Starfsmenn saksóknara á sjúkrahús vegna álags Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 08:59 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. Vísir/GVA Fjórir starfsmenn saksóknara voru fluttir á sjúkrahús vegna álags við rannsókn mála í tengslum við hrunið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali Financial Times við Ólaf Þór sem áður gegndi embætti sérstaks saksóknara sem komið var á fót til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið 2008. Í viðtalinu gerir Ólafur Þór upp tímann sem sérstakur saksóknari en um síðastliðin áramót var embættið lagt niður og flutt til embættis héraðssaksóknara. Ólafur segir að álagið hafi verið gríðarlegt. „Í sumum málum vorum við mun meira í vinnuni en heima hjá okkur. Það er ekki gott að vinna frameftir og um helgar. Það slítur fólki út,“ segir Ólafur og nefnir dæmi. „Það hefur komið fyrir í vinnunni að starfsfólk mitt hefur orðið alvarlega veikt. Ég hef fjórum sinnum séð á eftir starfsmönnum mínum í sjúkrabíl. Það er ekki auðvelt að horfa upp á það,“ segir Ólafur.Ólafur Þór að störfum.Vísir/GVAMikilvægt að ná stórlöxunum til að endurbyggja traust Í viðtalinu er farið yfir víðan völl en einblínt er á þann tíma sem Ólafur starfaði sem sérstakur saksóknari. Blaðamaður tekur það fram að Ólafur sé eini maðurinn í hinum vestræna heimi sem tekist hafi að koma háttsettum yfirmönnum í fjármálastofnunum í fangelsi. Ólafur segir að velta megi því fyrir sér af hverju slíkt hafi ekki átt sér stað í löndunum í kringum Ísland þar sem svipaðar aðstæður hafi skapast og gerðist á Íslandi árið 2008. Í uppgjöri sínu við fjármálamisferli þessa tíma hafi önnur lönd frekar einbeitt sér að undirmönnum fremur en að ná í stórlaxana og telur Ólafur að slíkt sé ekki vænlegt til þess að endurskapa traust á fjármálastofnanir. Ólafur segir að til þess að komast að æðstu yfirmönnunum hafi verið mikilvægt að lúslesa öll gögn og þá sérstaklega tölvupósta sem hafi reynst sérstaklega afhjúpandi í mörgum þeirra mála sem Ólafur Þór sótti. Hann hafi einnig lagt áherslu á að finna hver hafi borið ábyrgð á þeim brotum sem áttu sér stað. „Það var mikilvægt að láta þá sem voru grunaðir um brot vita að ef þeir gætu ekki bent á einhvern annan, væri ábyrgðin þeirra,“ segir Ólafur. Í viðtalinu veltir blaðamaður því fyrir sér hvernig sýslumaður frá Akranesi hafi verið valinn til þess að rannsaka mál í tengslum við hrunið í ljósi þess að stærstu mál Ólafs sem sýslumaður hafi verið tilraun til morðs og nokkur fíkniefnamál. „Enginn vildi starfið. Kannski var ég bara svona þröngsýnn þegar ég ákvað að sækja um. Kannski vissu allir aðrir að þetta væri hræðilegt starf. Mér fannst starfið heillandi,“ úrskýrir Ólafur Þór.Lesa má viðtalið í heild sinni á vef Financial Times. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira
Fjórir starfsmenn saksóknara voru fluttir á sjúkrahús vegna álags við rannsókn mála í tengslum við hrunið að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali Financial Times við Ólaf Þór sem áður gegndi embætti sérstaks saksóknara sem komið var á fót til að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í tengslum við bankahrunið 2008. Í viðtalinu gerir Ólafur Þór upp tímann sem sérstakur saksóknari en um síðastliðin áramót var embættið lagt niður og flutt til embættis héraðssaksóknara. Ólafur segir að álagið hafi verið gríðarlegt. „Í sumum málum vorum við mun meira í vinnuni en heima hjá okkur. Það er ekki gott að vinna frameftir og um helgar. Það slítur fólki út,“ segir Ólafur og nefnir dæmi. „Það hefur komið fyrir í vinnunni að starfsfólk mitt hefur orðið alvarlega veikt. Ég hef fjórum sinnum séð á eftir starfsmönnum mínum í sjúkrabíl. Það er ekki auðvelt að horfa upp á það,“ segir Ólafur.Ólafur Þór að störfum.Vísir/GVAMikilvægt að ná stórlöxunum til að endurbyggja traust Í viðtalinu er farið yfir víðan völl en einblínt er á þann tíma sem Ólafur starfaði sem sérstakur saksóknari. Blaðamaður tekur það fram að Ólafur sé eini maðurinn í hinum vestræna heimi sem tekist hafi að koma háttsettum yfirmönnum í fjármálastofnunum í fangelsi. Ólafur segir að velta megi því fyrir sér af hverju slíkt hafi ekki átt sér stað í löndunum í kringum Ísland þar sem svipaðar aðstæður hafi skapast og gerðist á Íslandi árið 2008. Í uppgjöri sínu við fjármálamisferli þessa tíma hafi önnur lönd frekar einbeitt sér að undirmönnum fremur en að ná í stórlaxana og telur Ólafur að slíkt sé ekki vænlegt til þess að endurskapa traust á fjármálastofnanir. Ólafur segir að til þess að komast að æðstu yfirmönnunum hafi verið mikilvægt að lúslesa öll gögn og þá sérstaklega tölvupósta sem hafi reynst sérstaklega afhjúpandi í mörgum þeirra mála sem Ólafur Þór sótti. Hann hafi einnig lagt áherslu á að finna hver hafi borið ábyrgð á þeim brotum sem áttu sér stað. „Það var mikilvægt að láta þá sem voru grunaðir um brot vita að ef þeir gætu ekki bent á einhvern annan, væri ábyrgðin þeirra,“ segir Ólafur. Í viðtalinu veltir blaðamaður því fyrir sér hvernig sýslumaður frá Akranesi hafi verið valinn til þess að rannsaka mál í tengslum við hrunið í ljósi þess að stærstu mál Ólafs sem sýslumaður hafi verið tilraun til morðs og nokkur fíkniefnamál. „Enginn vildi starfið. Kannski var ég bara svona þröngsýnn þegar ég ákvað að sækja um. Kannski vissu allir aðrir að þetta væri hræðilegt starf. Mér fannst starfið heillandi,“ úrskýrir Ólafur Þór.Lesa má viðtalið í heild sinni á vef Financial Times.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Sjá meira