera hætt að leita eftir einhverju kynferðislegu eða samskiptum við hitt kynið og eru bara á internetinu. Þá er þetta orðið stórt vandamál, þau farin að einangra sig mikið og orðið mjög erfitt að vinna með þetta,“ segir Eyjólfur. Mun betur gangi að ná tökum á klámfíkninni hjá yngri krökkum. „Þeim má ekki líða eins og það sé verið að dæma þau hart. Ef þú nærð að fá þau til að hlusta á þig þá yfirleitt tekur ekki mikið á að fá þau til að breyta. Þau breyta kannski ekki mjög hratt eða alveg hundrað prósent en þau taka yfirleitt breytingum og það er mjög ánægjulegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Dæmi eru um að fjórtán ára unglingar hafi þurft að leita sálfræðiaðstoðar við klámfíkn þegar notkun þeirra á efninu er farin að hafa veruleg áhrif á daglegt líf þeirra. Börnin mynda þol fyrir því sem þau sjá og sækja í sífellt grófara klámefni. Áður hefur ítrekað komið fram að hér á landi sjái börn fyrst klám í kringum ellefu ára aldurinn. Vísbendingar eru þó um að aldursmörkin séu jafnvel að lækka.Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingurvísir/pjetur„Fyrir tíu árum vorum við að tala um að ellefu ára væru krakkar fyrst að sjá klámfengið efni á netinu. Við erum farin að tala um svona sjö til átta ára núna,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, sem hefur sérhæft sig í netfíkn. Eyjólfur segir ekki mikið um að foreldrar leiti til sín með þær áhyggjur einar að börn þeirra sjái klámefni. Oftast sé leitað til hans þegar vandamálin hafa hlaðist upp, og notkun klámsins er orðið að fíkn. Hann hefur meðhöndlað drengi niður í fjórtán ára aldur við klámfíkn. „Við erum sjöundu stærstu notendur í heimi hjá Pornhub. Það er engin spurning að þar er stór hluti krakkar og unglingar að smella og horfa á ókeypis klámmyndbönd.“ Eyjólfur segir að börnin byrji sakleysislega en myndi fljótlega þol gagnvart efninu. „Á internetinu eru engin takmörk á því hversu gróft efnið getur orðið. Ég hef verið með stráka í meðferð sem hafa allt í einu áttað sig þegar þeir eru búnir að hlaða niður grófu barnaklámi eða dýraklámi.“ Klámfíknin getur svo haft alvarleg áhrif á áhuga barna til að kynnast öðrum seinna meir og stofna til sambanda. „Þegar svoleiðis byrjar þá eru þau með mjög brenglaðar og skringilegar væntingar um hvað kynlíf eigi að vera. Við sjáum alls konar pælingar um munnmök eða endaþarmsmök sem standast ekki raunskoðun en er í þeirra huga mjög eðlilegt því það rímar við það sem þau eru búin að skoða í langan tíma. Margir missa jafnvel áhugann eða finna ekki áhuga á eðlilegu kynlífi eða því að kynnast einhverjum. Það verður aldrei jafn spennandi.“ Því geti fylgt skömm að leita til sálfræðings með vandann. „En á meðan þau eru í þessum heimi þá fer lítið fyrir skömminni. Og eftir því sem þetta verður lengra og krakkarnir eru orðnir átján eða nítján ára þá eru þau orðin harðsvíraðri og orðið nokk sama. Þá eru þau komin á þann stað að vera hætt að leita eftir einhverju kynferðislegu eða samskiptum við hitt kynið og eru bara á internetinu. Þá er þetta orðið stórt vandamál, þau farin að einangra sig mikið og orðið mjög erfitt að vinna með þetta,“ segir Eyjólfur. Mun betur gangi að ná tökum á klámfíkninni hjá yngri krökkum. „Þeim má ekki líða eins og það sé verið að dæma þau hart. Ef þú nærð að fá þau til að hlusta á þig þá yfirleitt tekur ekki mikið á að fá þau til að breyta. Þau breyta kannski ekki mjög hratt eða alveg hundrað prósent en þau taka yfirleitt breytingum og það er mjög ánægjulegt.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira