Öll rúm full nær allt árið um kring Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. desember 2016 14:34 Höfum ekki við, segir Þórarinn Tyrfingsson. vísir/e.ól Um 130 manns voru í meðferð á sjúkrahúsum SÁÁ yfir jólin. Nær öll rúm eru full líkt og sakir standa en þannig er það nær allt árið um kring, segir Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segist hættur að sjá sveiflur eftir árstíma en áður fyrr var aðsóknin mest um og eftir hátíðirnar. „Þetta var bundið við vertíðar og sumar og svona en maður er hættur að sjá þessar sveiflur núna. Það koma stöðugt fleiri til okkar og við höfum ekki við að sinna því sem að berst,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Þórarinn segir biðtímann misjafnan, en að í sumum tilfellum sé hann allt að fjórir mánuðir. „Það fer eftir því hvaða sögu fólk hefur. En þetta bitnar mest á þeim sem eru veikastir og voru hjá okkur fyrir stuttu, en þurfa á sjúkrahúsvist að halda.“ Hins vegar sé það langtum dýrara að láta fólk bíða. „Þeir sem bíða eru mjög dýrir fyrir þjóðfélagið. Það er rosaleg peningaeyðsla því þá fara þeir bara í úrræði sem eru mjög dýr; inn á bráðamóttöku, gjörgæslu, lyfjadeildir og annað slíkt. Þannig að það sparast bara peningar við að taka þetta fólk strax inn,“ segir hann. Þórarinn segir þá breytingu hafa átt sér stað á undanförnum árum að fólk neyti læknadóps í meiri mæli en áður. „Þetta er svona hægfara þróun. Síðustu sex, sjö árin hefur það verið þannig að fólk notar meira af lækningalyfjum, og eflaust hefur dregið úr ólöglegum vímuefnum á móti. Þetta er gríðarlega mikill vandi, þessi lyfjavandi. En það er alþjóðlegt og þekkist um allan heim.“ Aðspurður segir hann jólahald á sjúkrahúsum SÁÁ hafa verið hefðbundið. Boðið hafi verið upp á ljúffengan mat og að fólk hafi átt góðar stundir saman. Starfsstöðvar SÁÁ er sjúkrahúsið Vogur, Vík á Kjalarnesi, Staðarfell á Fellsströnd í Dalasýslu og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík en þar eru um 20 manns til heimilis. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Um 130 manns voru í meðferð á sjúkrahúsum SÁÁ yfir jólin. Nær öll rúm eru full líkt og sakir standa en þannig er það nær allt árið um kring, segir Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri á sjúkrahúsinu Vogi. Hann segist hættur að sjá sveiflur eftir árstíma en áður fyrr var aðsóknin mest um og eftir hátíðirnar. „Þetta var bundið við vertíðar og sumar og svona en maður er hættur að sjá þessar sveiflur núna. Það koma stöðugt fleiri til okkar og við höfum ekki við að sinna því sem að berst,“ segir Þórarinn í samtali við Vísi. Þórarinn segir biðtímann misjafnan, en að í sumum tilfellum sé hann allt að fjórir mánuðir. „Það fer eftir því hvaða sögu fólk hefur. En þetta bitnar mest á þeim sem eru veikastir og voru hjá okkur fyrir stuttu, en þurfa á sjúkrahúsvist að halda.“ Hins vegar sé það langtum dýrara að láta fólk bíða. „Þeir sem bíða eru mjög dýrir fyrir þjóðfélagið. Það er rosaleg peningaeyðsla því þá fara þeir bara í úrræði sem eru mjög dýr; inn á bráðamóttöku, gjörgæslu, lyfjadeildir og annað slíkt. Þannig að það sparast bara peningar við að taka þetta fólk strax inn,“ segir hann. Þórarinn segir þá breytingu hafa átt sér stað á undanförnum árum að fólk neyti læknadóps í meiri mæli en áður. „Þetta er svona hægfara þróun. Síðustu sex, sjö árin hefur það verið þannig að fólk notar meira af lækningalyfjum, og eflaust hefur dregið úr ólöglegum vímuefnum á móti. Þetta er gríðarlega mikill vandi, þessi lyfjavandi. En það er alþjóðlegt og þekkist um allan heim.“ Aðspurður segir hann jólahald á sjúkrahúsum SÁÁ hafa verið hefðbundið. Boðið hafi verið upp á ljúffengan mat og að fólk hafi átt góðar stundir saman. Starfsstöðvar SÁÁ er sjúkrahúsið Vogur, Vík á Kjalarnesi, Staðarfell á Fellsströnd í Dalasýslu og búsetuúrræðið Vin í Reykjavík en þar eru um 20 manns til heimilis.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira