Gloppótt símasamband á Vestfjörðum ekki boðlegt Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 10:25 Bryndís Sigurðardóttir, ritstjóri Bæjarins Besta á Ísafirði, ræddi um gloppótt símasamband á Vestfjörðum í Bítinu í morgun. Bryndís setti inn frétt á síðu Bæjarins Besta þar sem hún fjallar um mann sem lenti í því að bíllinn hans bilaði upp á Steingrímsfjarðarheiði en því miður var ekkert símasamband. „Hann varð bara að bíða þangað til einhver fór að sakna hans sem var nú sem betur fer fljótlega. Það er náttúrulega ekki símasamband nema bara á stöku stað allt djúpið. Maður getur keyrt í klukkutíma eða meira án þess að hafa nokkurt símasamband og eiginlega varla útvarp heldur. Þannig að það er bara stórhættulegt.“ segir Bryndís. Aðspurð hvort að aukinn ferðamannastraumur leiði ekki til þess að þetta verði lagað þar sem umferðin hafi aukist svarar Bryndís að fjöldinn hafi aukist helling þó hann sé ekki jafn mikill og ferðamannafjöldinn fyrir sunnan. Hún nefnir að Dýrafjarðargöngin geti þó skipt máli í þessum efnum þar sem þá verði hægt að keyra hringinn og umferðin muni þar af leiðandi aukast. Þetta sé því spurning um öryggi að fjölga þarna sendum. „Það er ekki eins og það búi bara tvær til þrjár hræður þarna. Þetta eru þúsundir manna sem búa hér á Vestfjörðum og þetta er auðvitað ekki boðlegt.“segir Bryndís. Bryndís segir að það sé verið að þrýsta á að þetta lagist en það sé samt sem áður þannig að íbúarnir séu að berjast fyrir ýmsum bótum og þá geti þetta oft dregist. Hún bendir á að alltaf þurfi að forgangsraða. „Þetta eru grundvallaratriði sem við erum að berjast fyrir og þá kannski lendir þetta ekkert endilega efst.“ Bryndís segist samt vera bjartsýn og að það sé mjög gott að búa þarna. Það sé mikill uppgangur og að 2017 verði jafnvel betra ár heldur en 2016.Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan. Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Bryndís Sigurðardóttir, ritstjóri Bæjarins Besta á Ísafirði, ræddi um gloppótt símasamband á Vestfjörðum í Bítinu í morgun. Bryndís setti inn frétt á síðu Bæjarins Besta þar sem hún fjallar um mann sem lenti í því að bíllinn hans bilaði upp á Steingrímsfjarðarheiði en því miður var ekkert símasamband. „Hann varð bara að bíða þangað til einhver fór að sakna hans sem var nú sem betur fer fljótlega. Það er náttúrulega ekki símasamband nema bara á stöku stað allt djúpið. Maður getur keyrt í klukkutíma eða meira án þess að hafa nokkurt símasamband og eiginlega varla útvarp heldur. Þannig að það er bara stórhættulegt.“ segir Bryndís. Aðspurð hvort að aukinn ferðamannastraumur leiði ekki til þess að þetta verði lagað þar sem umferðin hafi aukist svarar Bryndís að fjöldinn hafi aukist helling þó hann sé ekki jafn mikill og ferðamannafjöldinn fyrir sunnan. Hún nefnir að Dýrafjarðargöngin geti þó skipt máli í þessum efnum þar sem þá verði hægt að keyra hringinn og umferðin muni þar af leiðandi aukast. Þetta sé því spurning um öryggi að fjölga þarna sendum. „Það er ekki eins og það búi bara tvær til þrjár hræður þarna. Þetta eru þúsundir manna sem búa hér á Vestfjörðum og þetta er auðvitað ekki boðlegt.“segir Bryndís. Bryndís segir að það sé verið að þrýsta á að þetta lagist en það sé samt sem áður þannig að íbúarnir séu að berjast fyrir ýmsum bótum og þá geti þetta oft dregist. Hún bendir á að alltaf þurfi að forgangsraða. „Þetta eru grundvallaratriði sem við erum að berjast fyrir og þá kannski lendir þetta ekkert endilega efst.“ Bryndís segist samt vera bjartsýn og að það sé mjög gott að búa þarna. Það sé mikill uppgangur og að 2017 verði jafnvel betra ár heldur en 2016.Hægt er að hlusta á viðtalið hér að ofan.
Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira