Erlent

Stúlka stungin með hníf af samnemenda í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Árásin var gerð skömmu áður en skóli hófst í morgun. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Árásin var gerð skömmu áður en skóli hófst í morgun. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Unglingsstúlka var stungin með hníf af samnemenda sínum í menntaskóla í Bygland í suðvesturhluta Noregs í morgun. Lögregla hefur handtekið annan nemenda, strák, vegna málsins, en bæði eru þau sautján ára að aldri.

Norskir fjölmiðlar greina frá því að tilkynning um árásina hafi borist lögreglu klukkan 8:01 að staðartíma. Skólinn sem um ræðir er kristinn heimavistarskóli þar sem um sextíu nemendur á aldrinum sextán til sautján stunda nám.

Lögreglumaðurinn Per Kristian Klausen segir málið til rannsóknar, en árásarmaðurinn á sjálfur að hafa tilkynnt skólayfirvöldum um árásina.

Verdens Gang hefur eftir lögreglu að ástand stúlkunnar sé stöðugt.

Árásin var gerð skömmu áður en skóli hófst í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×