Erlent

ESB endurvekur samskipti við Kúbu

Samúel Karl Ólason skrifar
Þau Bruno Rodriguez Parrilla, utanríkisráðherra Kúbu, og Federica Mogherini, yfirmaður utanríkismála ESB, skrifuðu undir samkomulagið í Brussel í morgun.
Þau Bruno Rodriguez Parrilla, utanríkisráðherra Kúbu, og Federica Mogherini, yfirmaður utanríkismála ESB, skrifuðu undir samkomulagið í Brussel í morgun. Vísir/AFP
Evrópusambandið og Kúba hafa skrifað undir sáttmála til að endurvekja samskipti þar á milli. Með því er fellt úr gildi stefna ESB um að yfirvöld Kúbu þyrfti að taka til í mannréttindamálum sínum. Viðræður um samkomulagið hafa staðið yfir frá árinu 2008.

Sáttmálinn snýr að samskiptum og samvinnu og fjallar um málefni viðskipta, mannréttinda og fólksflutninga, samkvæmt AFP fréttaveitunni.

Federica Mogherini, yfirmaður utanríkismála ESB, sagði sáttmálan til marks um að breytingar hefðu orðið í Kúbu. Þá vottaði hún Kúbverjum samúð sína vegna fráfalls Fidel Castro.

Bruno Rodriguez Parrilla, utanríkisráðherra Kúbu, efnahagslega tengingu við Evrópu vera forgangsatriði við byggingu sósíalísks samfélags á Kúbu. Hann sagði einnig að sáttmálinn sýndi fram á að með góðvilja og virðingu sé mögulegt að ná árangri og leysa deilur.

Fram til þessa hefur Kúba verið eina land Suður-Ameríku sem ekki hefur skrifaði undir samstarfssáttmála við ESB. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×