Sigmundur Davíð óhress með umfjöllun um veisluna: „Þetta eru skrýtnir tímar“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. desember 2016 17:52 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir fréttaflutning fjölmiðla um veislu hans á Akureyri í tilefni af hundrað ára afmæli Framsóknarflokksins fyrst og fremst snúast um hugrenningar og skoðanir blaðamanna. Þetta segir Sigmundur Davíð á Facebook eftir að fjölmiðlar færðu fregnir af því að hann ætlaði sér að halda veislu á Akureyri næstkomandi föstudag fyrir Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi í tilefni af afmæli flokksins. Veislan er á sama tíma og blásið er til afmælishátíðar í Þjóðleikhúsinu sama dag.Sjá einnig: Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Sigmundur Davíð bendir á að þessum tímamótum flokksins verði fagnað víða. „Auk uppfærslu í Þjóðleikhúsinu sem hefst kl. 18 verða ungir Framsóknarmenn með jólaglögg að Hverfisgötu 33 kl. 20. Haldið verður upp á afmælið í Lionssalnum við Skipagötu 14 á Akureyri kl. 17 og í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki kl. 20. Daginn eftir heldur afmælisveislan svo áfram m.a. með hádegisfögnuði í upphafsbæ flokksins, Seyðisfirði ofl. ofl.,“ skrifar Sigmundur Davíð sem segir ef til vill óþarfi að auglýsa þessi hátíðarhöld því nú þegar hafi fjölmiðlar gert það. „Annars er e.t.v. óþarfi að auglýsa á Facebook enda hátíðarhöld vegna afmælisins þegar orðin tilefni frétta, m.a. með dæmalaust vitlausri ,,frétt“ eða ritgerð á Vísi sem virðist fyrst og fremst snúast um hugrenningar eða skoðanir blaðamannsins. 100 ára stjórnmálaflokkur ætti að sjá í gegnum slíkt,“ skrifar Sigmundur Davíð.Skrýtnir tímar Hann spyr hvort sá siður fjölmiðla að segja fréttir sé á hörðu undanhaldi fyrir því að fjölmiðlar verði vettvangur fyrir fréttamenn til að lýsa skoðunum sínum. Ásamt því að minnast á umfjöllun Vísis minnist hann einnig á umfjöllun DV vegna veislu hans. Hann segir að sem fyrr hafi heimildin verið kaffibloggsíða sem hann hafi aldrei heyrt um, en um er að ræða vefinn Kaffid.is. „Þar er víst vitnað í einhvern ónafngreindan heimildamann í NA kjördæmi sem er sagður miður sín yfir að haldið sé upp á afmæli Framsóknarflokksins víðar en í Reykjavík. Þessi meinti ónafngreindi heimildarmaður kaffisíðunnar telst greinilega betri heimild en raunverulegir nafngreindir Framsóknarmenn í NA-kjördæmi eins og t.d. formaður Landsambands Framsóknarkvenna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Hann segir reyndar einnig merkilegt að umræddur vefur, Kaffid.is, skuli hafa verið uppfærður í að kallast fjölmiðill. „Einhverra hluta vegna efast maður um að vefsíðan hefði fengið þá vegtyllu ef hún hefði skrifað eitthvað sem hefði ekki verið viðkomandi eins þóknanlegt. Dettur einhverjum t.d. í hug að á vefmiðlum hefðu birst fréttir á borð við: ,,Samkvæmt heimildum fjölmiðilsins Kaffisins er Steingrímur J. Sigfússon mjög umdeildur innan Vg“ eða ,,Fjölmiðillinn Kaffi hefur heimildir fyrir því að unnið sé að því að leggja Samfylkinguna formlega niður. En fréttamaður (skoðanamaður) DV hefur augljóslega mikla samúð með meintum ónafngreindum heimildamanni hins meinta fjölmiðils Kaffisins og skrifar: ,,Fjölmiðillinn heyrði í nokkrum framsóknarmönnum sem eru skiljanlega fokillir yfir hegðum [sic] Sigmundar.“ Þetta eru skrýtnir tímar. 100 ára flokkur getur hins vegar ekki látið slíkt slá sig út af laginu. Sjáumst 16. des,“ skrifar Sigmundur Davíð.Kjaftagangur og bull „Það er í raun ótrúlegt að fjölmiðlar að fjölmiðlar skuli hlaupa á eftir kjaftagangi og bulli,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um málið á Facebook-síðu sinni. Gunnar Bragi telur þennan fréttaflutning af veislu Sigmundar vera rugl og segir fjölmiðla vitna í einhverja kjaftasíðu á Akureyri sem hann hefur aldrei heyrt á minnst, en sú síða er Kaffid.is sem greindi fyrst frá veislu Sigmundar undir fyrirsögninni Stríðsyfirlýsing Sigmundar Davíðs? „Þá er væntanlega skollin á heimsstyrjöld því framsóknarmenn í Skagafirði halda upp á þetta merka afmæli sama dag. Ég og Elsa Lára (Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins), höfum boðað komu okkar norður og ekki erum við á leið úr flokknum,“ segir Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni. Hann segir að lengi hafi verið óljóst hvernig hátíðarhöldum flokksins yrði háttað. „Og skilaboð frá formanni flokksins voru þau að gera sem mest úr deginum sem víðast.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Hefst klukkustund áður en afmælishátíð Framsóknarmanna. 11. desember 2016 11:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir fréttaflutning fjölmiðla um veislu hans á Akureyri í tilefni af hundrað ára afmæli Framsóknarflokksins fyrst og fremst snúast um hugrenningar og skoðanir blaðamanna. Þetta segir Sigmundur Davíð á Facebook eftir að fjölmiðlar færðu fregnir af því að hann ætlaði sér að halda veislu á Akureyri næstkomandi föstudag fyrir Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi í tilefni af afmæli flokksins. Veislan er á sama tíma og blásið er til afmælishátíðar í Þjóðleikhúsinu sama dag.Sjá einnig: Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Sigmundur Davíð bendir á að þessum tímamótum flokksins verði fagnað víða. „Auk uppfærslu í Þjóðleikhúsinu sem hefst kl. 18 verða ungir Framsóknarmenn með jólaglögg að Hverfisgötu 33 kl. 20. Haldið verður upp á afmælið í Lionssalnum við Skipagötu 14 á Akureyri kl. 17 og í Framsóknarhúsinu á Sauðárkróki kl. 20. Daginn eftir heldur afmælisveislan svo áfram m.a. með hádegisfögnuði í upphafsbæ flokksins, Seyðisfirði ofl. ofl.,“ skrifar Sigmundur Davíð sem segir ef til vill óþarfi að auglýsa þessi hátíðarhöld því nú þegar hafi fjölmiðlar gert það. „Annars er e.t.v. óþarfi að auglýsa á Facebook enda hátíðarhöld vegna afmælisins þegar orðin tilefni frétta, m.a. með dæmalaust vitlausri ,,frétt“ eða ritgerð á Vísi sem virðist fyrst og fremst snúast um hugrenningar eða skoðanir blaðamannsins. 100 ára stjórnmálaflokkur ætti að sjá í gegnum slíkt,“ skrifar Sigmundur Davíð.Skrýtnir tímar Hann spyr hvort sá siður fjölmiðla að segja fréttir sé á hörðu undanhaldi fyrir því að fjölmiðlar verði vettvangur fyrir fréttamenn til að lýsa skoðunum sínum. Ásamt því að minnast á umfjöllun Vísis minnist hann einnig á umfjöllun DV vegna veislu hans. Hann segir að sem fyrr hafi heimildin verið kaffibloggsíða sem hann hafi aldrei heyrt um, en um er að ræða vefinn Kaffid.is. „Þar er víst vitnað í einhvern ónafngreindan heimildamann í NA kjördæmi sem er sagður miður sín yfir að haldið sé upp á afmæli Framsóknarflokksins víðar en í Reykjavík. Þessi meinti ónafngreindi heimildarmaður kaffisíðunnar telst greinilega betri heimild en raunverulegir nafngreindir Framsóknarmenn í NA-kjördæmi eins og t.d. formaður Landsambands Framsóknarkvenna,“ skrifar Sigmundur Davíð. Hann segir reyndar einnig merkilegt að umræddur vefur, Kaffid.is, skuli hafa verið uppfærður í að kallast fjölmiðill. „Einhverra hluta vegna efast maður um að vefsíðan hefði fengið þá vegtyllu ef hún hefði skrifað eitthvað sem hefði ekki verið viðkomandi eins þóknanlegt. Dettur einhverjum t.d. í hug að á vefmiðlum hefðu birst fréttir á borð við: ,,Samkvæmt heimildum fjölmiðilsins Kaffisins er Steingrímur J. Sigfússon mjög umdeildur innan Vg“ eða ,,Fjölmiðillinn Kaffi hefur heimildir fyrir því að unnið sé að því að leggja Samfylkinguna formlega niður. En fréttamaður (skoðanamaður) DV hefur augljóslega mikla samúð með meintum ónafngreindum heimildamanni hins meinta fjölmiðils Kaffisins og skrifar: ,,Fjölmiðillinn heyrði í nokkrum framsóknarmönnum sem eru skiljanlega fokillir yfir hegðum [sic] Sigmundar.“ Þetta eru skrýtnir tímar. 100 ára flokkur getur hins vegar ekki látið slíkt slá sig út af laginu. Sjáumst 16. des,“ skrifar Sigmundur Davíð.Kjaftagangur og bull „Það er í raun ótrúlegt að fjölmiðlar að fjölmiðlar skuli hlaupa á eftir kjaftagangi og bulli,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um málið á Facebook-síðu sinni. Gunnar Bragi telur þennan fréttaflutning af veislu Sigmundar vera rugl og segir fjölmiðla vitna í einhverja kjaftasíðu á Akureyri sem hann hefur aldrei heyrt á minnst, en sú síða er Kaffid.is sem greindi fyrst frá veislu Sigmundar undir fyrirsögninni Stríðsyfirlýsing Sigmundar Davíðs? „Þá er væntanlega skollin á heimsstyrjöld því framsóknarmenn í Skagafirði halda upp á þetta merka afmæli sama dag. Ég og Elsa Lára (Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins), höfum boðað komu okkar norður og ekki erum við á leið úr flokknum,“ segir Gunnar Bragi á Facebook-síðu sinni. Hann segir að lengi hafi verið óljóst hvernig hátíðarhöldum flokksins yrði háttað. „Og skilaboð frá formanni flokksins voru þau að gera sem mest úr deginum sem víðast.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Hefst klukkustund áður en afmælishátíð Framsóknarmanna. 11. desember 2016 11:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Hefst klukkustund áður en afmælishátíð Framsóknarmanna. 11. desember 2016 11:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði