Innlent

Telja 700 milljónir skorta til lyfjakaupa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Vísir/Pjetur
Útgjöld fjárlagafrumvarpsins til lyfjamála eru vanáætluð í það minnsta um 700 milljónir að mati Félags atvinnurekenda, Samtaka verslunar og þjónustu og Frumtaka. Þetta kemur fram í athugasemd félaganna til fjárlaganefndar þar sem þau lýsa yfir þungum áhyggjum vegna þessa.

Í athugasemdinni kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum sé gert ráð fyrir að útgjöld vegna S-merktra lyfja fari níu prósent fram yfir fjárheimildir ársins í ár. Verði ekki gerðar breytingar á frumvarpinu liggi ljóst fyrir að fé til kaupa á sjúkrahúslyfjum verði uppurið á haustmánuðum.

„Hjá heilbrigðisstarfsmönnum eru skiljanlega áhyggjur af því að sjúklingar fái ekki sambærilega lyfjameðferð og tíðkast í löndum sem við kjósum að bera okkur saman við,“ segir í athugasemdunum. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×