Emilía Rós og Aron Þór eru vinsælust nafna á íslensk börn Þorgeir Helgason skrifar 21. desember 2016 07:00 Aron var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári, sjötta árið í röð, en vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum var Emilía. Síðustu þrjú ár hafa Aron, Alexander og Viktor skipað þrjú efstu sætin yfir vinsælustu nöfn nýfæddra drengja. Hjá stúlkum fór nafnið Emilía úr því að vera níunda vinsælasta nafnið árið 2014 í það að vera vinsælast í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Úr tölunum má lesa að meiri fjölbreytni gætir í nafngiftum stúlkna en drengja og eru vinsældarlistar milli ára mun fjölbreyttari þegar kemur að nöfnum stúlkna. Til að mynda voru nöfnin Sara, Ísabella og Elísabet meðal fimm algengustu nafngifta stúlkubarna í fyrra en komust ekki á topp tíu listann árið á undan.Langflest börn sem fæðast hér á landi hljóta tvö nöfn. Langvinsælasta millinafn drengja er nafnið Þór en það hefur lengi verið vinsælt millinafn. Rúmlega hundrað drengir hlutu nafnið eða um fimm prósent af fæddum drengjum í fyrra. Vinsælasta millinafn stúlkubarna var nafnið Rós en 53 stúlkubörnum var gefið nafnið í fyrra. Á 19. öld heyrði til undantekninga að íslenskum börnum væru gefin tvö nöfn. Tvínefnasiðurinn er tiltölulega ung bylgja en talið er að hann sé dönsk tíska sem hafi borist hingað til lands snemma á átjándu öld. Í íslenskum manntölum eru fyrstu tvö dæmin um tvínefni nöfn danskra systkina í manntali frá árinu 1703, þau Axel Friðrik Jónsson og Sesselja Kristín Jónsdóttir. Algengustu samsetningar landsmanna í ársbyrjun 2016 voru eins og í fyrra. Hjá körlum voru þær Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Eins og síðustu ár er að sjá snarpa fjölgun í stökum „nýjum“ nöfnum. Eitt athyglisvert dæmi er nafnið Baltasar. Nafnið var áttunda vinsælasta eiginnafn drengja í fyrra en 24 sveinbörn hlutu nafnið. Fyrir aldamótin árið 2000 báru aðeins fjórir nafnið, þar á meðal leikstjórinn Baltasar Kormákur, faðir hans og sonur. Árið 2012 hétu 52 karlar Baltasar en í dag eru þeir rúmlega 150 talsins. Nöfnin Jón og Guðrún hafa um aldir verið langalgengustu mannanöfnin á Íslandi og hafa tískustraumar í nafngiftum ekki enn slegið hinum klassísku, íslensku eiginnöfnum við. Samkvæmt manntalinu frá 1703 hétu 23,5 prósent allra íslenskra karla Jón og 19,7 prósent kvenna báru nafnið Guðrún. Talsvert hefur dregið úr tíðni þessara nafna síðan þá en um þrjú prósent karla og þrjú prósent kvenna bera nafnið. Tæplega 5.200 karlar svara nafninu Jón og um 4.700 konur nafninu Guðrún. Annað sætið verma Sigurðar og Önnur landsins, en þeir eru um 4.200 talsins og þær um 4.500. Ekki er að sjá að Jón og Gunna láti í minni pokann fyrir öðrum nöfnum fljótlega en ef fram heldur sem horfir gætu Aron og Emilía tekið við af þeim sem hinir dæmigerðu Íslendingar í framtíðinni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Aron var vinsælasta nafngift íslenskra sveinbarna á síðasta ári, sjötta árið í röð, en vinsælasta nafnið sem foreldrar völdu nýfæddum stúlkubörnum var Emilía. Síðustu þrjú ár hafa Aron, Alexander og Viktor skipað þrjú efstu sætin yfir vinsælustu nöfn nýfæddra drengja. Hjá stúlkum fór nafnið Emilía úr því að vera níunda vinsælasta nafnið árið 2014 í það að vera vinsælast í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Úr tölunum má lesa að meiri fjölbreytni gætir í nafngiftum stúlkna en drengja og eru vinsældarlistar milli ára mun fjölbreyttari þegar kemur að nöfnum stúlkna. Til að mynda voru nöfnin Sara, Ísabella og Elísabet meðal fimm algengustu nafngifta stúlkubarna í fyrra en komust ekki á topp tíu listann árið á undan.Langflest börn sem fæðast hér á landi hljóta tvö nöfn. Langvinsælasta millinafn drengja er nafnið Þór en það hefur lengi verið vinsælt millinafn. Rúmlega hundrað drengir hlutu nafnið eða um fimm prósent af fæddum drengjum í fyrra. Vinsælasta millinafn stúlkubarna var nafnið Rós en 53 stúlkubörnum var gefið nafnið í fyrra. Á 19. öld heyrði til undantekninga að íslenskum börnum væru gefin tvö nöfn. Tvínefnasiðurinn er tiltölulega ung bylgja en talið er að hann sé dönsk tíska sem hafi borist hingað til lands snemma á átjándu öld. Í íslenskum manntölum eru fyrstu tvö dæmin um tvínefni nöfn danskra systkina í manntali frá árinu 1703, þau Axel Friðrik Jónsson og Sesselja Kristín Jónsdóttir. Algengustu samsetningar landsmanna í ársbyrjun 2016 voru eins og í fyrra. Hjá körlum voru þær Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Hjá konum voru þrjár algengustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Eins og síðustu ár er að sjá snarpa fjölgun í stökum „nýjum“ nöfnum. Eitt athyglisvert dæmi er nafnið Baltasar. Nafnið var áttunda vinsælasta eiginnafn drengja í fyrra en 24 sveinbörn hlutu nafnið. Fyrir aldamótin árið 2000 báru aðeins fjórir nafnið, þar á meðal leikstjórinn Baltasar Kormákur, faðir hans og sonur. Árið 2012 hétu 52 karlar Baltasar en í dag eru þeir rúmlega 150 talsins. Nöfnin Jón og Guðrún hafa um aldir verið langalgengustu mannanöfnin á Íslandi og hafa tískustraumar í nafngiftum ekki enn slegið hinum klassísku, íslensku eiginnöfnum við. Samkvæmt manntalinu frá 1703 hétu 23,5 prósent allra íslenskra karla Jón og 19,7 prósent kvenna báru nafnið Guðrún. Talsvert hefur dregið úr tíðni þessara nafna síðan þá en um þrjú prósent karla og þrjú prósent kvenna bera nafnið. Tæplega 5.200 karlar svara nafninu Jón og um 4.700 konur nafninu Guðrún. Annað sætið verma Sigurðar og Önnur landsins, en þeir eru um 4.200 talsins og þær um 4.500. Ekki er að sjá að Jón og Gunna láti í minni pokann fyrir öðrum nöfnum fljótlega en ef fram heldur sem horfir gætu Aron og Emilía tekið við af þeim sem hinir dæmigerðu Íslendingar í framtíðinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira